Colbert og Bush

Fréttamenn, sem fjalla um málefni Hvíta Hússins í Washington, héldu í gær árlegan kvöldverð. Fréttastofur í Bandaríkjunum (og eftirhermur þeirra á Íslandi) fjölluðu nánast eingöngu um skemmtiatriði, sem að George W. Bush og eftirherman hans sáu um, en gleymdu að fjalla um hápunkt kvöldsins.

Snillingurinn Stephen Colbert, sem var einu sinni með innslög í Daily Show, en er núna með eigin þátt, hélt nefnilega ræðu. Ræðuna, sem hann hélt nokkrum metrum frá forsetanum, er sennilega beittasta háð, sem að GWB hefur þurft að þola. Það er yndislega pínlegt að sjá viðbrögð forsetans við bröndurum, sem eru sagðir á kostnað hans eigin getuleysis. Mæli með þessu:

[Ræða Colbert – 1. hluti](http://youtube.com/watch?v=lcIRXur61II&search=colbert%20bush%20cspan)
[Ræða Colbert – 2.hluti](http://youtube.com/watch?v=HN0INDOkFuo&search=colb”ert%20bush%20cspan)
[Ræða Colbert – 3.hluti](http://youtube.com/watch?v=rJvar7BKwvQ&search=colbert%20bush%20cspan)

Heimasíða þáttar Colbert er svo [hér](http://www.comedycentral.com/shows/the_colbert_report/index.jhtml).

* * *

Matarboðið heppnaðist. Eldaði *Ceviche* í forrétt, sem mér fannst næstum jafngott og mér fannst það á veitingastöðum í Perú. Eldaði svo *Alambre de Pollo*, sem var ekki jafngott og á veitingastöðum í Mexíkó. Lenti í tómu basli með að hita maís tortillur, sem eru mun erfiðari í meðhöndlun en hveiti tortillur. En úr þessu varð samt mjög góður matur – sérstaklega erfitt að hita nógu margar fyrir stóran hóp.

Drukkum svo næstum því heila flösku af ljúffengu “[Cuervo Reserva Antigua 1800](http://www.spirituosenworld.de/produkte/tequila/details/cuervo_1800anejo_tequila.html)” tekíla ásamt ágætis magni af léttvíni og bjór.

Ég náði áðan að klára að taka til. Gafst uppá íbúðinni í gær og fór og heimsótti kærustuna mína í von um að draslið í íbúðinni myndi á einhvern undraverðan hátt hverfa. Það gerðist hins vegar ekki.

One thought on “Colbert og Bush”

Comments are closed.