Á þeim annars ágæta veitingastað Wok Bar Nings (sem serverar fínan mat) þá heita grænmetisblöndurnar eftirfarandi nöfnum:
**Búddha, Bangkok og Maó**
Ég spyr: Er þetta í lagi?
Ef að sömu aðilar stæðu í rekstri á evrópskum veitingastað myndu þeir þá kalla grænmetisblöndurnar **Guð, Hamborg og Hitler**?
Legg til að Serrano endurskýri réttina sína skv þessu nýja þema.
Þú gætir t.d. selt: Tonantzin, Cancun og Cortés!
Jamm, það væri athyglisvert. Samt ekki alveg jafn catchy nöfn og Mao.
Það var nú einhver Hitler-veitingastaður úti í fréttunum fyrir ekki svo löngu – og Hamborgarar eru náttúrulega alls staðar. Þannig að okkur vantar bara Guð … það gæti samt verið dálítið mikil pressa á einn rétt …
Já, en pointið hjá mér var auðvitað að það yrði allt brjálað ef boðið yrði uppá rétt með Hitler nafninu, en einhvern veginn er Maó formaður ásættanlegur. Skil það ekki alveg. :confused:
Hér í Kína er allt morandi í þessu.
Veitingastaðir heita í höfuðið á formanninum, réttir, og meirað segja heil tegund af martargerð.
Þetta er ekki fyrir þrýsting frá stjórnvöldum. Raunar er staðreyndin sú að stjórnvöld gera sem mest til þess að draga úr fyrri yfirlýsingum sínum um manninn þessa dagana í ljósi breyttrar heimsmyndar í Kína.
Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að kínverjar líta gríðalega upp til Maó. Þeir kínverjar sem ég þekki eru sammála um það að þótt maður hafi óumdeilanlega gert mörg mistök þá hafi hann verið klár og fyrirmynd annarra kínverja. Þeir bera djúpa virðingu fyrir honum. Sú virðing er ekki tilkominn fyrir þá staðreynd að það er mynd af manninum á öllum peningaseðlum og 40 ára gamlar styttur enn þá á stangli heldur þrátt fyrir hana.
Ég ætla ekki að dæma um það hvort þessi aðdáun sé réttlætanleg. Vissulega hef ég lesið of mikið slæmt um manninn til þess að geta litið á hann sem hetju en það er ekki eins og kínverjum sé það ekki ljóst. Hér er enn lifandi heil kynslóð af fólki á besta aldri sem upplifði hörmungar menningarbyltingarinnar en engu að síður kýs það að muna eftir því góða sem Maó stóð fyrir.
Ég get tekið sem dæmi kennarann minn sem óhræddur segir ýmislegt ljótt um núverandi stjórnvöld í landinu en vill hins vegar fátt vont segja um Maó; nema það tvennt hlægjandi að maó hafi aldrei notað peningaseðla og þess vegna sé fyndið að allir peningar séu með mynd af honum, og hitt að það sé ljótt hvernig farið sé með líkið, það sé hefð fyrir því að kínverjar séu grafnir eftir dauðann.
Það er nánast orðið máltæki hér í landi þegar talað er um Maó að segja að Maó hafi ekki verið óskeikull heldur hafi hann haft hann rétt fyrir sér í 70 % skipta og rangt fyrir sér í 30% skipta, og það sé meira en flestir menn.
Líklega hafðir þú pata að flestu þessu öllu fyrir en ég vildi bara benda á það hvernig status maður hefur í Kína, það að nefna rétt í höfuðið á honum er svo langt frá því að vera sambærilegt við það að nefna rétt í Þýskalandi í höfuðið á Hitler, eða rétt í Rússlandi í höfuðið á Stalín.
Vissulega gæti íslendingum þótt þetta hneykslanlegt í ljósi þeirra milljónu mannslífa sem eru tengt þessu nafni, en menningarlega finnst mér þetta sjálfsagt; þetta er eitthvað sem kínverjar myndu gera. Þ.e.a.s. ef Nings væri alvöru kínverskur veitingastaður, sem hann er allsekki, hehe.
Nings er ekki “alvöru” kínverskur veitingastaður af þeirri einföldu ástæðu að það er ekki markaður fyrir slíkan stað á Íslandi.
Halldór, takk fyrir fróðleggt innlegg.
Mér finnst þetta samt furðulegt. Þrátt fyrir að það sé fulltaf fólki í Chile í dag sem dýrkar Pinochet, þá finnst mér samt ekki smekklegt að skýra rétti í höfuðið á honum – sérstaklega ekki ef að aðrir réttir eru skýrðir í höfuðið á Guð.
Og Eyrún, ég hef ekki búið í Kína en ég borðaði einu sinni á ekta kínverskum stað með kínverskri vinkonu minni í Kínahverfinu í New York. Það var hryllingur. En miðað við hversu ótrúlega góður local matur er t.d. í Víetnam sem er næsta land við, þá get ég ekki trúað öðru en að ekta kínverskur matur sé frábær.