Menning og djamm

Jensi fékk mig til að mæta á samkomu á Seltjarnarnesi í gær. Þar voru fulltrúar frá ungliðahreyfingum allra stjórnmálaflokkana til umræðna um ýmis mál. Aðallega hafði ég áhuga á umræðu um ríkisstyrki til menningarmála, enda Jens með fyrirlestur um það málefni fyrir unga jafnaðarmenn.

Ég er mjög fylgjandi því að farin verði sú leið, sem Jens leggur til. Það er að ríkið minnki sem mest afskipti sín til menningarmála, en geri á sama tíma ráðstafanir til að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að gefa til menningarmála. Til dæmis með því að fólk sé veittur skattaafsláttur fyrir framlög sín, svipað og er gert í Bandaríkjunum. SUS-arar lögðu auðvitað til að hætta öllum ríkisafskiptum. Það sem vantar hins vegar alltaf inní þeirra málflutning er það hvernig á að koma á þeim kúltúr að einstaklingar gefi í auknum mæli til menningar. Þar held ég að skattaafslættir fyrir framlög væri sniðug hugmynd. Vonandi skrfiar Jens meira um þetta á síðunni sinni

Allavegana, gaurinn frá SUS var góður. Hann og Jens báru af í þessum hópi, þar sem hinir voru hálf heillum horfnir, sérstaklega fulltrúi VG þegar hún var grilluð af hópi SUS-ara úr sal.

Samkvæmt framsögumanni framsóknarmanna þá hafa ríkisstyrkir til menningar eitthvað með fjölda barnaníðinga að gera. Ég náði aldrei almennilega tengingunni, enda skil ég ekki framsóknarmenn og mun sennilega aldrei gera.


Ég var frekar þunnur og þreyttur á fyrirlestrinum enda hafði ég verið í skemmtilegu matarboði kvöldið áður. Þar spilaði ég m.a. og söng á falskasta gítar í heimi. Gítarhæfileikar mínir eru óumdeilanlega engir.

Samt ákvað ég að kíkja líka um kvöldið á Nesið, þar sem sama fólk sameinaðist um fyllerí. Þetta var skrítin en skemmtileg samkoma. Það er til dæmis ótrúlega fyndið að sjá útlits- og framkomumun á fólk eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk tilheyrir. Einna skrautlegastur var einhver gaur frá VG, sem söng ítalska kommúnistasöngva.

Allavegana var það alveg fáránlega súrealískt að ein sætasta stelpan á staðnum skyldi vera formaður ungra frjálslyndra!!! Ungra Frjálslyndra!!! Hvað það er sem fær tvítugar stelpur til að ganga í frjálslynda flokkinn er ofar mínum skilningi. Allavegana gafst mér því miður ekki að nota nýju pikk-öpp línuna mína:

“Hæ! Ég hata kvótakerfið. Kemurðu oft hingað?”

Anyhooo, við fórum svo á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, sem er staður sem ég skil hvorki upp né niður í. Náðí ekki alveg að fatta hvað það er sem heillar fólk við þennan stað. Gáfumst upp og kíktum á Prikið. Áttaði mig á því að það er alveg fáránlega mikið af sætum stelpum á Prikinu! Samt fatta ég Prikið ekki heldur sem skemmtistað. Reyndar góð tónlist, en það eina sem fólk virðist gera er að reyna að troða sér frá öðrum enda staðarins til hins.

Þess má til gamans geta að í bænum í gær var 57 stiga frost.

3 thoughts on “Menning og djamm”

  1. já það er ALLTAF kalt í bænum… þyrfti bara að byggja yfiretta og setja ofna fyrir framan vinsælustu skemmtistaðina … svei mér þá…

  2. þakka hrósið……..en ekki alveg sátt við gagnrýnina. :rolleyes: súrealískt??….veit ekki alveg, og ekki viss um að það hefði verið svo vitlaust að nota þessa pikk-up línu :biggrin: En þetta var ágætist kvöld, og þú varst meira að segja kominn með límmiða, “ég er ungur og frjálslyndur” Annars var það algjör tilviljun að í síðustu viku kommentaði ég, vegna þess að mig vantaði uppl. í ritgerð og svo allt í einu ertu farinn að setja mig í súrealíska líkingu :laugh:, en það er gaman að þessu og ég tek öllu böggi um frjálslynda létt (enda öllu vön), bjóst samt ekki við því að sjá þig þarna á nesinu á lau :biggrin: Ísland er svo lítið
    hilsen pilsen

  3. Jamm, við Jens vorum sko að vona að okkur myndi vera boðið formlega í ungliðahreyfinguna af formanninum ef við myndum setja upp þessa límmiða. Við erum jú báðir ungir og frjálslyndir, þrátt fyrir að við deilum ekki áhuga frjálslyndra á sjávarútvegi.

    En jú, þetta er vissulega pínu súrealískt allt saman 🙂

Comments are closed.