Ég gefst upp

Ok, það er alveg ljóst að það virkar ekkert til að hamla þessu spam rusli. Ég hef hent út 10 kommentum í dag, en akkúrat núna eru komin þrjú komment, sem voru ekki áðan. Þannig að þetta er vonlaust. Þetta verður bara að vera svona þangað til að ég fæ einhverja sniðuga lausn á þessu helvíti. Ég hugga mig við það að sennilega munu þessir SPAM-arar, sem ofmeta áhuga lesenda þessarar síðu á þýsku barnaklámi, allir brenna í helvíti.


Annars mæli ég með [þessari færslu hjá Andrew Sullivan](http://www.andrewsullivan.com/index.php?dish_inc=archives/2005_01_02_dish_archive.html#110507592034498463).

Já og ég mæli líka með Neil Young, hann er snillingur. Fyrir nokkrum árum tók ég kast og keypti mér fulltaf plötum með honum. Núna er ég búinn að vera að renna þessu í gegn. Fyrir mörgum árum hlustaði ég gríðarlega mikið á [Harvest](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B000002KD1/qid=1105300289/sr=8-1/ref=pd_csp_1/103-6728173-3002217?v=glance&s=music&n=507846) og núna um helgina er hún búin að vera í mikilli spilun. Æðisleg plata, sem allir ættu að eiga.


Fyrir okkur Makka nörda þá er [þetta](http://dms.tecknohost.com/macrumors/i/ihome/) spennandi ef að myndirnar reynast ófalsaðar.

**Uppfært**: og hálftíma seinna eru kommentin orðin 10. Ég þarf ekki í fokking megrun og ég þarf ekki að nota viagra. Og mig langar ekki að spila póker á netinu. Af hverju geta þessir fábjánar ekki skilið það og látið síðuna mína í friði? Djöfull fer þetta í taugarnar á mér!

9 thoughts on “Ég gefst upp”

 1. já úff. ég skil þig. mín eru víst farin að róa sig eitthvað en ég held líka að sævar sem á raus.is dæmið hafi sett eitthverja vörn í gang.
  Reyndi að adda þér samt á msn og held að það hafi gengið eitthvað voðalega sérkennilega.

  Ekki nema þú hafir ekki samþykkt mig 😡

  😉

 2. Ég er kominn með þá reglu að hafa bara opið ummælakerfið fyrir þær færslur sem ég skrifaði síðasta mánuðinn eða svo. Ef þú ferð á síðuna mína sérðu að ég hef lokað á ummælin fyrir allar færslur eldri en 9. desember. Þannig fæ ég frið fyrir þessum fíflum og einnig finnst mér auðvelt að stjórna bara einhverjum 20-25 færslum í einu, ekki öllum 300 eða 3,000 færslunum…

 3. Já, ætli ég verði ekki að gera það, allavegana þangað til að ég fæ BlackList til að virka. Þetta eru um 1900 færslur hérna og á LPool blogginu. Hvernig er það, gerirðu þetta manualt eða er einhver auðveld skipun í MT? Ég er of latur til að leita 🙂

 4. Þetta eru bara einhverjar 250 færslur á minni síðu enn sem komið er, þannig að ég gerði það manually. Kann ekki að fjölda-breyta þessu…

 5. Oh.. skil þig svo vel. Ég var að enda við að henda út ca. 1000 kommentum á síðunni okkar, sem voru allar settar inn með mismunandi i.p. addressu. Ég gerði þetta manually, og lokaði líka kommentunum handvirkt. Góð hugmynd að hafa bara síðasta mánuðinn opinn. Ég lokaði bara á öll komment um daginn.
  Firefox bjargaði mér alveg, því að ég gat opnað þrjátíu færslur í einu í mismunandi “tabs” í sama glugganum og eytt kommentunum einu af öðrum í stað þess að þurfa alltaf að bíða eftir því að síðan hlæðist aftur….

 6. Hæ Einar,
  ég samhryggist með Spamið…
  …en það mætti ekki hressa þig við með því að bjóða þér ókeypis typpastækkun eða Viagra? Svo á ég heitustu myndirnar af asískum skólastúlkum!!! Fasteignaverðið að pirra þig? Fáðu þá niðurgreidd lán fyrir ekki neitt!!! Ah! og svo er ég auðvitað með ótrúlegan díl, bara fyrir þig. Sko málið er að ég erfði 200 milljónir króna eftir kvótakónginn afa minn, en Illgjörn ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vill ekki leyfa mér að fá peninginn minn… aaaa… who am I kidding… 😀

  Afsakið smekklaust djókið…

  Annars langaði mig bara að hrósa góðu bloggi og senda kærleiksríkar kveðjur
  Svavar Knútur

Comments are closed.