Ágúst Flygenring skrifar um 20. öldina hans Hanneser Hólmsteins (og hann vísar líka í aðra pistla um sama þátt). Þetta eru nokkuð skemmtilegir þættir, sérstaklega þar sem Hannes er lunkinn við að finna atriði, þar sem vinstri menn tjá skoðanir sínar, sem virðast nú mörgum árum síðar, vera hálf bjánalegar. Ekki hef ég enn séð neyðarlega upptöku af sjálfstæðismönnum í þessum þáttum. Ég efast stórlega um að það sé tilviljun.
Annars er það skemmtilegasta í þessum þáttum smáatriði, sem Hannes Hólmsteinn hefur greinilega pælt í. Til dæmis þegar fjallað var um það þegar Jón Ólafsson eignaðist hlut í Stöð 2, þá var þemalagið úr Guðföðurnum spilað undir.
Þegar fjallað var um sigur Davíðs Oddsonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var hins vegar spilað sigurþemað úr Charoits of Fire. Engu líkara en að Davíð hefði verið að sigra á Ólympíuleikunum.
Ég var akkúrat að spá í þessu með lagið úr Godfather. Þó að þetta séu dáldið “Hannes-hægri”-umfjöllun þá er samt þrælgaman að þessu.
Svo var auðvitað minnst á “Frjálst útvarp” sem Hannes sjálfur og co. tóku að starfrækja eftir að útsendingar Ríkisútvarpsins stöðvuðust í kjölfar verkfalls BSRB.
Það er svo sem ágætt! :laugh:
Ég hef nú ekki í skottið nema á einum þáttanna og þar voru Hannes og Ólafur Þ. Harðar. skráðir fyrir handritinu. En Óli er af góðum hafnfirskum krataættum -ætli hann skipti sér ekki af myndskeiðavalinu?