F & D (uppfært)

Kæru Sjálfstæðismenn,

Til hamingju með að hafa náð næst lélegasta árangrinum í Reykjavík í sögu flokksins, en ná samt að túlka það sem stórsigur. Til hamingju með að eyða hálfri sigurræðunni á RÚV í að tala niður til Samfylkingarinnar og með að oddvitinn ykkar hafi beðið sérstaklega um orðið, þegar umræðunni var lokið, til að koma einu barnalegu kommenti í viðbót að. Ef að Sjálfstæðismenn telja sig sigurvegara, þá kunna þeir ekki að taka sigri vel.

Má ég bara biðja ykkur um eitt: Plís, í Guðanna bænum ekki [mynda](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060528/FRETTIR01/60528048) meirihluta með Frjálslyndum. Fyrir mér megiði ráða næstu fjögur árin, en takið frekar framsókn eða vinstri græna með ykkur.

Þetta var fyrri hluti skiptanna. Á móti munum við vinna næstu Alþingiskosningar.

Annars eru fulltrúarnir svona fyrir og eftir kosningar:

Framsókn: 2 => 1
Vinstri Grænir: 2 => 2
Sjálfstæðisflokkur: 6 => 7
Frjálslyndir: 1 => 1
Samfylking: 4 => 4

Það er erfitt að sjá hver var sigurvegari í þessum kosningum. Held í raun að innst inni séu allir fúlir. En það er alveg ljóst að minn flokkur þarf alvarlega að skoða sín mál. Ég skil ekki alveg hvers vegna honum tekst ekki að höfða til kjósenda í þessum kosningum. Ég held t.d. að fylgi Frjálslynda sé ekki fengið frá Sjálfstæðismönnum, heldur frekar frá VG og Samfylkingunni. Þá er spurning hvernig hægt sé að höfða til þessa fólks.

Kannski að sigurvegari kosninganna sé helst Sturla Böðvarsson. Núna hefur hans eigin flokkur ástæðu til að svíkja kosningaloforðin og halda þessum flugvelli hérna næstu 100 árin. Það er allavegana ljóst að hann fer ekkert meðan F&D stjórna. Það er ósigur fyrir okkur, sem dreymir um að Reykjavík verði eitthvað meira en eintóm úthverfi.

18 thoughts on “F & D (uppfært)”

 1. Ekki svona sár… sama hvað því líður hvernig þessi prósenta stendur hliðina á fyrri kosningum að þá eru sjö menn staðreynd og öll tromp á hendi Sjálfstæðismanna.

  Hvað gerist svo í alþingiskosningum er annað mál. Það verður spennandi.

  Ég er bara aðallega feginn að þessu sé lokið núna. Var komin með uppí kok af kosningum.

 2. Langaði bara að spyrja þig álits á tveimur málum sem upp eru komin núna…
  Eyþór Arnalds hefur ákveðið að taka aftur við oddvitahlutverkinu…
  og
  Sjálfstæðismenn fóru inn á Hrafnistu í Reykjavík og tóku þaðan Alsheimer sjúkling til að kjósa, án þess að hann væri með skilríki eða á nokkurn hátt tengdur þeim… mættu bara tveir og keyrðu hann niður á kjörstað……
  Eru Sjálfstæðismenn algjörlega siðblindir???
  :confused:

 3. Veit ekki hvort þessu sé beint að mér Árni eða til Einars en það breytir því ekki að ég ætla að svara.

  Sé ekkert að því að Eyþór Arnalds myndi taka við oddvitahlutverkinu. Eftir þetta leiðindamál hans ákvað hann að draga sig úr sviðsljósinu í kosningabaráttunni en eftir kosningar myndi hann stíga aftur fram ef allt gengi upp, sem það gerði. Hann mun þó ekki hefja störf í bæjarstjórn fyrr en að hafa tekið út þá refsingu sem að hann gæti fengið. D listi fékk 40% í Árborg sem er besta kosning frá upphafi. Finnst það bara fullorðinsleg og ábyrg ákvörðun hjá Eyþóri. Það væri fáránlegt ef að hann bara hætti þessu og gæfist upp.

  Ég hef ekkert heyrt um þetta Hrafnistu mál. Er þetta kjaftasaga eða eru einhverjar fréttir sem þú getur sett hér inn tengla um sem sýna fram á að þetta hafi gerst?

 4. Það var fjallað um þetta í kveldfréttum NFS, sjá frétt númer 3 (numinn á brott til að kjósa)…
  En þar sem ég þekki til fjölskyldu þess sem varð fyrir þessu þá veit ég að þetta eru ekki kjaftasögur… því miður……

 5. Bíddu, var ekki búið að festa þennan flugvöll í Vatnsmýrinni til 2016 á aðalskipulagi, samþykktu af ISG? Ég sé ekki betur en að nýtt aðalskipulag verði gert á þarnæsta kjörtímabili (ekki þessu) og því breytist fátt við samstarf D og F.

  Byggð í Vatnsmýrinni er eitthvað sem mér finnst hljóma full oft í fjölmiðlum…
  Í fyrsta lagi: þetta er mýri! Það er dýrt að grunda húsbyggingar þarna, endalausar fyllingar og ef lóðaverð er 12 Mkr má bæta við amk. 2-3 Mkr til viðbótar við venjulega grunna bara við það að komast upp úr jörðinni. Vandamál tengd því að reisa hús á mýri eru þekkt, t.d. í Gbæ.
  Í annan stað: Endurnýjun vatns í (drullupollinum) Tjörninni fer að miklu leyti fram í gegnum Vatnsmýrina. Sé hún þurrkuð upp og byggð þétt þar er mögulegt að það hafi áhrif á Tjörnina á þann veg að heppilegast gæti verið að þurrka hana upp (langtímasjónarmið). Þá væri að vísu hægt að byggja þar líka, ef út í það er farið.

  Bæjarmörk Reykjanesbæjar, Voga og Hafnarfjarðar munu á næstu árum nálgast mjög hratt. Í einhverjum skilningi er ekki ólíklegt að Stór-Reykjavíkursvæðið verði frá Kjalarnesi og alveg suður með sjó. Þá er ekki fjarstæðukennt að hafa bara einn flugvöll fyrir allt svæðið og líklegast er að alþjóðaflugvöllur verði fyrir valinu þar.

  Í mínum huga eru þessar flugvallarumræður &-áhyggjur ekki tímabærar. Amk. ekki fyrr en á næsta kjörtímabili.

 6. >Bæjarmörk Reykjanesbæjar, Voga og Hafnarfjarðar munu á næstu árum nálgast mjög hratt. Í einhverjum skilningi er ekki ólíklegt að Stór-Reykjavíkursvæðið verði frá Kjalarnesi og alveg suður með sjó.

  Það verður nú aldeilis heillandi borg.

 7. Varðandi skipulagsmálin þá verða R-listaflokkarnir að axla ábyrgð í þeim efnum og við að refsa þeim í kjörklefanum.

 8. Maður varð hreinlega illur á því að lesa sum ummælin hérna á síðunni 🙂

  Ég get alveg skilið það að þeir sem eru barnlausir, geti hugsað sér að búa í miðborg Reykjavíkur. En ekki get ég hugsað mér að ala upp mín börn þar í grenndinni. Því er ég afar ánægður með það að eiga kost á því að búa í þessum svokölluðu úthverfum. Mér finnst jafnframt óþolandi þessi stefna sem Samfylkingin hefur haft að bjóða eingöngu þessum ríku verktökum það að geta keypt sér lóðir í Reykjavík, og selja svo eignir á uppsprengdu verði. Hverjum er verið að refsa með því? Jú, okkur sem viljum ala okkar börn upp í barnvænu umhverfi þar sem erill miðborgarinnar er hvergi nærri. Endalaust blaður um þéttingu byggðar er fyrst og fremst í nösunum á einhverjum menningarsnobburum í miðbænum.

  Og hvað er menning? Er það að sitja á kaffihúsum í miðbænum og skreppa á einhver listasöfn? Ég er orðinn hundþreyttur á því að það sé verið að ákveða fyrir mig hvað eigi að teljast menning. Það fer nú víst nægur peningur af þessum sköttum í að borga einhverjum “listamönnum” fyrir það eitt að vera skrítnir. Nei takk.

  Ég vil geta stundað mína vinnu, komist í hana og úr með góðum hætti og helst í leiðinni að vera sem lengst frá miðborginni. Ég vil að börnin mín alist upp í hverfi þar sem þau geta leikið sér að vild og fjarri öllu því sem miðbærinn býður uppá. Ég vil geta fengið lóð þar sem ég get komið mér upp framtíðarhúsnæði fyrir mína fjölskyldu. Það hefur ekki verið hægt undir stjórn R-listans.

  Mér gæti ekki verið meira sama um það hvort verði byggt í Vatnsmýrinni eða ekki. Það þarf að vera flugvöllur í Reykjavík, svo mikið er víst. Ef fundinn er betri staður fyrir hann, þá bara gott mál, en ef ekki þá er fínt að hafa hann þar sem hann er.

 9. SSteinn, þú vilt beisiklí búa í Kópavogi!

  Hafnafjörður, Garðabær og Mosfellsbær falla líka undir nákvæmlega þessar óskir þínar.

  Af hverju megum við, sem viljum sjá þétta og spennandi borg ekki fá þá ósk uppfyllta? Hverju breytir það fyrir þig? Það er NÓG af úthverfum fyrir fólk, sem vill þá hluti, sem þú vilt.

 10. Má ég einnig bæta því við að ég bý í Vesturbæ Reykjavíkur. Ég leyfi mér að fullyrða að barnavænna hverfi er ekki til á þessu landi. Ef ég ætti barn, þá gæti það á innan við 10 mínútum labbað í leikskóla, barnaskóla, framhalds- og háskóla. Það gæti labbað í sund, í allar íþróttir og svo framvegis.

  Ef að ég ætti barn í þessum yndislegu úthverfum, þá þyrfti ég líklega að skutla því á bíl í flest af þessu, sem er í göngufæri í Vesturbænum.

  Áfram KR

 11. :biggrin: Það vill svo skemmtilega til að þar sem ég bý, þá er c.a. 1 mín gangur í leikskóla og grunnskóla og c.a. 3 mín gangur í framhaldsskóla. Þegar kemur að háskóla, þá eru börnin nú orðin aðeins stálpaðri og hef ég nú ekki stórar áhyggjur af því máli. Hvað varðar sund og íþróttamál, þá gæti ég trúað að það væri c.a. 8-10 mín. labb. Efast um að það sé meira labb í öðrum úthverfum í þessa þjónustu.

  Mér finnst gott að búa í Reykjavík, eins og þúsundum annarra. Mín vegna mega menn gera hvað þeir vilja í miðbænum, en það má engu að síður ekki horfa framhjá þeim gríðarlega fjölda sem kýs að búa í úthverfum borgarinnar. Sá meirihluti er reyndar ekki jafn hávær og menningarspírurnar, en til engu að síður. Þið teljið þétta borg meira spennandi, ég er bara einfaldlega á öndverðum meiði þar. Þið megið eiga miðbæinn fyrir mér og byggja hann eins þétt og þið viljið. Ég vil bara ekki að hinu verði gleymt og ég vil líka að þessi aðeinsríkirverktakar stefna Samfylkingar við lóðaúthlutanir verði lögð af. Sé ekki einn punkt í því sem meikar sens. Einfalt mál, KLÚÐUR og good riddance.

 12. Má ég spyrja einsog álfur: Hvað vilt þú sjá í borg, fyrir utan skóla og sundlaugar? Hvað er spennandi að þínu mati?

  Og varðandi labbið, þá leyfi ég mér að efast um að þetta sé svona stutt í öllum hverfum. Hvað þá annars xD að pönkast yfir öllu þessu skutli, ef þetta er allt svona nálægt í úthverfunum?

 13. Ég gef ekki fólki pening til að kaupa hús þannig að ég skil ekki hvers vegna ég á að gefa fólki pening til að kaupa/fá lóð.
  Er alveg til í að auka lóðaframboð en það er óskylt því að mér finnst ég eiga heimtingu á að lóðum í eigu minni sem Reykvíkings sé úthlutað á markaðsvirði.

 14. Vertu ekki með þetta bölvaða bull Björn. Það er eitt að bjóða út svona lagað fyrir almenning sem virkilega ætlar að byggja og búa í húsunum, en annað að púkka undir verktaka sem smyrja og féflétta almenning á þessu og eru þeir einu sem hafa efni á þessari hringavitleysu.

  Af hverju þá ekki að setja vegatolla á öll helstu umferðarmannvirki borgarinnar? Af hverju ekki að rukka fyrir aðgang að tjörninni? 100 kall fyrir hverja ferð í gegnum hringtorg. Þú hlýtur að fallast á það. Við förum varla að útvega fólki hringtorg á umferðaræð sem maður notar sjálfur ekki nema einu sinni í mánuði?

  Það er ekki verið að gefa neina peninga, og hvað þá að vera að gefa fólki pening til að kaupa lóð. Heimskulegri rök hef ég vart séð á prenti lengi. Reykjavík þjónustar þegna sína margvíslega, og eitt af því er að gefa mönnum tækifæri á að búa í borginni, hvort sem menn vilja hola sér í miðbæinn eða í úthverfin. Það er í fína lagi að borga eðlilegan kostnað fyrir lóðir, gatnagerðargjöld og annað eins og tíðkast hefur alla tíð. Það er annað að féflétta þá sem hafa áhuga á að koma sér upp húsnæði sjálfir.

  Kannski að koma aftur að þessu menningarsnobb dæmi? Finnst þér í lagi að henda fúlgum í sérvitra “listamenn” vegna “menningar”? Borgin gæti boðið allt upp á markaðsverði, ekki bara lóðir, og skorið niður allan aukakostnað. Værum við öll sátt þá?

 15. Ég hef gaman að því að labba hérna eftir strandlengjunni, fara með börnin niður í húsdýragarð, skella mér á leik á Players 😉 og margt annað. Það að rölta um miðbæinn, liggja inni á einhverju kaffihúsi eða fara á eitthvað listasafn fellur ekki inn í þá kategoríu að mér finnist það spennandi.

  Varðandi skutlið, þá veit ég ekki hvernig þetta er í öllum hverfum. Þú tókst þitt hverfi sem dæmi og ég mitt, simple as that 🙂

 16. Ég er ekki alveg að skilja hvað var að því sem Björn Friðgeir sagði:

  Er alveg til í að auka lóðaframboð en það er óskylt því að mér finnst ég eiga heimtingu á að lóðum í eigu minni sem Reykvíkings sé úthlutað á markaðsvirði.

  Staðreyndin ER sú, og er líka að gerast í Árborg um þessar mundir, að ekki er hægt að setja kvaðir á að fólki byggi upp húsin sín og búi á lóðunum í ákveðinn tíma sem gerir það að verkum að margir sóttu/sækja um lóðir þar sem markaðsvirði var/er hærra en úthlutunarvirði þeirra til þess eins að selja þær. Líkurnar á að þú fengir lóð í gamla kerfinu var eins og að vinna í Lottó, þar spilar enginn til að vinna, og á endanum þurftir þú að borga sama verð fyrir lóðina nema ef þú varst gríðarlega heppinn.

  Er þá ekki betra SStein að þessi umfram peningur renni til borgarinnar til að byggja betri úthverfi fyrir börnin þín og hún setji upp sanngjarnari stefnu í þessum málum en að láta heppna einstaklinga njóta vafans?

 17. Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju ekki er hægt að setja kvaðir á fólk með að það búi í sínum húsum í x tíma ef það fær úthlutað lóð.

  Ég er nú ekki lögfróður maður, en er það eitthvað lagalegs eðlis?

  Hjá Birni var ég fyrst og fremst að gagnrýna það þar sem hann kemur með þessa aulalegu líkingu með að gefa manni pening til að fá lóð.

  Þetta með Lottó-ið er bara engan veginn rétt hjá þér. Í síðasta útboði Reykjavíkurborgar, þá hefðu flestir fengið úthlutað lóð ef verktakar hefðu verið fjarlægðir út. Svo ég tali nú ekki um að ef settar yrðu á kvaðir með að menn þyrftu að búa í húsunum í 2 ár eða svo.

 18. Held að Daði skilji mig alveg, en SSteinn misskilji aðeins. Ég kalla það að gefa fólki pening ef lóð er úthlutað til einhvers undir markaðsverði. Ég þarf að borga fullt verð fyrir notað húsnæði og skil ekki alveg hvers vegna það sama á ekki að gilda um nýjar lóðir. Þetta er ekki samlíking, heldur staðreynd og það er nákvæmlega EKKERT aulalegt við þetta.

  Ef hægt væri að setja kvaðir (sem skv. Daða tókst ekki í Árborg) myndi markaðsverð lækka. Dittó ef aðeins má fá eina lóð í útboði. Tvær flugur…. Að öðru leyti á ekki að blanda þessu inní eitthvað félagslegt kerfi.

  Af hverju væri t.d. verktaki tilbúinn að borga 5millur en einstaklingur 2? Verktaki hlýtur að reikna með að geta selt lóðina (með íbúð/húsi) og fengið þessar fimm milljónir til baka, þannig að það er einhver tilbúinn að borga fyrir þau þægindi að fá tilbúið hús. Einhver fær húsið á endum, þannig að mér þætti gott að sjá góð rök fyrir því að gefa lóðina eða láta hana fara á undirverði (2m). Í síðara tilfellinu eignast einstaklingurinn þessar þrjár millur þegar hann hefur byggt sitt hús.

  Síðast þegar ég vissi borga ég með bensínskatti fyrir notkun gatna? Nema það eigi bara við um þjóðvegi. Feel free to correct me.

Comments are closed.