Enska

Ég sá athyglisverða frétt á Stöð 2 í síðustu viku. Þar var rekstrarstjóri McDonald’s að kvarta yfir því að erfitt væri að fá starfsfólk til vinnu. Þeir þyrftu því að grípa til þess ráðs að ráða enskumælandi starfsfólk á vissar vaktir. Oft væri ástandið meira að segja svo slæmt að aðeins einn íslenskumælandi starfsmaður er á vakt.

Mér finnst það þónokkuð athyglisvert að þeir geti ráðið útlendinga, sem tala ensku á staðinn. Þetta er nokkuð, sem þeim hjá McDonald’s í Bandaríkjunum gengur erfiðlega með. Ég bý á veturna í Chicago, þar sem höfuðstöðvar McDonald’s eru, og ég held að ég hafi aldrei farið á McDonald’s, þar sem ég heyri ensku talaða í eldhúsinu. Á nær öllum stöðum er töluð spænska og eiga starfsmennirnir oft mjög erfitt að skilja það þegar ég bið um lítið majones á Big Extra hamborgarann minn. Kannski ættum við að byrja að flytja út enskumælandi McDonald’s starfsmenn?