Circus

Ég og Hildur fórum á djammið seinasta laugardag. Við fórum á Circus, sem er einn allra vinsælasti næturklúbbur í Chicago og var það alveg frábært. Við ákváðum svo að vera geðveikt sparsöm og taka lest og strætó heim. Meðan við biðum eftir strætónum þá fórum við inná lítinn veitingastað og fengum okkur french toast og pönnukökur. Ætli það sé eitthvað óhollara en að borða french toast klukkan 5 um morgun?