Fashion dos and don'ts

*Jæja, þá er komið að nýjum lið hérna á síðunni: Tískuhorn Einars.*

*Hérna er ein ráðlegging til íslenskra karlmanna.*

Það virðist vera svo að Capri buxur séu að verða vinsælli meðal íslenskra karlmanna. Þetta hefur verið að gerast smám saman síðustu ár, en núna í sumar virðist þetta vera voðalega vinsælt.

Allavegana, gott og vel að karlmenn skuli ganga í Capri buxum. En ef þeir ætla að gera slíkt, þá má EKKI, ég endurtek EKKI, ég endurtek aftur EKKI ganga líka í strigaskóm og háum sokkum! Til dæmis svona

Neibbs, ef menn ætla að ganga í svona buxum þá eiga þeir annaðhvort að sleppa sokkunum eða vera í sandölum. [Like so](https://www.eoe.is/myndir/SanFran-NY-Vegas/Pages/IMG_3143.html).

Takk fyrir.


Annars getiði hérna lært að [rífa í sundur símaskrá](http://www.sandowplus.co.uk/Competition/Coulter/Stunts/stunts1.htm#1). Þetta gæti komið að gagni seinna. Ég er að spá í að æfa mig í þessu og svo næst þegar ég fer á stefnumót ætla ég að vera með símaskrá í bílnum. Ef allt er að fara til fjandans tek ég upp símaskrána, öskra, ber mér á brjóst, ríf svo símaskrána í sundur og heilla þar með stelpuna uppúr skónum.

Ég get svo svarið það, ég ætti að stofna ráðgjafaþjónustu.

10 thoughts on “Fashion dos and don'ts”

 1. Ok, þú hefur semsagt komist að uppruna myndarinnar 🙂

  Ég reyndi að finna aðrar myndir á netinu án árangurs. Vona að viðkomandi taki þessu vel 🙂

 2. Það verður nú að leyfa mönnum að klæða sig eftir veðri, það er eitt að vera út í Kali og annað þarna í stinnigskaldanum á Fróni :biggrin:

 3. Ef það er ekki nógu heitt til að vera á sandölum eða án sokka, þá eiga menn bara að sleppa capri buxunum 🙂

 4. Mér finnst fátt jafn sjarmerandi og ungir karlmenn sem eru í capri-buxum … og háum strigaskóm/kuldaskóm við … og svo kannski úlpu.

  Aðeins í útilegum á Íslandi myndi maður sjá slíka samsetningu … og svo sólgleraugu á toppinn. Yndislegt alveg.

  Af hverju tekurðu ekki fyrir fatnað sem hentar okkur á Fróni betur, Einar? Hvernig ætti maður t.d. að klæða sig í kuldagalla? Commando eða í langbrók?

  Finnst símaskráin samt snilld. Ég hef einnig komist að því að það svínvirkar að kveikja í 20 eldspýtum í einu … og gleypa þær síðan. Íslenskt kvenfólk bara tapar sér! :biggrin:

 5. Til að fullkomna svona múnderingu er kjörið að láta bjórvömbina sliga yfir buxnastrenginn:laugh:

 6. vá ég myndi alla vega falla í stafi yfir manni sem myndi rífa í sundur símaskrá og svo kveikja á 20 eldspýtum í einu og gleypa þær… ég meina hver getur beðið um fleiri kosti hjá einum karlmanni!

 7. Nákvæmlega, Inga, ég er viss um að engin kona fær staðist slíka athöfn. Allavegana ekki þetta með símaskrána.

  Átta mig ekki alveg á þessu eldspýtna trikki, enda er ég ekki úr Hafnarfirði.

Comments are closed.