Illugi og Sunnudagsþátturinn

sunnudagsthatturinn.jpgÉg hef áður gagnrýnt Sunnudagsþáttinn á þessari síðu. Hugmyndin að þættinum er ágæt, það er að fá menn með mjög ákveðnar skoðanir til að stjórna spjallþætti. Þetta form hefur verið vinsælt í Bandaríkjunum, en þar hafa menn farið alltof langt í þessu og er skemmst að minnast þess að Crossfire var tekinn af dagskrá CNN, þar sem sá þáttur fór að snúast meira um kynnana og þeirra skoðanir heldur en það að reyna að ná fram vitrænni umræðu um málefnin.

Sunnudagsþátturinn er langt frá því að vera á sama lága planinu og Crossfire, en á stundum kemst hann ansi nálægt því. Þar finnst mér Illugi Gunnarsson vera hvað verstur.

Fyrir það fyrsta, er það við hæfi að aðstoðarmaður valdamesta manns á Íslandi stjórni pólitískum spjallþætti?

Í öðru lagi þá er hrokinn í Illuga og vanvirðing við viðmælendur, sem og aðra stjórnmálaflokka (aðallega þá Samfylkinguna) með hreinustu ólíkindum. Fyrir stuttu horfði ég á [þátt, þar sem Illugi tók viðtal við Björgvin Sigurðsson í Samfylkingunni](http://media.gagna.net/uskefniSKJAR1/clips/2005_01/77/Sun_30_01_2005.wmv) (viðtalið er í enda þáttarins). Illugi á afskaplega erfitt með að hemja sig og fela fyrirlitningu sína á Samfylkinguna. Því var hann einstaklega dónalegur og hrokafullur í misvitrum kommentum sínum við Björgvin.

Til dæmis (ég reyni að umorða samtalið, svo að megin innihald náist:

>**Illugi**: Fyrsta spurning: Nú eruð þið að fara í gegnum gríðarlega harkalegar formannskorsningar. Haldiði að flokkurinn standi þetta af sér.

>**Björgvin**: já já…

>**Illugi**: Já, ég átti von á því að þú myndir segja þetta. he he heheheh

Í fyrsta lagi, þá er Illugi ekki fyndinn og það væri til góðs fyrir þáttinn ef hann áttaði sig á því. Í öðru lagi, ef menn vita svarið fyrirfram, þá geta þeir sleppt því að spyrja. Ef viðkomandi vill hinsvegar spyrja, þá er við hæfi að leyfa viðmælendanum að svara án þess að gera strax grín að svari hans.


Áfram:

>**Illugi**: Já já, flokkurinn [Samfylkingin] á nú ekki að vera svo hár, ætti að vera í svona 20- 25% fylgi .

Já, akkúrat. Hvað veit Illugi um það? Er fólkið, sem kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum á einhverjum villgötum? Merkti það við vitlausan flokk í kjörklefanum? Hvernig er hægt að segja að flokkur, sem fékk yfir 30% fylgi í kosningum og er stöðugt yfir þeim mörkum í skoðanakönnunum eigi í raun að vera með 20-25% fylgi?

Einnig:

>**Illugi**: Ég ætla nú að sleppa því að segja að mér finnst þetta vera algjör klysja.

Nei, Illugi, þú slepptir því ekki að segja að þetta væri klisja. Þú sagðir akkúrat að þetta væri klisja. Ef ég myndi segja: “Ég ætla að sleppa því að segja að mér finnst Natalie Portman vera sæt”, sleppti ég í raun að segja það? Hverslags bull tal er þetta?


Og enn heldur Illugi áfram

>**Illugi**: [Glottandi] Ég ætla nú að sitja á mér og segja ekki hvað mér finnst um málefnin ykkar sko.

Illugi má alveg sitja á sér fyrir mér, en hins vegar væri gaman að sjá hvað honum finnst svona hræðilegt við stefnu Samfylkingarinnar. Sjálfstæðismenn eiga nefnilega afskaplega bágt með að gagnrýna stefnu flokksins, heldur kjósa þeir heldur að gaspra um “stefnuleysi” eða einhverja ámóta lélega frasa til að gera lítið úr þessum stjórnmálaflokki, sökum eigin rökþrota.

Já, en Illugi átti spil uppí erminni. Ingibjörg Sólrún sagði nefnilega eitthvað slæmt um samkeppni fyrir 20 árum. Það breytir engu fyrir Sjálfstæðismenn að hún hafi skipt um skoðun, nei, aðalmálið er að einu sinni var ISG meira vinstra sinnuð en hún er í dag.

Ég er svo sem vanur því að Sjálfstæðismenn séu fastir í fortíðinni og kjósi að líta á alla, sem skilgreina sig vinstra megin við þá, sem komma. Ég hélt að þetta væri fast við einhverja framhaldsskóla lógík, en þetta virðist vera alveg jafn áberandi hjá eldri mönnum.

Sennilega er þetta vegna þess að það er auðveldara fyrir Sjálfstæðismenn að gagnrýna kommúnisma heldur en skoðanir okkar í dag. Það er svo yndislegt að geta bara sagt: “Já, en vinstri stefnan virkar ekki. Þegar vinstri menn réðu árið 82 þá var sko brjáluð verðbólga.” Og “vinstri menn kunna ekki að fara með peninga”.

Þetta er náttúrulega tóm þvæla og á ekkert við stjórnmálamenn í dag. Hvað með það þótt Ingibjörg hafi einu sinni verið herstöðvarandstæðingur og hafi fyrir 20 árum sagt einhver misgáfuleg komment um samkeppni? Ég fílaði einu sinni New Kids on The Block og studdi Sjálfstæðisflokkinn. Það segir hins vegar ansi lítið um mig í dag.

Af hverju megum við ekki bara dæma fólk af þeim skoðunum, sem það hefur í dag. Sjálfstæðismenn hafa allir skipt um skoðanir síðustu 20 ár. Allir! Hver einn og einasti. Hjá þeim er það nokkurs konar eðlileg þróun að þeir breytast úr frjálshyggjumönnum yfir í íhaldsmenn eftir því sem þeir eldast og fitna. Ég dæmi þá þó af þeim skoðunum, sem þeir halda uppi í dag, en ekki af því, sem þeir sögðu fyrir 20 árum. Er það til of mikils ætlast að þeir haldi uppi svipuðum standard fyrir vinstri menn?

Guðlaugur og R-Listinn… og tölvupósturinn minn

Í huga Guðlaugs Þórs, fyrrverandi SUS-ara og núverandi Alþingismanns, ætli eitthvað vandamál þessa heims sé ekki R-listanum að kenna?


Já, og útaf allsherjarklúðri, þá er gamli tölvupósturinn minn, einar77 (@) simnet.is ekki lengur virkur. Nýji tölvupósturinn minn er einarorn (@) gmail.com. Bið alla, sem vilja senda mér póst um að nota þá addressu.

Laun þingmanna

Veit einhver hvað alþingismenn eru með í laun? Ég get ekki fundið eitt einasta skjal um þetta á Google, sem mér finnst afar slæmt.

Ég lenti í þrætum um þetta nýlega og þarf að vita hvort ég hafði rétt eða rangt fyrir mér. Veit einhver hvað þeir eru með í grunnlaun og hvað meðalþingmaðurinn fær í heildarlaun? Ég fann milljón greinar þar sem fólk kvartar yfir háum launum þingmanna, en enga grein þar sem minnst er á krónutölu. Það finnst mér magnað.

Stjórnmálavitleysa

Ég er að fara til útlanda aftur á laugardaginn og verð í nærri tvær vikur í eintómu vinnu stússi. Nú er það ákveðið að ég fer til Kölnar, Frankfurt, Prag (nýtt land, Jibbíííííí) og svo til Amsterdam. Verð yfir helgi í Prag, þannig að ég get túristast. Er eitthvað, sem ég þarf nauðsynlega að gera í Prag?


Það skal enginn segja mér annað en að þessi [Birkir](http://www.framsokn.is/framsokn/kjornir_fulltruar/nordausturkjordaemi/birkir_jon_jonsson/) framsóknar-Alþingis-maður sé svona 10 árum eldri en ég! Lágmark! Ég neita að trúa öðru!!!

NEITA ÞVÍ!!!

(sjá [sönnunargagn A](http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=1&date=2005-01-24&file=4214482))


Úr sjónvarsfréttum RÚV:

>**Samfylkingin á Akureyri telur nauðsynlegt að næsti varaformaður Samfylkingarinnar verði af landsbyggðinni.**

*(Lemur hausnum í vegginn)*


Staksteinar í Mogganum er einhver alversta froða í íslenskum fjölmiðlum. Í síðustu viku birtist þessi snilld:

>**Í þeim kosningum var Ingibjörg Sólrun forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Hún varð ekki forsætisráðherra.**

>**Það er hægt að færa rök að því, að þjóðin hafi hafnað Ingibjörgu Sólrúnu, sem forsætisráðherra í síðustu kosningum.**

HALLÓ! Í fyrsta lagi legg ég til að Mogginn hætti að hafa Staksteina á síðustu innsíðunni í blaðinu, því þá endar maður alltaf lesturinn reiður. Í öðru lagi, eru þeir ekkert að grínast með þessa vitleysu?

Það vill svo til að Ingibjörg Sólrún, Halldór Ásgríms og Davíð Oddson voru öll í framboði í sama kjördæminu, Reykjavík Norður. Hvaða flokkur skyldi hafa fengið [flest atkvæði í Reykjavík Norður](http://www.kosningar2003.is/web/NyttEfni?ArticleID=1067)? Var það kannski Framsókn? Nei, Framsókn og Halldór Ásgríms fengu bara 11% atkvæða. Nú þá hlýtur það að hafa verið Davíð og Íhaldið! Neibbs, Davíð fékk bara 35%. Ingibjörg, Össur og Samfylkingin fengu hins vegar 36%.

Samfylkingin var því stærsti flokkurinn í þessu kjördæmi. Má því ekki með sömu rökum segja að þjóðin hafi líka hafnað Davíð og Halldóri sem forsætisráðherraefnum?

Málið er auðvitað að þjóðin getur hvorki valið né hafnað forsætisráðherraefnum. Það er einmitt svo að maður, sem fékk 4.199 atkvæði í síðustu kosningum, er forsætisráðherrann okkar.

Lifi lýðræðið og lifi Moggalógík!


Annars er þetta búinn að vera [ljómandi fínn dagur](http://kaninka.net/sverrirj/011747.html).

Látum þá berjast í friði!

(via [Andrew Sullivan](http://www.andrewsullivan.com/index.php?dish_inc=archives/2005_01_09_dish_archive.html#110533168328109280)) – [Stratfor](http://www.stratfor.com/), sjálfstætt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í hermálum birtir þessa greiningu á ástandinu í Írak:

> The issue facing the Bush administration is simple. It can continue to fight the war as it has, hoping that a miracle will bring successes in 2005 that didn’t happen in 2004. Alternatively, it can accept the reality that the guerrilla force is now self-sustaining and sufficiently large not to flicker out and face the fact that a U.S. conventional force of less than 150,000 is not likely to suppress the guerrillas. More to the point, it can recognize these facts: 1. The United States cannot re-engineer Iraq because the guerrillas will infiltrate every institution it creates. 2. That the United States by itself lacks the intelligence capabilities to fight an effective counterinsurgency. 3. That exposing U.S. forces to security responsibilities in this environment generates casualties without bringing the United States closer to the goal. 4. That the strain on the U.S. force is undermining its ability to react to opportunities and threats in the rest of the region. And that, therefore, this phase of the Iraq campaign must be halted as soon as possible.

Þeir mæla með því að Bandaríkjamenn dragi herlið sitt útað jaðri landsins og leyfi borgarastríði að geysa í friði!:

>After the January elections, there will be a Shiite government in Baghdad. There will be, in all likelihood, civil war between Sunnis and Shia. The United States cannot stop it and cannot be trapped in the middle of it. It needs to withdraw.

>Certainly, it would have been nice for the United States if it had been able to dominate Iraq thoroughly. Somewhere between “the U.S. blew it” and “there was never a chance” that possibility is gone. It would have been nice if the United States had never tried to control the situation, because now the United States is going to have to accept a defeat, which will destabilize the region psychologically for a while. But what is is, and the facts speak for themselves.

(sjá [alla greinina](http://www.dehai.org/archives/dehai_news_archive/0748.html)) Bendi líka á þessa grein: [Davíð, Halldór, Írak og Ísland](https://www.eoe.is/gamalt/2005/01/09/11.22.48) fyrir þá, sem lesa síðuna ekki um helgar.

Davíð, Halldór, Írak og Ísland

ir-sol.jpgBlaðamaður The Economist hefur ferðast með bandarískri hersveit í Írak undanfarnar vikur.

Í síðasta blaði birtist [grein eftir hann](http://economist.com/displaystory.cfm?story_id=S%27%29%288%2EQQ%5B%27%21%40%213%0A). (úr blaðinu 7.janúar – hægt að sækja um eins dags passa til að sjá hana)

Þessi grein er mögnuð, hér eru nokkrir hlutar, sem *allir* ættu að lesa. Nota bene, þetta er THE ECONOMIST, hægri sinnað blað, sem studdi upphaflega stríðið í Írak:

>”There is only one traffic law in Ramadi these days: when Americans approach, Iraqis scatter. Horns blaring, brakes screaming, the midday traffic skids to the side of the road as a line of Humvee jeeps ferrying American marines rolls the wrong way up the main street. Every vehicle, that is, except one beat-up old taxi. Its elderly driver, flapping his outstretched hands, seems, amazingly, to be trying to turn the convoy back. Gun turrets swivel and lock on to him, as a hefty marine sargeant leaps into the road, levels an assault rifle at his turbanned head, and screams: ‘Back this bitch up, motherfucker!’

>”The old man should have read the bilingual notices that American soldiers tack to their rear bumpers in Iraq: ‘Keep 50m or deadly force will be applied.’ In Ramadi, the capital of central Anbar province, where 17 suicide-bombs struck American forces during the month-long Muslim fast of Ramadan in the autumn, the marines are jumpy. Sometimes, they say, they fire on vehicles encroaching with 30 metres, sometimes they fire at 20 metres: ‘If anyone gets too close to us we fucking waste them,’ says a bullish lieutenant. ‘It’s kind of a shame, because it means we’ve killed a lot of innocent people.'”

Blaðamaðurinn bendir einnig á eina vitleysu, sem George W. Bush, sem og aðdáendur hans á Íslandi, Davíð og Halldór, hafa endurtekið í sífellu. Það er algjört bull að meirihluti uppreisnamanna séu útlendingar. Nei, þetta eru Írakar að berjast á móti innrásarliðinu. Einsog segir í greininni:

>Of over 2,000 men detained during the fighting in Fallujah, fewer than 30 turned out to be non-Iraqi.

Einnig:

>It is impossible to mearure the insurgents’ power with much accuracy. Official American reports are absurdly sunny, prone to focus on deliveries of footballs to Baghdad’s slums rather than attacks on army patrols.

Og að lokum:

>”they detained 70 men from districts indentified by their informant as ‘bad.’ In near-freezing conditions, they sat hooded and bound in their pyjamas. They shivered uncontrollably. One wetted himself in fear. Most had been detained at random; several had been held because they had a Kalashnikov rifle, which is legal. The evidence against one man was some anti-American literature, a meat cleaver, and a tin whistle. American intelligence officers moved through the ranks of detainees, raising their hoods to take mugshots: ‘One, two, three, ji haa ad!’ A middle-tier officer commented on the mission: ‘When we do this,’ he said. ‘We lose.'”

Mögnuð grein.


do.jpgÞað er ansi margt við hrokann í Davíð Oddsyni, sem fer í mínar fínustu taugar. Samt, hefur hann eiginlega toppað sig alloft síðustu daga. Til dæmis endurtekur Davíð nú í sífellu að það sé hvergi í heiminum umræða um að taka nöfn landa af lista hinna staðföstu. Og af því leiði að við Íslendingar ættum ekki að vera að tala um “slíka vitleysu”. Semsagt, ef að útlendingar tala ekki um hluti, þá eigum við ekki að gera það hérna á Íslandi.

Þegar Davíð ver Íraksstríðið og gjörðir sínar í tengslum við það, þá er hann að verja svo hræðilega slæman málstað að málflutningur hans verður býsna skrítinn. Til dæmis þegar hann gefur í skyn að andstæðingar stríðsins séu sjálfkrafa andstæðingar uppbyggingar í Írak. Þessi klása í [Moggafrétt](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1119699) er hreint mögnuð:

>[Davíð] sagði að ekki væri nokkur vinnandi vegur að láta ástandið í Írak vera óbreytt og öll þau ríki, sem lögðust gegn hernaðaraðgerðunum á sínum tíma, væru nú á skjön við umræðuna hér á landi því ekkert ríki vildi að hætt yrði við uppbygginguna í Írak. Spánverjar væru nú að leggja fram 20 milljónir evra til að tryggja að þingkosningar geti farið fram í Írak og Frakklandsforseti hefði sagt í gær, að kosningarnar í Írak verði að fara fram.

Þetta er svo mikill útúrsnúningur og rökleysa hjá Davíð að það hálfa væri nóg. Í fyrsta lagi, þá lætur hann einsog fólk, sem gagnrýnir hann og Halldór fyrir fyrir þeirra aðkomu að stríðinu, sé í raun að gagnrýna uppbyggingastarf í Írak! Það er náttúrulega algjör þvæla og Davíð veit það vel. Ég leyfi mér nánast að fullyrða að 100% Íslendinga styðji uppbyggingarstarf í Írak. Auðvitað! Það er það minnsta, sem þjóðir geta gert eftir innrás. Þjóðir einsog Frakkar og Þjóðverjar voru á móti stríðinu, en sýna samt mikinn dug með að taka þátt í að hreinsa upp ruglið eftir Bandaríkjamenn. Það að þessar þjóðir taki þátt í uppbyggingunni eftir eyðileggingu Bandaríkjamanna þýðir þó EKKI að þessar þjóðir séu að gefa sjálfu stríðinu sitt samþykki.

Þessi umræða hér á landi, sem Davíð talar um, snýst um að Íslendingar eru á móti þessu stríði, sem nafn okkar lands var lagt við. Hún snýst EKKI um að við séum á móti uppbyggingarstarfi í Írak. Þetta veit Davíð Oddson og því ætti hann að hætta þessum útúrsnúningi.

Davíð og Halldór drógu okkur inní þetta stríð. Við erum á lista hinna staðföstu útaf þeim tveim. Okkar nafn hefur ítrekað verið notað til að sýna að þetta stríð njóti stuðnings í heiminum, sem það gerir alls ekki. Til að réttmæta stríðið hefur George Bush margoft endurtekið það að fjöldamargar þjóðir séu á lista hinna staðföstu. Þess vegna hjálpar þáttaka Íslands Bandaríkjamönnum við að réttlæta þetta stríð. Það að nafn okkar skuli vera á þessum lista er til skammar fyrir Ísland. Davíð og Halldór *bera ábyrgð* á þessari vitleysu og það gera líka þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem þora ekki að segja foringjunum til syndanna.

Nei, við erum ekki beinir þátttakendur í stríðinu, en við höfum auðveldað Bandaríkjamönnum verkið og nafn okkar á listanum hefur gefið stríðinu meira lögmæti. Því *er* Ísland ábyrgt fyrir því, sem er að gerast í Írak. Allar aðrar þjóðir heims mátu það svo að listi hinna staðföstu væri listi þeirra, sem studdu stríð. Þrátt fyrir að Davíð haldi öðru fram núna, þá er það samt svo.

Sem Íslendingur, þá skammast ég mín fyrir þessa ömurlegu ríkisstjórn. Það eina, sem ég get huggað mig við er að allavegana kaus ég ekki þessa flokka og mun sennilega aldrei gera.

Sekur eða saklaus?

Úr [frétt af Reuters](http://story.news.yahoo.com/news?tmpl=story&cid=578&e=3&u=/nm/20050102/ts_nm/security_usa_dc)

>The Bush administration is preparing plans for possible lifetime detention of suspected terrorists, **including hundreds whom the government does not have enough evidence to charge in courts**

Jahá! Þú ert semsagt saklaus uns sekt er sönnuð í Bandaríkjunum. Neeeema Bandaríkin haldi að þú sért hryðjuverkamaður, þá ertu strax sekur.

*Four more years! Four more years!*

Halldór?

Ég var að horfa á Kastljós áðan og þá áttaði ég mig á merkilegum hlut: Ég trúi því ekki enn að *Halldór Ásgrímsson* sé orðinn forsætisráðherra. Þetta er of magnað til að vera satt.


Ok, nú er ég 27 ára gamall. Síðan ég fæddist hafa [forsætisráðherrar](http://www.terra.es/personal2/monolith/iceland.htm) Íslands komið úr eftirfarandi flokkum:

Sjálfstæðisflokkurinn: 18 ár
Framsóknarflokkur: 8 ár
Alþýðuflokkur: 4 mánuðir

Er þetta fokking eðlilegt???

Í alvöru talað? Alþýðuflokksmaðurinn var forsætisráðherra þegar ég var tveggja ára!!! Síðan ég varð þriggja ára hafa Íhaldið og Framsókn ráðið öllu á Íslandi.


Sú staðreynd að Halldór er orðinn forsætisráðherra þýðir líka að í þeim löndum, sem mér þykir mest vænt um eru helstu ráðamenn þessir:

Ísland: Halldór Ásgrímsson
Bandaríkin: George W. Bush
Venezuela: Hugo Chavez

Kræst! Þetta er ekki hægt.

Girlie Men?

Í World Class í dag sá ég strák í bol, sem á stóð: *”Don’t be economic girlie men*”. Ég hélt í alvöru að Genni vinur minn (sem ég hef ekki heyrt frá lengi, hint hint) væri sá eini, sem fyndist þessi komment frá Schwartzenegger sniðug. Það, sem meira er, ég held að gaurinn sé í SUS. Þessir “economic girlie men”, sem Arnie talaði um, eru þeir, sem telja að fjárlagahalli Bandaríkjanna sé of mikill. Semsagt, allir hagfræðingar í heimi, fyrir utan þá, sem eru á launum hjá Bush.

Allavegana, ég hef aldrei talað um kosningarnar og nenni eiginlega ekki að gera það. Mér datt hins vegar í hug að birta hérna hluta úr bréfi til fyrrverandi herbergisfélaga míns úr háskóla. Hérna er kaflinn, þar sem ég talaði um kosningarnar í USA stuttu eftir að þær voru haldnar.


I still can’t believe how things went. I’m sure you’ve felt the same way I have.

I was really into the elections.  I stayed up to watch the debates, and all the programs I could catch on them.  On election night I went to an event hosted by the American Embassy in an art gallery in
Reykjavik.  I then stayed up at home until around 4AM, but finally fell asleep.  I woke up the next day, turned on my computer and was
convinced Kerry had won.  I couldn’t believe it.  And that’s sort of
been my mood over the last days.  I still can’t believe it, and I get
really annoyed talking about it.

I *really* thought Kerry would win.  I *really* thought more than 60% of
the population would show up to vote.  I’m so disappointed, so I can
only imagine how you feel, since you have to live there.  I just
want to shake people who really didn’t think it was worth their time to spend
two hours of their precious time to vote.  I just cannot understand them, and I can’t understand the people who vote for Bush. That’s just something I have to accept. I even have an Icelandic friend who thinks Bush is brilliant. No matter how hard I try, I just can’t understand him. I think I told you sometime that most of the time I can understand my opponents in Icelandic politics, but I *just can’t* understand Bush or his supporters.

I actually read a good article about the whole blue/red state America by an Icelandic leftist.  The thing is
that the America we know from TV is sort of the blue state America.
We see all those shows from New York, Chicago, L.A., and we really
don’t understand those red state people, who find banning gay marriage
more important than stopping the U.S. from attacking other countries
or a healthy economy.  We just cannot understand them.  So that’s basically
the feeling.  We’ve given up on trying to understand America. I saw a poll
somewhere where 90% of the Icelandic population wanted Kerry to win.
Those same 90% basically think Bush is an evil moron.

The remarkable thing is really that even though I lived for more than 3
years in the U.S., I completely failed to see the red side of America.  I
don’t know why, but all my friends are Democrats, even those I made
before I went to college.  I remember those dorky conservative guys who wrote for that conservative paper at NU, but I really never got to know them, only the Democrats. It’s a bit weird.  Oh well.

Anyways, you deserve better than Bush.