Endalok Siðmenningar?

extrememakeover.jpgVá, ég hélt að það hefði einhverju hámarki verið náð með þessum Who wants to be a Playboy Playmate þætti, sem var sýndur á Skjá Einum fyrir einhverjum vikum.

Ég rakst hins vegar á þennan þátt: Extreme Makeover, sem er sýndur á ABC í Bandaríkjunum. Hann byggist á því að þáttakendur eru sendir í fjölda lýtaaðgerða til að bæta útlit sitt. Hrein snilld!!!

Hér má sjá fullt af “Fyrir og Eftir myndum” Þar var meðal annars þessi John, sem fór í andlitslyftingu, augnlyftingu, lét sprauta fitu í kinnarnar og fékk hvítari tennur. Vá, hvað ég þarf að sjá þennan þátt! 🙂

2 thoughts on “Endalok Siðmenningar?”

Comments are closed.