Enskukunnátta Davíðs

Jens [bendir á](http://www.grodur.is/jens/archives/001587.php) fréttamannafund Davíðs og Bush. Þar kom í ljós að hann Davíð okkar er bara svona ljómandi sleipur í ensku.

Það er náttúrulega ljótt að gera grín, en þar sem forsætisráðherrann brosti að öllum Íslendingum og sagði það snilld að hafa leikið á okkur, þá á hann alveg skilið smá skot tilbaka 🙂

Mæli allavegana með [færslunni](http://www.grodur.is/jens/archives/001587.php).

**Uppfært:** Jæja, þetta hljómaði nú aðeins betur í sjónvarpinu. Hann var ekki alveg jafn slæmur og það virkaði í handritinu. Já, og minni fólk á að kommenta undir nafni.

Einar Örn tekur til í ríkisfjármálum

Ég líð gríðarlegar þjáningar í hverjum mánuði þegar ég sé hversu mikill hluti af tekjum mínum fer í skatta.

Þess vegna er mér annt um að spara í ríkisfjármálum. Ólíkt Sjálfstæðisflokknum, sem bara vilja minnka tekjurnar, þá vil ég líka minnka gjöldin. Nú hef ég fengið byltingarkennda hugmynd til sparnaðar í ríkisfjármálum:

**Segjum upp öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, nema Davíð.**

Þetta er svo snjallt að það er ekki fyndið. Davíð myndi einfaldlega fá 22 atkvæði á Alþingi og gæti því klárað öll mál einn. Hugsið aðeins útí þetta.

Hverju myndi þetta breyta?

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru alltaf allir sammála Davíð! Alltaf! Sama hversu málstaður Davíðs er slæmur. Til hvers að borga 22 mönnum laun fyrir það eitt að segja “já og amen” þegar Davíð leggur eitthvað fram? Eini munurinn er að þá þyrftum við ekki að hlusta á Einar K. Guðfinnson og Guðlaug Þór hylla allt sem Davíð gerir. Davíð myndi bara sjá um þetta allt.

Sjáiði bara [þetta kvót hjá Einari K.](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=6512) um umræður í þingflokkinum um breytingarnar á fjölmiðlalögunum:

>”Það tjáðu sig mjög margir og allir voru mjög ánægðir og sáttir við niðurstöðuna.”

Þannig að í þessu umdeildasta máli síðari ára eru allir jafn ánægðir og sáttir þegar ríkisstjórnin hrifsar frá þjóðinni vald hennar til að greiða atkvæði. Ekki einn stóð upp og sagði eitthvað neikvætt. Neibbs, Davíð var búinn að gefa fyrirskipunina.

Þessi tillaga mín myndi líka spara tíma. Næst þegar Davíð fengi snilldar hugmynd þá myndi það ekki taka [heila þrjá daga](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=6501) þangað til að lagafrumvarpið er tilbúið, heldur gæti Davíð bara klárað þetta heima hjá sér á einu kvöldi. Ég hreinlega get ekki séð neina ókosti við þessa tillögu mína. Þetta myndi spara milljónir.

**Uppfært (eftir fréttagláp, Ísland í Dag og Kastljós)**:

* Steingrímur J. er snillingur! Bæði fyrir að láta Halldór Blöndal ekki vaða yfir sig og svo þegar hann tók Geir í nefið á Stöð 2. Málið er að Steingrímur trúir á málstað sinn, en Geir er að verja málstað Davíðs. Maður sér að Geir er ekki rólegur þegar hann er að verja málstað, sem hann veit að er slæmur.

* Einnig: Ætti ekki að gefa Guðna Ágútssyni einhver verðlaun fyrir að hafa bullað nær stanslaust í gegnum heilan Kastljósþátt? Hann ætlaði alveg að snappa þegar Kristján í Kastljósinu saumaði að honum. Kristján er hetja. Hann er búinn að vaxa í áliti hjá mér aftur eftir Davíðsviðtalið.

* Heldur einhver virkilega að þetta hafi snúist um 5% og 10%? Eru menn alveg veruleikafirrtir?

* Getur ríkisstjórnin hugsanlega minnkað enn frekar í áliti hjá mér? Ég bara trúi því ekki! Davíð kallaði lausnina snjalla. Hann var glaður útaf því að honum fannst hann hafa snúið á þjóðina.

* Hvernig nenni ég að láta þessa menn fara í taugarnar á mér. Ég á að vita betur en svo að gera einhverjar væntingar til míns gamla flokks.

* Guði sé lof fyrir að Davíð er að hætta. Verst að Halldór er alveg jafn slæmur.

Kæri Davíð

Kæri [Davíð](http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1091956),

Við erum ekki öll hálfvitar.

Með kveðju,

fyrir hönd íslenskra kjósenda
Einar Örn Einarsson

Fyrrverandi SUS-arar og gleymdar hugsjónir

Rosalega er það magnað að sjá gamla SUS-arann Guðlaug Þór verja það að atvinnurekendur geti tekið [lífssýni](http://www.althingi.is/vefur/utandagskrar.html?ddagur=01/04/2004) úr starfsfólki þegar þeim hentar. Hugsjónin um réttindi einstaklingsins er fljót að gleymast hjá Íhaldsmönnum.

Það er svo sem ekki nýtt að SUS-arar gleymi málefnunum um leið og þeir nálgast völd, en er þetta ekki toppurinn á öllu? Að fyrrverandi hægrimenn séu að verja það að atvinnurekendur njósni um starfsmenn sína. Sorglegt en satt. Þetta hefur kannski ekki mikil áhrif strax, en þetta setur hættulegt fordæmi.

Er það bara ég, eða er þessi ríkisstjórn smám saman að auka eftirlit með okkur? Þetta er allt gert í nafni aukins öryggis. Þessi lífssýnataka á að auka öryggi í einhverjum kerskálum og bla bla bla. Það er alltaf rosalega auðvelt að afsaka skerðingu á frelsi einstaklingsins með þeim rökum að við séum að auka öryggi hinna? Þvílíkt bull!

Ágúst Ólafur er töffari!

Menning, Part deux

Jens [skrifar loksins](http://www.grodur.is/jens/archives/001491.php#001491) um laugardaginn og vísar meðal annars á ræðuna, sem var prýðisgóð.

Þrátt fyrir að hann búi hjá framsóknarfjölskyldu, þá skilur hann ekki heldur neitt í þeim framsóknarmönnum sem héldu ræður þarna.

Skilur einhver framsóknarmenn?
Já, og skilur einhver ungt fólk, sem gengur í unga framsóknarmenn eða ungt fólk í frjálslynda flokknum?

Menning og djamm

Jensi fékk mig til að mæta á samkomu á Seltjarnarnesi í gær. Þar voru fulltrúar frá ungliðahreyfingum allra stjórnmálaflokkana til umræðna um ýmis mál. Aðallega hafði ég áhuga á umræðu um ríkisstyrki til menningarmála, enda Jens með fyrirlestur um það málefni fyrir unga jafnaðarmenn.

Ég er mjög fylgjandi því að farin verði sú leið, sem Jens leggur til. Það er að ríkið minnki sem mest afskipti sín til menningarmála, en geri á sama tíma ráðstafanir til að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að gefa til menningarmála. Til dæmis með því að fólk sé veittur skattaafsláttur fyrir framlög sín, svipað og er gert í Bandaríkjunum. SUS-arar lögðu auðvitað til að hætta öllum ríkisafskiptum. Það sem vantar hins vegar alltaf inní þeirra málflutning er það hvernig á að koma á þeim kúltúr að einstaklingar gefi í auknum mæli til menningar. Þar held ég að skattaafslættir fyrir framlög væri sniðug hugmynd. Vonandi skrfiar Jens meira um þetta á síðunni sinni

Allavegana, gaurinn frá SUS var góður. Hann og Jens báru af í þessum hópi, þar sem hinir voru hálf heillum horfnir, sérstaklega fulltrúi VG þegar hún var grilluð af hópi SUS-ara úr sal.

Samkvæmt framsögumanni framsóknarmanna þá hafa ríkisstyrkir til menningar eitthvað með fjölda barnaníðinga að gera. Ég náði aldrei almennilega tengingunni, enda skil ég ekki framsóknarmenn og mun sennilega aldrei gera.


Ég var frekar þunnur og þreyttur á fyrirlestrinum enda hafði ég verið í skemmtilegu matarboði kvöldið áður. Þar spilaði ég m.a. og söng á falskasta gítar í heimi. Gítarhæfileikar mínir eru óumdeilanlega engir.

Samt ákvað ég að kíkja líka um kvöldið á Nesið, þar sem sama fólk sameinaðist um fyllerí. Þetta var skrítin en skemmtileg samkoma. Það er til dæmis ótrúlega fyndið að sjá útlits- og framkomumun á fólk eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk tilheyrir. Einna skrautlegastur var einhver gaur frá VG, sem söng ítalska kommúnistasöngva.

Allavegana var það alveg fáránlega súrealískt að ein sætasta stelpan á staðnum skyldi vera formaður ungra frjálslyndra!!! Ungra Frjálslyndra!!! Hvað það er sem fær tvítugar stelpur til að ganga í frjálslynda flokkinn er ofar mínum skilningi. Allavegana gafst mér því miður ekki að nota nýju pikk-öpp línuna mína:

“Hæ! Ég hata kvótakerfið. Kemurðu oft hingað?”

Anyhooo, við fórum svo á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, sem er staður sem ég skil hvorki upp né niður í. Náðí ekki alveg að fatta hvað það er sem heillar fólk við þennan stað. Gáfumst upp og kíktum á Prikið. Áttaði mig á því að það er alveg fáránlega mikið af sætum stelpum á Prikinu! Samt fatta ég Prikið ekki heldur sem skemmtistað. Reyndar góð tónlist, en það eina sem fólk virðist gera er að reyna að troða sér frá öðrum enda staðarins til hins.

Þess má til gamans geta að í bænum í gær var 57 stiga frost.

Spánn

Ja hérna, hryðjuverkamennirnir unnu! Ok, kannski ekki alveg. En Sósíalistar unnu kosningarnar á Spáni. Þrátt fyrir ótrúlegan efnahagsbata og almennt gott ástand á Spáni ákváðu kjósendur að spreningarnar í Madrid væru Íraksstríðinu að kenna og felldu ríkisstjórnina. Ég var á Spáni fyrir tæpri viku og þá voru allir handvissir um að Íhaldsmenn myndu sigra kosningarnar, spurningin væri einungis með hversu miklum mun.

Það er sennilega erfitt að finna augljósara dæmi um að hryðjuverk hafi haft jafn bein áhrif á kosningar. Magnað!

Gyðingahatur í Frakklandi

Nidra Poller, bandarískur rithöfundur, sem hefur búið í París undanfarin 30 ár, er flutt aftur til Bandaríkjanna. Ástæðan? Gyðingahatur í Frakklandi hefur aukist svo mikið að Gyðingar óttast um líf sitt í borginni. Poller skrifar góðar ritgerð um ástandið: Betrayed by Europe

Jews are being persecuted every day in France. Some are insulted, pelted with stones, spat upon; some are beaten or threatened with knives or guns. Synagogues are torched, schools burned to the ground. A little over a month ago, at least one Jew was savagely murdered, his throat slit, his face gouged with a carving knife. Did it create an uproar? No. The incident was stifled, and by common consent—not just by the authorities, but by the Jews.

Some Jews are simply frightened; they are reluctant to take the subway, walk in certain neighborhoods, go out after dark. Others, clearly identifiable as Jews, are courageous and defiant. Many, perhaps the majority, show no outward signs of Jewishness and do not seek to know the truth about the rampant and increasingly violent anti-Semitism all around them. If you are Jewish but do not defend Israel or act too religious or look too different, you are not yet a target—so why insist on monitoring the danger when daily life is so delicious?

Sjá einnig athyglisverðar fréttaskýringar frá BBC: French Jews leave with no regrets og France tackles school anti-Semitism. (via MeFi)

Hjónabönd samkynhneigðra í Bandaríkjunum

Ein ástæða í viðbót til að hata íhaldsmenn:

“After more than two centuries of American jurisprudence and millennia of human experience, a few judges and local authorities are presuming to change the most fundamental institution of civilization”

“On a matter of such importance, the voice of the people must be heard. Activist courts have left the people with one recourse. If we’re to prevent the meaning of marriage from being changed forever, our nation must enact a constitutional amendment to protect marriage in America. Decisive and democratic action is needed because attempts to redefine marriage in a single state or city could have serious consequences throughout the country.”

Einsog allir vita mun heimurinn auðvitað farast ef við látum frjálslyndi ráða og veitum samkynhneigðum sömu réttindi okkur hinum. Bush ætlar að setja misrétti inní sjálfa stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að banna samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þvílíkur sorgardagur það yrði ef honum og íhaldsbjánunum sem styðja hann tækist það.

Það besta við þetta allt er að dóttir Dick Cheney er lesbía. Hann hefur hins vegar lítið tjáð sig um þetta mál. Áhugasamir geta sent Mary, dóttur Cheney bréf og hvatt hana til að skipta sér af málinu.

Talsmaður demókrata orðaði þetta nokkuð vel:

“It is wrong to write discrimination into the U.S. Constitution, and it is shameful to use attacks against gay and lesbian families as an election strategy. It appears that the conservative compassion he [Bush] promised to deliver in 2000 has now officially run out.”

Það er náttúrulega með hreinum ólíkindum að ráðast að réttindum samkynhneigðra til þess eins að tryggja sér atkvæði fyrir kosningar. Bush hefur enn á ný opinberað sig sem fordómafullann mann, sem hikar nú ekki við að bæta misréttti inní stjórnarskrá. Nánast allar viðbætur við stjórnarskrána hafa tekið mið af því að auka réttindi fólksins. Bush ætlar greinilega að snúa þeirri þróun við. Ef ég hefði haft álit á GWBush fyrir, þá væri það horfið núna.

Andrew Sullivan, samkynhneigður hægrimaður orðar þetta listilega:

This president wants our families denied civil protection and civil acknowledgment. He wants us stigmatized not just by a law, not just by his inability even to call us by name, not by his minions on the religious right. He wants us stigmatized in the very founding document of America. There can be no more profound attack on a minority in the United States – or on the promise of freedom that America represents. That very tactic is so shocking in its prejudice, so clear in its intent, so extreme in its implications that it leaves people of good will little lee-way. This president has now made the Republican party an emblem of exclusion and division and intolerance. Gay people will now regard it as their enemy for generations – and rightly so. I knew this was coming, but the way in which it has been delivered and the actual fact of its occurrence is so deeply depressing it is still hard to absorb.

This struggle is hard but it is also easy. The president has made it easy. He’s a simple man and he divides the world into friends and foes. He has now made a whole group of Americans – and their families and their friends – his enemy. We have no alternative but to defend ourselves and our families from this attack. And we will.

breytt: lagaði málfarsvillu samkvæmt ábendingu