Daniel Pearl á netinu

Athyglisverður pistill, sem birtist í Wall Street Journal í gær. Blað í Boston birti nýlega tengil yfir á myndband á netinu af því þegar Daniel Pearl, blaðamaður á Wall Street Journal var hálshögvinn af pakistönskum öfgamönnum.

Það er með ólíkindum að það skuli vera hægt að nálgast þetta myndband mjög auðveldlega á netinu. Allir þeir, sem kunna á leitarvélar á netinu geta fundið myndbandið á innan við mínútu. Blaðið, sem birti tengilinn hélt því fram að tilgangurinn væri sá að gera fólk meðvitað um alvarleika hryðjuverkamanna.

Fyrir mér er tilgangurinn fyrir blaðið að græða peninga með því að ná athygli á kostnað þeirra, sem þjást.