Frakki, Stones og fleira

Í kvöld endurheimti ég frakkann minn. Alveg síðan á laugardagskvöld þegar ég staulaðist útaf Ölstofunni um miðja nótt, þá hefur hann hangið þar á snaga. Annaðhvort eru gestir Ölstofunnar svona mikið sómafólk eða þá að þeim fannst frakkinn ekki nógu fallegur til að stela.

En hann er kominn aftur. Og það er reykingarlykt af honum. Ótrúlegt en satt!

Damien Rice diskurinn nýji hefur einangrað iTunes spilunina mikið síðan að ég kom heim.

Merkilegra en það er að ég held að ég sé að byrja að fíla Rolling Stones! Það hélt ég að myndi aldrei gerast. Ég kenni The Departed um. Meira um það síðar.

Já, og [Milton Friedman er dáinn](http://money.cnn.com/2006/11/16/news/newsmakers/friedman/index.htm). Ef ég væri jafnmikill hagfræðinörd og ég var fyrir nokkrum árum, þá myndi ég eflaust nenna að skrifa um það. En ég hef breyst.

2 thoughts on “Frakki, Stones og fleira”

  1. Mér finnst þú eigir hiklaust að skrifa um Friedman. Ertu orðinn alveg afhuga hagfræðinni?

Comments are closed.