Ooooo, [svona](http://www.visir.is/article/20061116/SKODANIR03/111160053) vitleysa fer í taugarnar á mér.
>Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur.
Þetta er bull! Það að ég sé á móti fléttulistum þýðir ekki að ég telji að karlar séu hæfari en konur. Ég vel á lista í prófkjörum eftir hæfileikum. Það getur einfaldlega komið upp sú staða að það séu mun fleiri hæfir karlar í framboði en konur. Er það virkilega svo óhugsandi?
Ég efast ekki um það í eina sekúndu að konur á Íslandi eru jafnhæfar og karlmenn. Það er útaf því að allt Ísland er talsvert stórt mengi af fólki, um 300.000. Ef við tökum hins vegar pínulítið mengi einsog prófkjör í einu kjördæmi þar sem eru um 20 manns í framboði, þá er það næstum því pottþétt að annaðhvort séu karlarnir hæfileikaríkari eða þá að konurnar séu hæfileikaríkari. Það eru býsna takmarkaðar líkur á því að í svo litlum hópi séu þau alveg jafn hæfileikarík.
—
Karlar og konur hafa jafnan möguleika til að kjósa í prófkjöri og það er engin ástæða til þess að halda að kjósendur í prófkjöri hygli sérstaklega karlmönnum af einhverjum einkennilegum ástæðum. Það hlýtur einfaldlega að vera að í þeim kjördæmum þar sem karlar fái betri niðurstöðu séu karlframbjóðendur betri, og í þeim kjördæmum þar sem kvenframbjóðendur fái betri niðurstöðu (einsog t.d. Samfylking RVK), þá séu kvenframbjóðendurnir betri (að mínu mati var t.d. enginn vafi um það hjá Samf. í RVK).
Hvernig öðruvísi er hægt að skýra það út að hjá sama flokknum (Samfylkingunni) séu konur í fjórum af átta efstu sætunum í Reykjavík, en bara í ein kona í fimm efstu sætunum á Suðurlandi? Eru einhverjar líkur á að tveir 5000 manna hópar, sem báðir kjósa sama flokkinn, hagi sér svona ólíkt – að kjósendur í Suðurkjördæmi haldi almennt að karlar séu betri þingmenn, en að kjósendur í Reykjavík haldi almennt séð að konur séu betri þingmenn?
Er það ekki þá líklegra að kvenframbjóðendur í Reykjavík hafi einfaldlega verið frambærilegri en kvenframbjóðendur á Suðurlandi? Er það ekki líklegra heldur en að almenningur á Suðurlandi hafi eitthvert annað álit á kvenþjóðinni heldur en almenningur í Reykjavík?
Má ekki treysta því að kjósendur séu almennt nógu skynsamir til þess að kjósa ekki á lista eftir kynferði?
p.s. Í því prófkjöri, sem ég tók þátt – þá endaði listinn [minn](https://www.eoe.is/gamalt/2006/11/09/17.57.08/) sem fléttaður – en það var hrein tilviljun. Ég taldi einfaldlega að þetta væri besta röðunin – alveg ótengt því hvort frambjóðendur væru karlar eða konur.
Umræðan hefur eimitt verið að þróast í átt að kjarnanum, eins og þú lýsir honum.
Kvennahreyfing var stofnuð innan Samfylkingarinnar með það markmið helst að hvetja konur til stjórnmálaþátttöku og í prófkjör.
Held að það sé ágætt skref og mun nær rótum vandans.