Eminem & Limp Bizkit

Tónleikarnir í gær voru alger snilld. Ég veit að maður segir þetta eftir marga tónleika, en þessir voru ótrúlegir. Ég vissi það ekki fyrirfram en hljómsveitin Papa Roach var fyrsta sveitin á svið. Þeir eru rosalegir. Ég hafði aðeins heyrt eitt lag með þeim en ég fílaði þá í botn. Þeir minna mig einna helst á Rage Against the Machine, þvílíkur var krafturinn.

Eftir þá kom Eminem, sem var sístur af öllum á tónleikunum. Hann var þó alls ekki slæmur, en hann fölnaði þó í samanburði við Papa Roach og Limp Bizkit. Hann fær þó prik fyrir að spila ekkert af gömlu lögunum, hann tók ekki einu sinni My name is. Einna verst við hann var að hann var með fullt af einhverjum aðstoðarmönnum, sem voru einfaldlega ekki nærri eins góðir rapparar og hann er. En Eminem var samt góður.

Eftir að Eminem steig af sviði fór maður allt í einu að taka eftir að svona 70% af öllum strákum í höllinni voru með rauðar derhúfur, til heiðurs meistara Fred Durst. Ég veit að það er voðalega flott að dissa Fred Durst, en maðurinn er einfaldlega snillingur. Limp Bizkit voru rosalegir. Þeir byrjuðu á My Generation og tóku svo öll bestu lögin, einsog Break Stuff, Rollin’ og enduðu svo auðvitað á Nookie. Durst var meiriháttar. Hann er frábær á sviði og stemningin var rosaleg

9 thoughts on “Eminem & Limp Bizkit”

  1. Mér finnst Eminem alveg geggjaður, hann er uppáhalds rapparinn minn :laugh: Limp Bizkid hmmmmmmmm alveg ágætur ekki alveg í fremstu röð hjá mér en ágætr. Það er ömulegt að hann skuli byrja með Brintey Spes eða hvernig sem maður skrifar það hún er ömurleg 😡 (ef þú vissir það ekki er það búiða að vera í 70 mínótum undanförnu vikurnar Popp tíví alla virkadaga kl 10 búið eitthvað yfir 11 ógeðslega fyndin og skemmtilegur þáttur) :laugh:

  2. Uppáhalds hljómsveitirnar mínar eru ,Eminem,Britney Spears,Atomic Kitten,Rotwæler hundar,Írafár,líkoling park,Scooter,Tato,(8 mile),Rímur og Rapp,Svona var sumarið 2001,Popp Frelsi. Og svo fleira Mamma er á móti öllum popp og rapp hljómsveitum á hnettinum en pabbi minn hlustar stanslaust á Rotwæler hunda og Eminem líklegast uppáhaldhljómsveitirnar hans.

  3. Mér finnst þú ekkert hafa réttá að tala svona um Eminem, enda er hann algjör snillingur :confused:

  4. Hæ bara að segja þetta er svolítið ömurleg síða nefnilega ég var að spá sko ef enginn hefur fattað þá hafa 5 krakkar skrifað hérna mér finnst það svolítið…….já STEIKT!!

    Alla vega ég vona að allir sem skrifi hér eigi eftir að lifa góðu lífi og hver veit kannski giftist ég einhverjum strák sem hefur skrifað hér :laugh:

  5. Eminem er bestur ég veit ég á öll lögin með honum og diskana alla ég er með fullt af plöggötum af eminem uppi á vegg.

Comments are closed.