Maó?

Á þeim annars ágæta veitingastað Wok Bar Nings (sem serverar fínan mat) þá heita grænmetisblöndurnar eftirfarandi nöfnum:

**Búddha, Bangkok og Maó**

Ég spyr: Er þetta í lagi?

Ef að sömu aðilar stæðu í rekstri á evrópskum veitingastað myndu þeir þá kalla grænmetisblöndurnar **Guð, Hamborg og Hitler**?

Ekki drekka gos, börnin mín!

Í fréttum Stöðvar 2 áðan

>Stjórnvöld senda röng skilaboð með því að lækka gjöld á gos og sykraða drykki.

Já, er það?

Má ég frekar biðja um það að stjórnvöld HÆTTI AÐ SENDA MÉR SKILABOÐ UM HVAÐ ÉG Á AÐ BORÐA OG DREKKA? Það kemur þeim bara andskotann ekkert við.

Botnvörpur

Maður verður ekkert voðalega stoltur við að [lesa svona hluti](http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/12/02/AR2006120200937.html).

Friedman og dópið

Milton Friedman dó í vikunni. Ég hef ekki skrifað um það, en hef lesið slatta af því, sem um hann hefur verið skrifað. Það eru kannski ekki allir sem vita um skoðanir Friedmans á eiturlyfjum. Hann hafði að mínu mati skynsamar skoðanir á þeim málefnum.

Rogier van Bakel [skrifar](http://www.bakelblog.com/nobodys_business/2006/11/milton_friedman.html) stuttlega um þetta mál, en lítið hefur verið minnst á eiturlyfjaskoðanir hans eftir að hann dó:

>Friedman was an adviser to Richard Nixon and Ronald Reagan, and greatly influenced Margaret Thatcher (icons of squaredom, all). To be sure, for all his sway over those leaders’ economic policies, Friedman utterly failed to convince them that drug prohibition produces nothing but colossal social and financial failure. But it’s also a reality that, to use some time-tested lefty jargon, he fearlessly spoke truth to power, never bending or obfuscating his views on personal freedom just to avoid giving offense to his political masters.

Það er magnað að Friedman hafi tekist að færa almenningsálitið svo nálægt sínum skoðunum í mörgum efnahagsmálum, en honum mistókst algerlega að breyta almenningsálitinu þegar kemur að eiturlyfjamálum. Svo ég vitni í orð Friedman, sem van Bakel vitnar í:

>Informers are not needed in crimes like robbery and murder because the victims of those crimes have a strong incentive to report the crime. In the drug trade, the crime consists of a transaction between a willing buyer and willing seller. Neither has any incentive to report a violation of law. On the contrary, it is in the self-interest of both that the crime not be reported. That is why informers are needed. The use of informers and the immense sums of money at stake inevitably generate corruption — as they did during Prohibition. They also lead to violations of the civil rights of innocent people, to the shameful practices of forcible entry and forfeiture of property without due process.

Satt, Milton! Satt!

Og svo þessi [snilld frá Friedman](http://www.druglibrary.org/special/friedman/prohibition_and_drugs.htm). Hann súmerar algerlega í einni málsgrein mína skoðun á eiturlyfjum:

>On ethical grounds, do we have the right to use the machinery of government to prevent an individual from becoming an alcoholic or a drug addict? For children, almost everyone would answer at least a qualified yes. But for responsible adults, I, for one, Would answer no. Reason with the potential addict, yes. Tell him the consequences, yes. Pray for and with him, yes. But I believe that we have no right to use force, directly or indirectly, to prevent a fellow man from committing suicide, let alone from drinking alcohol or taking drugs.

Og svo þetta:

>But, you may say, must we accept defeat? Why not simply end the drug traffic? That is where experience under Prohibition is most relevant. We cannot end the drug traffic. We may be able to cut off opium from Turkey but there are innumerable other places where the opium poppy grows. With French cooperation, we may be able to make Marseilles an unhealthy place to manufacture heroin but there are innumerable other places where the simple manufacturing operations involved can be carried out. So long as large sums of money are involved-and they are bound to be if drugs are illegal-it is literally hopeless to expect to end the traffic or even to reduce seriously its scope. In drugs, as in other areas, persuasion and example are likely to be far more effective than the use of force to shape others in our image.

Hvenær ætli Friedman hafi skrifað þetta?

Jú, fyrir **34 árum**. Hefur ástandið batnað? NEI! Ég er sannfærður um að ástandið í heiminum væri umtalsvert betra í dag ef að menn hefðu ekki bara hlustað á hagfræðinginn Friedman tala um efnahagsmál, heldur líka hlustað á hann tala um eiturlyf.

Já, svo mæli ég með [þessari skemmtilegu bók](http://www.amazon.com/High-Society-Ben-Elton/dp/0552999954/sr=8-6/qid=1163946631/ref=pd_bbs_6/102-6152500-3549730?ie=UTF8&s=books) eftir snillinginn Ben Elton. Ég las hana í Víetnam og hún er verulega skemmtileg auk þess sem hún veltir upp mörgum áhugaverðum punktum í tengslum við lögleiðingu eiturlyfja.

Fléttulistabull

Ooooo, [svona](http://www.visir.is/article/20061116/SKODANIR03/111160053) vitleysa fer í taugarnar á mér.

>Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur.

Þetta er bull! Það að ég sé á móti fléttulistum þýðir ekki að ég telji að karlar séu hæfari en konur. Ég vel á lista í prófkjörum eftir hæfileikum. Það getur einfaldlega komið upp sú staða að það séu mun fleiri hæfir karlar í framboði en konur. Er það virkilega svo óhugsandi?

Ég efast ekki um það í eina sekúndu að konur á Íslandi eru jafnhæfar og karlmenn. Það er útaf því að allt Ísland er talsvert stórt mengi af fólki, um 300.000. Ef við tökum hins vegar pínulítið mengi einsog prófkjör í einu kjördæmi þar sem eru um 20 manns í framboði, þá er það næstum því pottþétt að annaðhvort séu karlarnir hæfileikaríkari eða þá að konurnar séu hæfileikaríkari. Það eru býsna takmarkaðar líkur á því að í svo litlum hópi séu þau alveg jafn hæfileikarík.

Karlar og konur hafa jafnan möguleika til að kjósa í prófkjöri og það er engin ástæða til þess að halda að kjósendur í prófkjöri hygli sérstaklega karlmönnum af einhverjum einkennilegum ástæðum. Það hlýtur einfaldlega að vera að í þeim kjördæmum þar sem karlar fái betri niðurstöðu séu karlframbjóðendur betri, og í þeim kjördæmum þar sem kvenframbjóðendur fái betri niðurstöðu (einsog t.d. Samfylking RVK), þá séu kvenframbjóðendurnir betri (að mínu mati var t.d. enginn vafi um það hjá Samf. í RVK).

Hvernig öðruvísi er hægt að skýra það út að hjá sama flokknum (Samfylkingunni) séu konur í fjórum af átta efstu sætunum í Reykjavík, en bara í ein kona í fimm efstu sætunum á Suðurlandi? Eru einhverjar líkur á að tveir 5000 manna hópar, sem báðir kjósa sama flokkinn, hagi sér svona ólíkt – að kjósendur í Suðurkjördæmi haldi almennt að karlar séu betri þingmenn, en að kjósendur í Reykjavík haldi almennt séð að konur séu betri þingmenn?

Er það ekki þá líklegra að kvenframbjóðendur í Reykjavík hafi einfaldlega verið frambærilegri en kvenframbjóðendur á Suðurlandi? Er það ekki líklegra heldur en að almenningur á Suðurlandi hafi eitthvert annað álit á kvenþjóðinni heldur en almenningur í Reykjavík?

Má ekki treysta því að kjósendur séu almennt nógu skynsamir til þess að kjósa ekki á lista eftir kynferði?

p.s. Í því prófkjöri, sem ég tók þátt – þá endaði listinn [minn](https://www.eoe.is/gamalt/2006/11/09/17.57.08/) sem fléttaður – en það var hrein tilviljun. Ég taldi einfaldlega að þetta væri besta röðunin – alveg ótengt því hvort frambjóðendur væru karlar eða konur.

Aðalmeðferð

Í Kastljósi áðan heyrði ég þessa setningu:

>Nú er framundan aðalmeðferð í Baugsmálinu.

Eruði ekki að fokking grínast í mér?

Gátu menn ekki klárað þetta Baugsmál meðan ég var úti? Ég gubbaði næstum því útaf væntanlegum leiðindum, sem þetta mun hafa í för með sér. Hversu lengi á að pína okkur með þessu máli?

Prófkjör hjá Samfylkingunni í RVK

Jæja, prófkjörið hjá Samfylkingunni í Reykjavík um helgina og ég ætla auðvitað að kjósa – og hvet alla til að gera það sama.

Hérna er minn listi.

1. Ingibjörg Sólrún
2. Össur
3. Jóhanna Sigurðardóttir
4. Ágúst Ólafur
5. Kristrún Heimisdóttir
6. Helgi Hjörvar
7. Steinunn Valdís
8. Ellert B. Schram

Ég vann með þeim Ellert og Kristrúnu í framtíðarhópi Samfylkingarinnar og hef mikið álit á þeim báðum og tel að þau styrki listann umtalsvert. Auk þeirra tveggja tel ég að Steinunn Valdís sé frábær kostur í stað þeirra þingmanna, sem nú sitja fyrir Samfylkinguna og eru ekki á mínum lista.

Þetta er að mínu mati verulega sterkur listi.

Næsta ríkisstjórn

Samkæmt könnun Fréttablaðsins í morgun, þá myndi þingmannfjöldi flokkanna á Íslandi verða svona ef gengið yrði til kosninga í dag.

Framsókn: 4
Sjálfstæðisflokkur: 25
“Frjálslyndir”: 7
Samfylking: 19
Vinstri-Grænir: 8

Nú hefur Ingibjörg Sólrún sagt að stjórnarandstaðan muni stefna að því að mynda ríkisstjórn ef að stjórnin fellur. Samkvæmt þessari skoðanakönnun er ríkisstjórnin með 29 þingmenn og því fallin. Að mínu mati þarf þó Samfylkingin að tilkynna að forsendur fyrir þessari yfirlýsingu Ingibjarar eru brostnar með þessari stefnubreytingu Frjálslyndra. Samfylkingin á ekkert erindi í ríkisstjórn með Frjálslyndum.

Það er ljóst að vinstri stjórn er ekki lengur möguleiki, ekki einu sinni með þáttöku Framsóknar. Einnig myndi ég telja að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir myndu aldrei mynda stjórn með svona naumum meirihluta.

Það er því að mínu mati aðeins einn ríkisstjórnarmöguleiki, sem kemur til greina – ekki bara fyrir Samfylkinguna, heldur yfir höfuð. Það er ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfsstæðisflokks. Ég sé ekki nokkurn annan möguleika í stöðunni ef að svona fer.

Kosningar

Ég er að endurheimta [álit mitt á bandarískum kjósendum](http://www.cnn.com/2006/POLITICS/11/08/election.senate/index.html). Að mínu mati hafa þeir ekki gert neitt rétt í 10 ár eða síðan Clinton var endurkjörinn. Vonandi að þetta sé ekki bara tímabundið.

Stephen Colbert [viðurkennir ósigur](http://colbertondemand.com/videos/The_Colbert_Report/Colbert_Calls_it_Quits). Algjör snilld!