Hagfræði og Írak

Á Múrnum í dag er grein um Írak. Þar segir meðal annars:

Stríðið í Írak snýst nefnilega ekki um að Saddam Hussein sé vondur maður sem George Bush og Halldór Ásgrímsson segja að hafa drepið barnabörn sín (ætli Bush sé heimild Halldórs fyrir því?). Það snýst um að Bandaríkjastjórn vill fara í stríð við einhvern. Hún vill vígvæðingu til að mala gull fyrir hergagnaframleiðendur og önnur stórfyrirtæki sem komu henni til valda. Hún vill líka auka vinsældirnar heima fyrir og taka eins lítið tillit og unnt er til málfrelsis og mannréttinda.

Trúir greinarhöfundur því virkilega að Bandaríkin séu að fara útí stríð bara til að geta gefið hergagnaframleiðendum meira að gera?

Allavegana, samkvæmt þessum tilgátum Ármanns þá er það eina, sem Bandaríkjastjórn þarf, góður hagfræðingur.

Þessi hagfræðingur gæti í fyrsta lagi sagt Bush að það væri mun sniðugara að styrkja hergagnaframleiðendur beint. Það væri miklu hagkvæmara en að fara í stríð, því þá myndu sparast ótal vinnustundir, mannslíf, eldsneytiskostnaður og slíkt. Hergagnaframleiðendur væru alveg jafn vel settir en Bandaríkjastjórn myndi spara á öðrum sviðum.

Þessi sami hagfræðingur gæti svo frætt Bush að vinsældir hans væru alveg feykinógar til að halda honum í sessi eftir næstu kosningar. Hann gæti minnt hann á það að pabbi hans tapaði sínum kosningum ekki útaf stríði heldur útaf efnahagsmálum.

Þessi sami hagfræðingur gæti sagt Bush að það að fara útí stríð væri að öllum líkindum mjög þjóðhagslega óhagkvæmt (hann gæti svo líka fengið hann til að hætta við skattalækkanir handa þeim ríkustu). Ef að Bush myndi hlusta á hagfræðinginn myndi efnahagurinn vænkast og Bandaríkjamenn yrðu mun ánægðari með forsetann, því að langflestir kjósa eftir því hvernig efnahagsástandið er.

Já, heimurinn yrði betri ef að allir hlustuðu á hagfræðinga.

Hvar varst þú meðan Saddan drap þúsundir

Mjög athyglisverð grein í uppáhaldsblaði margra vinstrimanna.

Þar skrifar Íraki, sem býr núna í London í tilefni mótmælanna í gær. Hann segir meðal annars:

I am so frustrated by the appalling views of most of the British people, media and politicians. I want to say to all these people who are against the possible war, that if you think by doing so you are serving the interests of Iraqi people or saving them, you are not. You are effectively saving Saddam. You are depriving the Iraqi people of probably their last real chance get rid of him and to get out of this dark era in their history.

My family and almost all Iraqi families will feel hurt and anger when Saddam’s media shows on the TV, with great happiness, parts of Saturday’s demonstration in London. But where were you when thousands of Iraqi people were killed by Saddam’s forces at the end of the Gulf war to crush the uprising? Only now when the war is to reach Saddam has everybody become so concerned about the human life in Iraq.

Where were you while Saddam has been killing thousands of Iraqis since the early 70s? And where are you are now, given that every week he executes people through the “court of revolution”, a summary secret court run by the secret security office. Most of its sentences are executions which Saddam himself signs.

Norður Kórea

kimjongil.jpg60 Minutes þátturinn í kvöld var mjög áhugaverður. Í þættinum var umfjöllun um kommúnistaríkið Norður-Kóreu. Þar var meðal annars talað við þýskan lækni, Norbert Vollertsen, sem vann við mannúðarstörf í Norður-Kóreu í tvö ár.

Vollertsen vann við að hlúa að börnum, sem þjást vegna hungursneyðarinnar, sem hefur ríkt í landinu á meðan að Kim Jong Il er önnum kafinn við að búa til kjarnorkuvopn og ógna nágrönnum sínum og Bandaríkjamönnum.

Vollertsen líkir ástandinu í Norður-Kóreu við það, sem var í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hvort sem það er rétt, þá er ljóst að KimJong Il er gríðarlegt illmenni.

Ég fann grein á vefnum um þennan Vollertsen. Þar segir meðal annars:

Bouncing across the countryside in a Jeep, Dr. Vollertsen encountered starving children who were nevertheless forced to engage in daily, two-hour songfests idolizing the “Dear Leader.” He saw gangs of undernourished children working on a 10-lane highway project. He watched doctors perform an emergency appendectomy on a girl without anesthesia. He met adults who were desperately afraid, always under surveillance, dousing their depression with cheap alcohol. He found a staggering infant mortality rate and, among children who did survive, significant declines in height, weight, and IQ.

Einnig

“There is no medicine, no running water, no heating system, no food, no bandages-and this is the situation all over North Korea.”

Everywhere, that is, except in the glittering capital city of Pyongyang, where Dr. Vollertsen found casinos, nightclubs, luxury hotels, gourmet foods, and diplomatic shops. “Very fashionable, and all for the ruling class-the military and party members,” he recalls. Hospitals there are-no surprise-state of the art.

Í 60 Minutes þættinum voru einmitt sýndar myndir frá Pyongyang. Sú borg lítur bara ágætlega út, fyrir utan að þar virtist vanta alla alla umferð fólks og bíla. Þar er meðal annars Ryugyong hótelið, sem er víst hæsta hótel í heimi. Hótelið kostaði 750 milljónir dollara, en var samt aldrei klárað. Ég leyfi mér líka að efast um að “occupancy ratio” væri mjög hátt á þessu blessaða hóteli, þar sem nær engum útlendingum er hleypt inní landið. Ástæðan fyrir því að hótelið var aldrei klárað var fyrst og fremst peningaskortur en svo var vitlaus gerð af sementi notuð, þannig að undirstöður hótelsins eru óstyrkar.

Hótelið er kannski gott dæmi um forgangsröðun hjá illmenninu Kim Jong Il. Hann dýrkar bandarískar bíómyndir, Daffy Duck, flotta bíla og notar netið mikið. Landar hans hafa þó einungis aðgang að ríkissjónvarpsstöðum og um allt landið eru hátalarar, sem útvarpa reglulega áróðri um það hversu góður leiðtogi Kim Jong Il sé.

Til þess að sjá svo til þess að múgurinn mótmæli ekki þá hefur Kim Jong Il, í anda nasista og Stalín, komið upp fangabúðum um land allt, þar sem talið er að allt að 5% Norður-Kóreubúa búi. Í viðtalinu við Vollertsen segir meðal annars:

After leaving North Korea, he spent time along its borders learning from defectors-torture victims who live like hunted animals on the border between North Korea and China. They described a nightmare world where guards electrocute prisoners for fun and throw women into sewage pools for stealing food. He heard stories of children who vomit when they accidentally dig up fresh mass graves and babies who are strangled moments after birth on concrete floors.

He was told repeatedly of an island in the northeastern part of North Korea, in an area near Chongjin so highly restricted it does not appear on official maps, where prisoners are used as laboratory test material for anthrax and other bacteria, food poisoning, or medical experiments-how long they can stand freezing, or how long they can live underwater-“the cruelest experiments you can imagine,” Dr. Vollertsen says.

Einnig:

The former bodyguard, Lee Young Kuk, said he watched the punishment of a political prison camp inmate accused of stealing salt. He was tied to a vehicle and dragged for 2 miles at high speeds and “became de-skinned.” His body was tied to a stake “as an example,” said Mr. Lee. He told reporters, “I have watched so many deaths in North Korea I almost lost the concept of human dignity.”

“When I see the combination of brainwashing, starvation, concentration camps, of rape, of medical experiments and mass executions, all those horrible stories and the testimony of all those defectors, then I must say that Kim is an upgraded version of Hitler’s Nazi Germany,” Dr. Vollertsen declares. “He’s committing genocide.”

Það er nokkuð ljóst að það er erfitt að finna verri illmenni en Kim Jong Il.

Svar við spurningu dagsins

Sverrir Jakobsson skrifar:

Stefna Norður-Kóreustjórnar í kjarnorkumálum þessa daga einkennist af taugveiklun og öfgafullum viðbrögðum. Það er ljóst að hún mun ekki leiða til neins góðs.

En af hverju stafar taugatrekkingurinn?

Og svar mitt… Af því að Norður-Kóreu er stjórnað af snarbiluðum kommúnískum einræðisherra, sem kýs að svelta þjóð sína meðan hann byggir sér hallir og eyðir peningunum í að vígbúast.

Takk fyrir og góða helgi.

Hannes Hólmsteinn og 20. öldin

Ágúst Flygenring skrifar um 20. öldina hans Hanneser Hólmsteins (og hann vísar líka í aðra pistla um sama þátt). Þetta eru nokkuð skemmtilegir þættir, sérstaklega þar sem Hannes er lunkinn við að finna atriði, þar sem vinstri menn tjá skoðanir sínar, sem virðast nú mörgum árum síðar, vera hálf bjánalegar. Ekki hef ég enn séð neyðarlega upptöku af sjálfstæðismönnum í þessum þáttum. Ég efast stórlega um að það sé tilviljun.

Annars er það skemmtilegasta í þessum þáttum smáatriði, sem Hannes Hólmsteinn hefur greinilega pælt í. Til dæmis þegar fjallað var um það þegar Jón Ólafsson eignaðist hlut í Stöð 2, þá var þemalagið úr Guðföðurnum spilað undir.

Þegar fjallað var um sigur Davíðs Oddsonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var hins vegar spilað sigurþemað úr Charoits of Fire. Engu líkara en að Davíð hefði verið að sigra á Ólympíuleikunum.

Small Earthquake in Chile. Not Many Dead

Jamm, ég vissi að það myndi koma grein á Múrnum, þar sem þeir myndu fara að kvarta yfir athyglinni, sem sjö látnir geimfarar frá Bandaríkjunum og Ísrael fengu í fréttum nú um helgina. Steinþór Heiðarsson tók að sér að skrifa grein, þar sem hann gagnrýnir athyglina og samúðina, sem geimfararnir og aðstandendur þeirra fengu.

Steinþór kemur svo með einhverja hallærislega upptalningu á því að fólk hafi dáið í öðrum löndum um helgina, án þess þó að það hafi talist fréttmætt. Þannig eigum við hin, sem vorum sjokkeruð þegar við sáum geimferjuna springa, að fá samviskubit yfir því að það sé fólk að deyja annars staðar í heiminum. Auðvitað eru slys misjafnlega fréttnæm. Það tekur líka meira á okkur að 10 Danir hafi dáið heldur en ef 10 Indverjar hefðu dáið. Það er bara fullkomlega eðlilegt. Það fengi líka meiri fréttaumfjöllun í Bangladesh ef 10 Indverjar hefðu dáið heldur en 10 Danir.

Ég leyfi mér líka að fullyrða að Steinþóri er nokkurn veginn sama um þá sem dóu í rútuslysinu í Zimbabwe. Hann hefði sennilega ekki hugsað meira um slysið nema vegna þess að honum vantaði eitthvað til að fylla þessa slysaupptalningu sína. Hann á því ekki að vera að setja sig á háan hest og skamma okkur hin fyrir að samhryggjast aðstandendum geimfaranna.

Uppfært: Sjá umræður hjá Bjarna um sama mál

Blogg, Verzló og stjórnmál

Vúhú, ég held að ég sé búinn að finna mér nýjan uppáhaldsbloggara, víst að Leti á neti virðist vera hættur. Nýja uppáhaldið er Svansson.net.

Guðmundur, sem heldur úti þeirri síðu er hagfræðinemi (fimm plúsar fyrir það) og svo er hann alveg lygilega góður í að finna hin ýmsustu deilumál milli bloggara, sem hann hefur svo lúmskt gaman af að blanda sér í. Hann skrifar reyndar ekkert um hagfræði, sem er mínus en það er þó fullt af gaurum, sem sjá fyrir því: 1 2.

Allavegana, þá er Svansson að benda á einhverjar deilur í mínum gamla skóla, Verzló. Þar sagði víst féhirðirinn af sér fyrir jól og hann virðist vera snillingur að dragast inní önnur deilumál innan skólans. Reyndar minnir þetta mjög mikið á svipuð mál, sem komu upp fyrir einhverjum 7-8 árum og Jens PR og Geir Gests skrifuðu um í 10 blaðsíðna grein, “Brestir og blóðug barátta”, sem birtist í 64. árgangi Verzlunarskólablaðsins, en ég sat í ritstjórn þess blaðs. Þá sögðu bæði féhirðirinn og forsetinn af sér vegna ásakana um spillingu (að mig minnir).

Allavegana þá á Stefán Einar í stöðugum deilumálum við aðra í skólanum og þá sérstaklega þá, sem vinna í nemendafélaginu. Sjá til dæmis umfjöllun hjá Svansson hér. Það er alveg lygilegt hvað Verzlingar taka þessa nemendafélagspólitík alvarlega. Ég var talsvert mikið í félagslífinu og hafði alveg ótrúlega gaman af. Ég hefði hins vegar aldrei nennt þessu ef að það hefðu verið stanslaus deilumál einsog virðast vera núna innan félagsins. Ég held að menn séu að taka sig full hátíðlega í þessum embættum. (n.b. Ég þekki ekki neinn aðila í þessum málum persónulega, ég hef bara lesið um þetta á netinu.)

Þessi færsla hjá Stefáni er til dæmis nokkuð mögnuð. Þar vitnar Stefán í einkasamtöl, sem ég held að menn ættu ekki að gera á bloggsíðum.

Blogg og stjórnmál

Það er annars eitt, sem ég var að pæla í. Það er nefnilega þannig að margir, sem hafa mjög vissar skoðanir á hlutunum og eru kannski sterkir í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna, eru með bloggsíður. Þar eru menn oft mjög óvægir í gagnrýni á stjórnmálamenn og aðra. Hvernig verður það ef þessir menn fara seinna á ævinni í framboð. Ætli þeir muni vilja eyða blogginu, þar sem þar leynast ábyggilega óþægileg ummæli

Stefán Einar virðist líta út einsog framtíðar stjórnmálamaður. Hann fer hins vegar mikinn í gagnrýni á alla vinstri menn, kallar þingflokksformann Samfylkingarinnar “ein allra óhentugasta konan sem komið hefur inn í pólitík á síðustu árum” og segir svo að Ingibjörg Sólrún sé “sjálfhverfasta manneskja stjórnmálanna”. Gæti ekki verið svo að þetta yrði notað gegn honum seinna meir?

Nú eru líka menn einsog Ármannn Jakobsson, sem eru nokkuð áberandi í stjórnmálaumræðunni. Hann var nokkuð hispurslaus á síðunni sinni og kallaði Samfylkinguna “búllsjitt” flokkinn, sem er sennilega ekki jákvætt ef að hann vill í alvöru koma á vinstri stjórn. Ármann áttaði sig hins vegar á því að vegna þess að hann er svona áberandi, þá byrjuðu alltíeinu blaðamenn að lesa síðuna og vitna í hana. Þeir, sem skrifa blogg í dag gætu hins vegar áttað sig á því seinna meir (þegar þeir eru kannski orðnir þekktari í þjóðlífinu) að bloggsíðan eigi eftir að innihalda pistla, sem gætu komið þeim illa.

Ég er viss um að þessi síða mín inniheldur fullt af ummælum, sem gætu komið sér illa seinna meir. Ég er hins vegar ekki á leiðinni í framboð.

Tengt þessu, þá er Bjarni með skemmtilegar pælingar um vægi stjórnmálaumræðu á bloggsíðum.

Mín skoðun

Það lítur kannski fullmikið út einsog ég sé stuðningsmaður George Bush eftir skrif mín á síðunni. Þess vegna vil ég taka eftirfarandi fram:

  • Ég tel að George Bush sé einn alversti forseti, sem Bandaríkjamenn hafa haft yfir sér síðustu áratugi. Í fyrsta lagi hafa efnahagsaðgerðir hans verið fáránlega vitlausar (skattaívilnanir handa þeim ríkustu til að auka hagvöxt) og svo er utanríkisstefna hans ekkert til að hrópa húrra fyrir. Einnig er mannvalið í ríkisstjórninni afskaplega hæpið og íhaldsstefna hans í ýmsum málum er áhyggjuefni
  • George Bush er samt langt frá því að vera versti leiðtogi í heimi. Það er þó vissulega mjög margt vitlaust í stefnu hans og framkomu. Það er samt með ólíkindum hvað George Bush er klár í því að fá alla uppá móti sér. Á ferli sínum sem forseti hefur hann ekki gert mörg mistök í utanríkismálum (það efast fáir um að Afganistan er betur statt nú en fyrir tveimur árum) en samt hefur honum tekist að fá hálfan heiminn á móti sér.
  • Margir friðarsinnar fara afskaplega mikið í taugarnar á mér. Það byggist fyrst og fremst á því að þeir mótmæla eingöngu þegar að Bandaríkjamenn eða Ísraelar gera eitthvað af sér. Samkvæmt þeim er allt illt í þessum heimi komið til vegna Bandaríkjanna. Þannig komst Pinochet aðeins til valda í Chile útaf Bandaríkjunum og Saddam Hussein er bara svona vondur vegna þess að Bandaríkjamenn studdu hann fyrir 15 árum. Það er ekki nóg fyrir friðarsinna að enda alltaf setningarnar á “jú og svo er Saddam auðvitað vondur maður”.
  • Ég vil að alþjóðasamfélagið geri eitthvað til að hjálpa kúguðum þjóðum. Það þýðir að þjóðir utan Bandaríkjanna verða að gera eitthvað. Það er einföld staðreynd að leiðtogar Frakklands og Þýskalands bíða alltaf eftir því hvað Bandaríkjamenn gera. Þá geta þeir staðið á hliðarlínunni og gagnrýnt. Það er mun auðveldara heldur en að gera eitthvað. Þessir lönd virðast vera fullkomlega ófær um að gera eitthvað varðandi vandamál í stríðshrjáðum löndum (JÚGÓSLAVÍA!)
  • Ef að Evrópubúar vilja virkilega gera eitthvað í málefnum Sádi-Arabíu, Ísraels eða hvaða lands sem er, þá er það augljóst að þeir annaðhvort þora ekki að gera neitt, eða að þessi heimsálfa er alveg gersamlega getulaus í alþjóðamálum.
  • Ég er á móti stríði við Írak. Eina lausnin, sem ég er æskileg (að mínu mati) á þessu máli er sú að Saddam Hussein fari í útlegð. Stríð er ekki góð lausn og það er heldur ekki góð lausn að Saddam Hussein fái að sitja áfram í friði. Ég er hins vegar á því að mörg Evrópulönd, sem eru andvíg aðgerðum Bandaríkjanna, verði að leggja til lausnir á því hvergnig hægt sé að koma Saddam Hussein frá. Þrátt fyrir að leiðtogar Sádi Arabíu og fleiri landa séu slæmir, þá nálgast þeir fáir illmennsku Hussein, sem hefur notað efnavopn á landa sína.

Britney Spears og Írak

Já, þökk sé leit.is þá virðist lesendahópur þessarar síðu (eða allavegana hópur þeirra, sem rekst inná þessa síðu fyrir slysni) vera nokkuð breiður. Þannig að af 8 nýjustu ummælunum á síðunni eru fjögur um Britney Spears og 4 um Írak.

Ummælin um Britney Spears eru náttúrulega stórskemmtileg. Þar dirfðist einhver stelpa, sem heitir Anna Gunna að halda því fram að Britney væri ömurleg en strax kom önnur stelpa henni til varnar og segir að Britney sé albesta söngkona heims. Ég þori varla að blanda mér í þessar umræður.

Hins vegar þá er ég hneykslaður á því hvernig einhverjum dettur í hug að kalla George Bush versta leiðtoga í heimi. Er andúðin á Bandaríkjunum virkilega svona mikil meðal fólks? Heldur einhver í raun og veru að það væri betra að lifa undir stjórn Saddam Hussein heldur en GWB?

Annars á Thomas Friedman mjög góða grein í NYT, sem Ágúst Fl. var búinn að vitna í. Ætla samt að vitna í hann líka

In short, we can oust Saddam Hussein all by ourselves. But we cannot successfully rebuild Iraq all by ourselves. And the real prize here is a new Iraq that would be a progressive model for the whole region. That, for me, is the only morally and strategically justifiable reason to support this war. The Bush team dare not invade Iraq simply to install a more friendly dictator to pump us oil. And it dare not simply disarm Iraq and then walk away from the nation-building task.

Things could be better, but here is where we are ? so here is where I am: My gut tells me we should continue the troop buildup, continue the inspections and do everything we can for as long as we can to produce either a coup or the sort of evidence that will give us the broadest coalition possible, so we can do the best nation-building job possible.

But if war turns out to be the only option, then war it will have to be ? because I believe that our kids will have a better chance of growing up in a safer world if we help put Iraq on a more progressive path and stimulate some real change in an Arab world that is badly in need of reform. Such a war would indeed be a shock to this region, but, if we do it right, there is a decent chance that it would be shock therapy.

Sjá meira hér