Deuce BMG

Ég á bágt með að trúa því að ég búi í landi þar sem Rob fokking Schneider – sem var að klára við að gefa út mynd, sem margir gagnrýnendur eru sammála um að sé [versta mynd allra tíma](http://rogerebert.suntimes.com/apps/pbcs.dll/article?AID=/20050811/REVIEWS/50725001/1023), komist á baksíðu stærsta dagblaðsins, á forsíðu þriðja stærsta dagblaðsins og í einkaviðtal í vinsælasta sjónvarpsþáttinn, allt sama daginn.

Mér finnst gott mál að taka vel á móti frægu fólki, en þetta er eiginlega dálítið sorglegt.

8 thoughts on “Deuce BMG”

 1. Sammála. Og ég vorkenni virkilega fólkinu sem klæddi sig upp og fór í bíó í gær til þess eins að fá mynd af sér með þessum aula. Erum við virkilega svona ógeðslega desperate þjóð?

 2. Nákvæmlega þetta sem ég sagði þegar ég sá fyrst að hann væri að koma. Þetta er svo fáránlegt að maður gæti grátið yfir vitleysu blaðanna að taka þátt í þessu. Fara svo ekki fáránlega margir á þessa vitleysu í bíó útaf þessu frábæra PRi sem er búið að ganga yfir landann, frí góð auglýsing

  http://gummijoh.net/2005/08/hr_schneider.php

 3. Sammála. Hann hafði heldur ekkert nýtt til málanna að leggja. Sagði alltaf sömu hlutina, í blöðunum og í Kastljósinu. Held að hann hafi verið á repeat.

 4. “Á maður að þekkj’ann úr einhverjum myndum?” spurði ein í vinnunni í dag. Ég gat ekki varist hlátri. En hey, er fólk búið að gleyma Ron Jeremy? Hver næst? Paulie Shore?

 5. Já, líka kynningin í Kastljósinu: RS, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Deuce Bigalow: Male Gigalo. Það er stórkostlegur afrekalisti þegar það er talið helsta hlutverk leikferilsins.

  Og já, Paulie Shore *hlýtur* að vera næstur. 🙂

 6. Pfff, mér finnst þetta bara fínt. Sé ekkert hvað er verra við að fá Rob Schneider til landsins en að hafa alla hina lúðana hér hvort sem er, allt árið í kring.

  A.m.k. finnst einhverjum gaman að fá hann. Ég er feginn að U2 komi aldrei…þá fyrst verður leiðinlegt.

 7. Myndi nú segja að það sé ágætis frétt að einn af aðalleikurum til fjölda ára og höfundum Saturday night live sé hér á landi. Kannski engin stórfrétt en engu að síður hefur þessi þjóð alveg gott af því að hlæja smá og getur enginn neitað að þessi maður sé ekki fyndinn.

 8. Jú, ég get neitað því að hann sé fyndinn. Kannski finnst öðru fólki Deuce Bigalow og The Animal vera fyndinn, en ég sker mig þá bara útúr fjöldanum.

Comments are closed.