Einkamál á netinu

Færslan um íslenskar stelpur á föstu hefur fengið fleiri heimsóknir en ég átti von á. Það var linkað á færsluna af batman.is og hafa komið yfir 2200 heimsóknir þaðan. Mér sýnist að Batman sé að aukast í vinsældum, því síðast þegar var vísað á mig þaðan fékk ég “bara” 1600 heimsóknir.

Það þýðir að yfir 2000 manns vita hvaða stelpa mér finnst sæt. Mjög skemmtilegt 🙂 Samt hef ég alls ekki fengið það á tilfinninguna að ég hafi verið að segja eitthvað of mikið. Einn vinur minn spurði mig hvort mér finndist ekki óþægilegt að tala svona opinskátt um þessi mál, en ég svaraði því bara að mér liði bara ágætlega. Ég held að þetta sé ekki athyglisþörf, heldur miklu frekar að ég fæ vissa útrás við það að tala um þessi mál á netinu.

Mér finnst líka gaman að lesa síður, þar sem fólk talar um tilfinningar sínar á (það sem mér finnst vera) heiðarlegan hátt. Þess vegna finnst mér síðan hennar Betu vera frábær. Henni tókst að breyta síðunni sinni úr slúðurdálki í mjög persónulega og skemmtilega síðu. Hún er reyndar miklu óhræddari en ég við að tala opinskátt um háu og lágu punktana. Ég er ekki alveg tilbúinn að tala svo opinskátt um mitt einkalíf. Reyni að fara smá milliveg.

Annars er ég að klára “100 atriði um mig” að hætti Katrínar og Kristínar. Er enn að gera upp við mig hversu mikið maður á að segja. Már orðaði þetta dilemma frábærlega: “Það kann seint góðri lukku að stýra að hafa skjalfestar skoðanir á umdeildum málefnum.”

Ætli það sama eigi ekki við um viðkvæm einkamál 🙂

4 thoughts on “Einkamál á netinu”

  1. ég var búnað skrifa nokkur persónulegri atriði um mig en skipti þeim svo út fyrir minna persónuleg svona þegar ég las yfir í þriðja skipti 😉

  2. Einar, viltu byrja memmjér? Ég er ekki sæt stelpa á föstu, svo með góðri nálgun þá uppfylli ég skilyrði þín fyrir sambandi.

  3. geir..
    ekki stela þrumunni minni! ég spurðann aðessu fyrst og hann var til í það.. reyndar ekkva búnað losa sig við mig núna fyrst ég bý í dk en þúst..
    annars stel ég Sanne þinni hérna í dk;)

  4. já sko. nú er ég búin að lesa 100 atriðalistann og mér finnst hann það skemmtilega persónulegur en samt ekki…

    fékk mig til að byrja á einum of my own 🙂

Comments are closed.