Damn shit

Ég verð að játa að mér finnst þetta dálítið fyndið. Einhver gaur [tók sig til og fjarlægði](http://www.blog.ni9e.com/archives/2005/03/explicit_conten_1.html) allt úr laginu Straight outta Compton með N.W.A. *nema* blótsyrðin. Þannig að [þessi úrklippa](http://ni9e.com/nwa/straight_outta_compton_EDITED.mp3) er samansafn af öllum blótsyrðum í laginu. Nokkuð gott.


Annars mæli ég með piparsteikinni á Vegamótum. Fékk mér svoleiðis í kvöld. Það væri að ég held ágætis regla að fá sér alltaf steik á fimmtudögum. Af hverju datt mér þetta ekki fyrr í hug?

Fyrir utan það, þá veit ég hreinlega ekki hvað ég á að skrifa um. Er alveg stopp þessa dagana.

Jú, ég á að halda matarboð á laugardaginn, en veit ekkert hvað ég á að elda. Einhverjar hugmyndir?

7 thoughts on “Damn shit”

  1. ..Eitthvað sterkt og gott frá mið eða suður ameríku – ekki spurning!! 🙂

  2. kíkja á spjallþræðina á femin.is undir gott í gogginn eða eikkva svolleis. fullt af sneddí dóti

  3. Einar, tu sem mikill Apple madur, ta langar mig ad spyrja tig adeins ut i laekkanir hlutabrefa felagsins sidustu daga. Er komid kauptaekifaeri tar eda er allt ad hrynja bara? Afsakadu ad tetta er ekki beint i anda tessarar faerslu en eg vard bara ad leggja tessa spurningu fram 🙂

  4. Ég mæli hiklaust með Fylgifiskum (loka reyndar snemma á laugardögum), þar er frábær þjónusta og alveg magnaður matur…þeir segja manni líka alveg til hvernig á að elda og hvað er best að hafa með…svo er þetta bara á ljómandi góðu verði 😉

  5. Bjarni, ég myndi ekki taka við stock-tips frá mér 🙂

    En annars, þá hefði maður haldið að hlutabréfin væru í hærra lagi. En ég er þó enginn sérfræðingur.

    Annars takk fyrir tillögurnar 🙂

Comments are closed.