Cuba si, yanqui no!

Geir skrifar mjög góða grein á síðuna sína í dag. Ég var líka staddur á þessum sömu mótmælum en hafði mig svo sem ekki mikið í frammi. Ég man m.a. eftir ágætri ræðu, sem Steingrímur J. Sigfússon hélt á Ingólfstorgi. Ég var þó lítið fyrir að hrópa slagorð. Lét aðra um að hrópa “Cuba si, yanqui no!”. Annars hélt ég því alltaf fram að kallinn með háþrýstidæluna hefði verið pantaður af bandaríska sendiráðinu til að gera lítið úr mótmælunum. Á endanum var þó einhver, sem tók dæluna úr sambandi. Mig minnir að það hafi verið félagi Erpur (Johnny National).