Egils.is

Jæja, þá er nýjasti vefurinn úr minni smiðju kominn í loftið, egils.is. Ég vann þennan vef algjörlega sjálfur, fyrir utan myndina á menuinu, sem er hannað af auglýsingastofu.

Ég er bara nokkuð stoltur af vefnum, tel að hann sé nokkuð góður. Hann fylgir minni basic stefnu, að fyrirtækjavefir eigi að vera einfaldir í útliti og aðgengilegir. Þar eigi að vera hægt að nálgast allar upplýsingar á fljótlegan og einfaldan hátt. Ég tel að Flash og leikir og læti eigi miklu frekar heima á sérstökum vörumerkjavefjum, einsog þessum hér. Drop-Down menuið er hannað í Fireworks og Dreamweaver en annars er allur annar kóði handskrifaður í BBEdit.

Núna þarf ég að klára starfsmannavef Ölgerðarinnar, sem verður innri vefur fyrirtækisins. Þegar ég er búinn að því er ég hættur að taka að mér ný verkefni í vefmálum. Ég held að ég hefði gott af því að gera eitthvað annað á kvöldin heldur en að vinna.

Einsog ávallt þá eru öll komment um síðuna vel þegin.

2 thoughts on “Egils.is”

  1. Jammm, drop-down virkar ekki í einhverjum browserum. Það virkar þó öllum helstu, það er IE, öllum Mozilla browserum og Safari á Mac. Opera var eini browserinn, sem ég prófaði ekki.

    Af hverju notarðu ekki Mozilla á PC, hann er 50 sinnums skemmtilegri en Opera?

Comments are closed.