100 atriði um mig

  1. Ég fæddist 17. ágúst 1977, nokkrum klukkutímum eftir að Elvis dó
  2. Fyrstu 20 árin bjó ég í Garðabæ, með smá hléum
  3. Þegar ég var 18 ára bjó ég í Caracas í Venezuela
  4. Þegar ég var 20 ára bjó ég í Mexíkóborg
  5. Þegar ég var 21-25 bjó ég í Chicago
  6. Síðasta árið hef ég búið í Vesturbænum
  7. Ég er yngstur fjögurra systkina.
  8. Eldri bróðir minn og eldri systir mín búa í Garðabæ.
  9. Bróðir minn á 4 börn
  10. Eldri systir mín á 3 börn
  11. Yngri systir mín býr í London
  12. Pabbi minn giftist þegar hann var tvítugur. Ég er 26 ára og á lausu
  13. Ég er hagfræðingur að mennt
  14. … samt langaði mig aldrei til að vinna í banka
  15. Mér gekk alltaf vel í skóla
  16. Ég var efstur í bekknum mínum í Verzló
  17. Ég lærði hagfræði við Northwestern háskóla í Chicago
  18. … það voru frábær ár
  19. Mér fannst gaman að læra
  20. … sérstaklega stærðfræði, hagfræði og bókmenntir
  21. Mig langar að fara í MBA nám
  22. Ég vinn sem markaðsstjóri
  23. … og á auk þess tvo veitingastaði ásamt vini mínum
  24. … ég er mjööög stoltur af Serrano
  25. Mér finnst gaman í vinnunni
  26. Ég er hress á morgnana
  27. Mér finnst kaffi gott
  28. … og bjór líka
  29. … uppáhaldsmaturinn minn er arroz con pollo, sem fósturmamma mín í Venezuela bjó til
  30. … ég drekk alveg fáránlega mikið af vatni
  31. Ég smakkaði fyrst áfengi þegar ég var 18 ára
  32. Skemmtilegustu tónleikar, sem ég hef farið á voru með Molotov í Chicago
  33. Ég á frábæra vini
  34. … og get varla sagt einn slæman hlut um þær stelpur, sem ég hef verið með
  35. … og held líka að þeim þyki mjög vænt um mig enn í dag
  36. Ég kýs Samfylkinguna
  37. … þrátt fyrir að ég fíli ekki fullt af þingmönnum þess flokks og mörg stefnumálin
  38. … ég var einu sinni harður Sjálfstæðismaður
  39. Ég hef grátið nokkrum sinnum á síðustu árum
  40. Einu sinni grét ég næstum því heilan dag útaf stelpu, sem ég var að kveðja
  41. Ég er flughræddur eftir hræðilega flugferð frá Washington til Chicago
  42. … Ég hef aldrei verið jafnhræddur á ævinni einsog í þeirri ferð
  43. … Ég er hræddur við að deyja
  44. Skemmtilegasta djamm ævi minnar var þegar ég hélt uppá 20 ára afmælið mitt í Mexíkó
  45. … Þá leið mér einsog toppnum væri náð
  46. Ég elska að ferðast
  47. Ég elska Chicago, Reykjavík, Buenos Aires, Caracas, Moskvu, Mexíkóborg, New York, Salvador de Bahia og Barcelona
  48. Fallegustu staðir á jörðinni að mínu mati eru saltvötnin í Bólivíu, Iguazu fossar og Machu Picchu
  49. Ég hef aldrei farið út fyrir Evrópu og Ameríku
  50. Síðan ég var 17 ára hef ég búið í 5 ár erlendis.
  51. Ég hef ferðast til 30 landa
  52. Ég tala spænsku, íslensku og ensku
  53. Ég nota Apple og Windows fer í taugarnar á mér
  54. Fallegustu stelpur í heimi búa í Reykjavík, Moskvu og Caracas
  55. Fallegasta leikkona fyrr og síðar er Audrey Hepburn
  56. … ég varð ástfanginn af henni eftir að ég sá Breakfast at Tiffany’s
  57. Uppáhaldsbíómyndin mín er Citizen Kane
  58. … ég fór einn í bíó að sjá hana
  59. … ég hef farið nokkrum sinnum einn í bíó
  60. … Ég hef ekki horft á neina mynd oftar en Ferris Bueller’s Day Off
  61. Ég elska The Simpsons
  62. Ég elska Haribo mix
  63. Ég kann ekki að smíða
  64. Ég hef tvisvar verið laminn. Einu sinni í partíi í Hafnarfirði (stórhættulegur bær!) og svo af lögreglustjóra í St. Pétursborg
  65. … í hvorugt skiptið svaraði ég fyrir mig
  66. … enda er ég mjög friðsamur maður og hef nokkrum sinnum haldið vinum mínum frá slagsmálum
  67. Ég er íþróttasjúklingur
  68. … samt var ég aldrei neitt ofboðslega góður í íþróttum
  69. … ég æfði fótbolta með Stjörnunni þangað til að ég var 16 ára gamall og handbolta með Stjörnunni og seinna KR þangað til að ég varð 19 ára gamall
  70. … mér fannst skemmtilegra í KR en Stjörnunni
  71. … ég varð Íslandsmeistari í fótbolta með Stjörnunni og bikarmeistari í handbolta með KR
  72. … ég spilaði hægri kant í fótbolta og vinstra horn í handbolta
  73. Ég elska Liverpool
  74. … gengi Liverpool hefur áhrif á skap mitt
  75. Mér er illa við Manchester United
  76. … sérstaklega Roy Keane & Eric Cantona
  77. Ég held með hollenska landsliðinu á stórmótum
  78. Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn í dag er Michael Owen.
  79. Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn fyrr og síðar er Ruud Gullit
  80. Ég elska baseball og Chicago Cubs
  81. … Uppáhalds baseball leikmaðurinn minn er Mark Prior
  82. Ég hef prófað “one night stand”
  83. … og langar ekki að prófa það aftur
  84. Ég hef verið í sambandi með 5 stelpum
  85. Ég hef verið ástfanginn þrisvar sinnum
  86. Ég hef verið með stelpum frá þremur löndum: Mexíkó, Bandaríkjunum og Íslandi
  87. Ég hef verið í sambúð einu sinni
  88. … í minnstu íbúð í heimi
  89. … þrátt fyrir það rifumst við aldrei
  90. Ég hef tvisvar sinnum reynt alveg fáránlega mikið við stelpur án þess að þæir hafi haft áhuga. Í fyrra skiptið var ég 18 ára, í seinna skiptið 20 ára.
  91. Mér finnst æðislega gaman að djamma
  92. Ég hef borðað á McDonald’s í öllum löndum Suður-Ameríku
  93. Ég held dagbók
  94. Ég hugsa sennilega of mikið um stelpur
  95. Ég er nær alltaf í góðu skapi
  96. Ég hata ekki neinn
  97. … Ég þoli ekki letingja
  98. Mig langar að ferðast til Thailands
  99. Það er ekki til neitt, sem heitir “fashionably late”. Þú mættir bara of seint. Punktur!
  100. Mér leiðist að sofa einn

13 thoughts on “100 atriði um mig”

  1. Ok, það er hægt að súmmera ca. 20 atriði á þessum lista niður í “ég er á þörfinni”, þannig að þú átt 19 atriði eftir… :laugh:

    </djók>

    Skemmtileg lesning. Takk!

  2. Hvaða vitleysa. Mér finnst bara atriði númer 100 passa við það 🙂

    Ég myndi alveg hugsa um stelpur, þrátt fyrir að ég væri á föstu. 🙂

  3. Töff listi! gaman að lesa hann 🙂

    segi bara tvennt..
    1. Thailand er æðislegt land til að ferðast til.. ferðaðist þangað í vor og langar rosalega aftur, þá helst í bakpokaferð og taka sér góðan tíma að skoða allt! Ég elska að ferðast..

    2. Síðasta atriðið finnst mér mjög einlægt og sætt… get alveg sagt þér það…
    Það leiðist fleirum að sofa einum :confused:

    Takk fyrir frábæran lista 🙂
    alltaf jafn gaman að lesa síðuna þína…

  4. hvað meinaru ágúst, hver býr til (sbr. we dont make) konur? Áttu við að karlar búi til konur en ekki þær sjálfar?

  5. Takk takk!

    Ég sé samt ekki þetta “mig langar í kærustu” element í þessum lista. 🙂 Ekki það að mig langi ekki í kærustu, en ég sá það ekki í listanum. Kannski er þetta orðið svo slæmt að þetta er komið oní undirmeðvitundina og ég er hættur að átta mig á því hvenær ég er að tala of mikið um stelpur.

    Annars toppaði Beta allt með sínum 100 lista. Hann er algert æði!! Húrra fyrir Betu! 🙂

    Og ætli Ágúst hafi ekki bara verið að vísa til æðri máttarvalda 🙂 Það kemst samt engin leikkona í dag með tærnar, þar sem Audrey hafði hælana.

  6. Hej

    Katrínu leiðist líka að sofa ein, ég sé samhengi.

    Villtu símann hennar í Danmörku?

    hilsen
    .daði

Comments are closed.