ESB hringavitleysa

Stundum fallast mér hreinlega hendur þegar að kemur að málefnum tengdum ESB á Íslandi.

Síðan ég man eftir mér hefur vart mátt tala um ESB umsókn. Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar hafi viljað sækja um aðild, þá hafa stjórnmálaflokkarnir ekki geta klárað þetta mál og aldrei komið til greina að hlusta á almenning. Núna þegar allt er hrunið og við kjósum til þings og flokkar, sem vilja ESB aðild, ná meirihluta á þingi, þá virðist lausn andstæðinga aðildar vera sú að halda tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Til að tefja það enn frekar.

Bjarni Benediktsson hlýtur að fara að setja eitthvað met í fjölda skoðanna á ESB aðild. Hann vildi sækja um aðild í [desember](http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item241823/), svo vildi hann ekki sækja um aðild eftir landsfund og fyrir kosningar, en núna vill hann halda tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hver ætli skoðun hans verði á morgun? Það verður spennandi að sjá.

Þvílík vitleysa.

8 thoughts on “ESB hringavitleysa”

 1. flokkar sem vilja esb?

  “Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.”

  þetta stóð á vg.is fyrir kosningar..

 2. (og stendur reyndar ennþá)

  ertu alveg viss um að fólkið sem kaus vg hafi ekki gert það m.a. vegna þess að þetta stendur í stefnuskránni þeirra?

 3. Ég var ekki að tala um VG.

  Framsókn, Borgarhreyfingin og Samfylking voru öll með ESB aðild á sinni stefnuskrá og þeir hafa meirihluta á þingi.

  Fólk í Samfylkingunni hefði aldrei samþykkt þessa ríkisstjórn nema að vegna þess að það átti að gera aðildarumsókn að ESB að einu aðalmálinu.

 4. Eru Borgarahreyfingin og Framsókn að tala fyrir tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu? Hef ekki fylgst með umræðunum nema í fréttum en hef ekki séð neinn Framsóknarmenn eða þingmenn Borgarahreyfingarinnar kvitta uppá tillögur íhaldsins þar, þó Gunnar Bragi sé greinilega hallur undir þetta. Í minnihlutaáliti Framsóknar í utanríkismálanefnd (http://www.althingi.is/altext/137/s/0255.html) er sérstaklega tiltekið að flokkurinn telji ekki nauðsynlegt að fara í tvöfalda atkvæðagreiðslu.

  Er sjálfur ESB-sinni í Framsókn þannig að mér stendur hreint ekki á sama ef þingmenn hans ætla að hlaupast undan merkjum og fara tafa-leiðina, skjóttu því endilega á mig link ef þú rekst á annað en slúður íhaldsmanna um það.

 5. samfylkingin er eins og sértrúarsöfnuður í ESB málinu, halda að með því að ganga í ESB þá séu öll okkar vandamál úr sögunni og líka gaman að sjá hvað ESB hefur stutt okkur vel í ICESAVE deilunni en þar kemur glöggt fram hvað reglur ESB eru gallaðar en við eigum að taka allann skellinn á okkur til að komast fyrr í ESB. er ICESAVE gjaldið sem við þurfum að borga til að komast inn í ESB ef svo er þá segi ég NEI TAKK!

  annað sem ég tók af netinu.

  „En að halda því fram að nú eigi að hækka skatta, kannski á næstu mánuðum eða svo, er fjarstæða. Það er fjarstæða að halda því fram.

  Vel má vera að í áætlununum sem við þurfum að gera til næstu fjögurra ára þurfi kannski að fara bæði í niðurskurð og skattahækkanir.“

  Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra svarar fyrirspurn á Alþingi 9. febrúar 2009 um hvort ríkisstjórnin hyggist hækka skatta

 6. Karl Hr. – nei, ég er nú ekki svo vel inní þessu – hef bara eitthvað lesið á bloggi um afstöðu Sjálfstæðismanna. Hef bara einhverja slæma tilfinningu fyrir því að Framsóknarmenn (aðrir en Siv og Guðmundur) reyni að fella þetta til að slá einhverjar pólitískar keilur.

  Ég verð afskaplega glaður ef ég hef rangt fyrir mér.

 7. …við erum ekki færri en 5 skráðir félagar í VG í minni fjölskyldu …sem förum væntanlega öll í vikunni og skráum okkur úr flokknum ef VG menn verða til þess að ESB frumvarp ríkisstjórnar verður fellt

  VG stendur fyrir margt fleira en “andstöðu við ESB”
  M.a. stendur VG fyrir að fórna ekki náttúru Íslands á altari nýfrjálshyggju, hálfvitaskapar og einkavinahagsmuna

  Nú hefur Sjálfstæðismönnum og Framsókn tekist ætlunarverk sitt til lengri tíma, að skuldsetja Landsvirkjun þannig að hún á sér vart viðreisnar von …þannig að auðveldara verði að selja hana ódýrt til einkavina og vandamanna

  Þetta eitt og sér ætti eiginlega að duga hverjum hugsandi Íslending til að kjósa Steingrím, eina manninn á þingi sem ekki mun fórna Landsvirkjun

  Á hinn bóginn þá er þessi 18 aldar ESB andúð VG (og stjórnarandstöðunnar líka) alveg mögnuð. Efni í sögubækur. Ætli það verði rifjað upp eftir 10 ár, þegar Ísland er búið að vera í ESB í mörg ár, hvaða þingmenn atkvæði gegn því að fara í þessar viðræður?

Comments are closed.