Jæja, þá er það skref 2 í plani okkar Emils um að yfirtaka heiminn með mexíkóskum veitingastöðum:
Áðan opnuðum við nýjan Serrano stað! Staðurinn er staðsettur að Hafnarstræti 18, við hliðiná Nonnabitum (staðurinn liggur við Lækjartorg).
Þarna verður boðið uppá sama góða matinn í þægilegu umhverfi. Um helgar verður opið langt fram á nótt.
Annars eru síðustu dagar búnir að vera léttgeðveikir. Emil ákvað að þessi vika myndi henta vel til að skella sér til Spánar, svo ég hef staðið einn í stappi við iðnaðarmenn, sem eru alveg sér þjóðflokkur. En þetta er búið að vera ofboðslega gaman.
Ég var að koma heim eftir öll lætin en við opnuðum klukkan 6. Ætla að skella mér í sturtu og svo fer ég aftur niður eftir.
Ég hvet auðvitað alla til að skella sér á Serrano. Allir fá ókeypis gos með burritos (tilboðið gildir bara til miðnættis föstudag, laugardag og sunnudag). Við verðum með opið langt fram á morgun, eða til klukkan 5 🙂
Uppfært: Þetta er mynd, sem ég tók af staðnum í dag. Á bara eftir að tengja ljósaskiltin