Elvis og skotárásir í Írak

Hérna á [þessari síðu](http://www.crooksandliars.com/2005/11/27.html#a6076) er hægt að skoða [þetta myndband](http://movies.crooksandliars.com/Aegis-PSD.mov) þar sem sýnt er hvar bandarískir öryggisverðir frá einkareknu öryggisfyrirtæki skjóta á almenna borgara að því er virðist þeim til skemmtunar.

Til að gera þetta enn súrealískara er þetta allt gert undir tónlist Elvis Presley. Sjá [frétt um þetta í Sunday Telegraph](http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2005/11/27/wirq27.xml&sSheet=/news/2005/11/27/ixworld.html). Málaliðar á vegum Bandaríkjamanna hafa áður valdið ólgu í Írak, en hegðun þeirr var upphafið af uppreisninni í Fallujah.

Já, og forsætisráðherra Íraks segir að mannréttindabrot séu núna [alveg jafn slæm](http://observer.guardian.co.uk/international/story/0,6903,1651789,00.html) og þau voru í Írak undir stjórn Saddam Hussein. Hvað ætli Halldór og Davíð segi við því?


Einnig mæli ég [með þessari grein](http://www.latimes.com/news/nationworld/world/la-fg-colonel27nov27,0,6096413,full.story):

>In e-mails to his family, Westhusing seemed especially upset by one conclusion he had reached: that traditional military values such as duty, honor and country had been replaced by profit motives in Iraq, where the U.S. had come to rely heavily on contractors for jobs once done by the military.

Westhusing, virtur yfirmaður í bandaríska hefnum fannst látinn fyrr á árinu. Í vagninum hans fannst miði með þessari spurningu:

> How is honor possible in a war like the one in Iraq?

7 thoughts on “Elvis og skotárásir í Írak”

 1. Humm… hann er nú reyndar fyrrverandi forsætisráðherra og hann er að fara í kosningar núna í desember… væntanlega mun áróðursvélin vestra reyna að gera lítið úr honum á þeim grundvelli…

  en það dregur þó lítið úr því að þetta eru náttúrulega grafalvarlegar ásakanir… þetta Írak stríð er bara svo mikil steypa að það hálfa væri miklu meira en nóg…

  Strumpakveðjur 🙁

 2. Úff.

  Fyrst þegar ég horfði á vídjóið fann ég fyrir köldum svita og ég var í algjöru sjokki, fannst þetta ólýsanlega hræðilegt og einhvernveginn akkúrat það sem ég bjóst við að myndi gerast.

  Svo ákvað ég að horfa á vídjóið aftur. Ég pældi í því hvort einhver hefði í rauninni dáið, en sá hvergi neinn “deyja”, aðeins að skotið væri á bíla sem keyrðu síðan útaf eða hægðu á sér.

  Svo las ég hluta af þessum 912 ummælum sem færslan fékk, og sá þar ummæli frá Seixon, sem var sá fyrsti (og eini, sýnist mér) sem fann fyrir pínulitlum efasemdum um hvað vídjóið væri í raun að sýna.

  Og svo fann ég bloggið hans, og þar útskýrir hann mál sitt betur.

  Ég er fullkomlega sammála honum, og hann mér, í að þegar maður skoðar hluti með fyrirfram-ákveðnar hugmyndir þá sér maður hlutina ekki í réttu ljósi.

  Og jesús, ég hata stríðið og finnst þetta ólýsanlega viðbjóðslegt (sjá fyrstu línurnar í blaðrinu mínu hér), bara svo það komi rækilega fram.

 3. Athyglisverðar pælingar Halli, en hann gefur sér hins vegar þær forsendur að bíllinn sé merktur.

  Í öðru lagi, gefur það þeim einhver réttindi til að skjóta á fólk? Þetta er einka öryggisfyrirtæki. Ef ég myndi setja skilti á bílinn minn, væri það nóg til að réttlæta þetta?

  Ég er svo sem alveg sammála innganginum hjá honum – og veit að fullt af fólki leitar að hverri ástæðunni til að geta gagnrýnt Bandaríkin, en ég er hins vegar ekki einn af þeim.

 4. Nei jesús, að þeir haldi að einhver merking í heiminum gefi þeim þessi réttindi er auðvitað ólýsanlega fáránlega hræðilegt.

  En þó ég hefði getað tekið það fram, þá fannst mér það kannski ekki aðal umræðuefnið hér, heldur myndbandið sjálft, og spurningin hvort þeir væru að skjóta á bíla í gamni eður ei.

  Þú skilur, ég varð svo ofsalega feginn þegar ég fann þessa agnarsmáu vonarglætu tindrandi inní mér um að kannski væru einhverjar ástæður – sama hverjar – fyrir því að þeir væru að drita á þennan hátt á saklausa borgara, og ég vonaði innilega að hún meikaði eitthvað smá sens. Útskýring/pælingar gaursins gera það nógu mikið til að róa mig pínulítið.

  En ekki mikið samt.

 5. Þetta myndband og inngangurinn sem fylgir því er kannski grundvöllurinn í allri gagnrýni á fréttaflutning af stríðinu. Maður trúir því sem manni er sagt.

 6. Jamm, góðir punktar, Halli. Ég skildi reyndar alveg útgangspunktinn hjá þér og var ekkert á því að þú værir að leggja blessun þína yfir þetta.

  En auðvitað er það þannig að afskaplega fáir geta lesið fréttir frá Írak án þess að hafa fyrirfram myndaðar skoðanir um málin.

Comments are closed.