Feisbúk

Sigurjón segir allt sem segja þarf um Facebook forrit.

Ég gjörsamlega fatta ekki þetta Facebook dæmi. Einhverjir, sem þorðu ekki að skrá sig á MæSpeis af því að það var svo gelgjulegt, hafa skráð sig á Facebook þar sem þeim þykir það meira fullorðins.

Svo eyðir þetta fólk öllum sínum tíma í einhverjar pointless skoðanakannanir um sjálft sig og zombie forrit og hvað þetta dót heitir allt, í stað þess að tala saman einsog fólk virðist þó vera að gera á MySpace. Á Facebook er fullt af fólki að bæta manni við, án þess að segja svo neitt. MySpace hefur allavegana þann kost að fólk finnur hjá sér þörf fyrir samskipti í stað þess að setja bara inn einhver kjánaleg forrit.  Ég hef kynnst fulltaf góðu fólki í gegnum MySpace, en í gegnum Facebook hef ég eingöngu verið bitinn af uppvakningum og lært allt um það hversu líkur ég er einhverjum á vinalistanum mínum.

12 thoughts on “Feisbúk”

  1. Ég fór á Facebook af því að vinir og kunningar í námi erlendis voru sífellt að invæta mér á það, það var mun sjaldnar gert með MySpace.

    Það hefur reyndar alltaf verið skilningur minn að munurinn á Facebook og MySpace eigi einkum að vera sá að á Facebook ertu einkum að halda sambandi við þá vini sem þú átt nú þegar á meðan MySpace gengur (a.m.k. að hluta til) út á að vingast við nýja.

    En MySpace fór/fer reyndar í taugarnar á mér af öðrum ástæðum, það var þessi fjandans tónlist sem fór á fullt á versta mögulega tíma og svo þessi flogaveikis bakgrunnar og blikk dót sem annar hver maður var kominn með.

    En annars já… á Facebook hópast fólkið sem var of fullorðið fyrir MySpace en fílar Zombie möguleikann og Purity test á facebook í ræmur…

    Kveðjur 🙂

  2. Það hefur reyndar alltaf verið skilningur minn að munurinn á Facebook og MySpace eigi einkum að vera sá að á Facebook ertu einkum að halda sambandi við þá vini sem þú átt nú þegar á meðan MySpace gengur (a.m.k. að hluta til) út á að vingast við nýja.

    Já, það er rétt. Ég hef til að mynda ekki bætt inn neinum á Facebook sem ég þekki ekki. Mér finnst fólk bara ekkert vera að halda neitt rosalega miklu sambandi við vinina í gegnum þetta – allavegana ekki opinberlega á “the wall”. Ég sé allavegana fulltaf prófílum þar sem að fólk er ekki með neitt á “the wall”, en svo fullt af alls konar forritadrasli. Fólk eyðir því meiri tíma í forritunum en í að hafa samskipti við vini. En kannski eru bara öll samskiptin bara í gegnum prívat skilaboð. Og auðvitað er þetta bara anecdotal sönnunargögn hjá mér.

    Svo er það fyndna að prófíl síðurnar á Facebook eru orðnar svo fullar af drasli að þetta stílhreina útlit Facebook er komið útí rugl.

  3. Jams, Facebook er mun vinsælla meðal háskóla nemanda í USA og annar staðar. Ætlaði aldrei að vera á facebook en gerði mér grein fyrir því að það væri ekki lengur hægt að halda sambandi við fólk í gegnum e-mail því það skrifar aldrei. facebook er ágætis útlausn, jafnvel þótt maður sé ekki að senda skilaboð á ‘the wall’, þá eru auðvitað ákveðin samskipti í gangi bara með því að bjóða öðrum að taka hina og þessar kannanir, senda gjafir, eða að vera bitinn af uppvakningum:)

    facebook er ekki ætlað þeim sem vilja kynnast nýju fólki endilega, heldur halda sambandi við aðra, oftast fólk sem maður hefði ekki haldið sambandi við í gegnum e-mail. Það hefur alveg gengið upp fyrir mig.

    síðan er auðvitað engin að neyða þig til að vera á facebook:)

  4. Nei, það er enginn að neyða mig til þess. En málið er að ég sé líka þessa kosti að halda samskiptum við fólk, sérstaklega í öðrum löndum. En það er bara svo mikið auka bögg í þessum forritum.

    Mér finnst t.d. mjög gaman að sjá þegar að fólk setur inn myndir, en ef að sú tilkynning er falin milli 20 tilkynninga um vampírur, þá missir maður áhugann. Svipað og ef maður þarf að sortera í gegnum spam til að finna skemmtilegu emailin.

    Ég bara líka sé ekki hvernig þessi síða er á einhvern hátt betri en MæSpeis fyrir utan smá tæknimál. MæSpeis er með Spam, en þessar forrita-tilkynningar eru orðnar litlu skárri.

    Annars er ég bara hress sko, þetta er ekkert að bjaga mig dags daglega. 🙂

  5. neinei, hélt ekki…

    las einhvern tíman grein um Facebook, og þar var aðallega talað um að facebook sé ‘betri’ en myspace þar sem á facebook gefst maður tækifæri á því að velja hverjir sjái prófílinn manns. það er gott ef félög eða fyrirtæki vilja stofna prófíl á facebook, sem mörg þeirra gera. Fyriræki t.a.m. tala um að facebook getur verið gott ‘recruiting tool’.
    en ég geri mér alveg fyllilega grein fyrir því að fólk á facebook er þar venjulega ekki að professional ástæðum, sem dæmi tilheyra 100,000 manns hópnum ‘i use my cell phone to see in the dark’ meðan 5,300 manns tilheyra hópnum Facebook for business:)

    en þetta er samt kannski það sem facebook hefur yfir myspace, ásamt ýmsum applications sem hægt er að prófa og senda áfram og er gaman af, ef það er gert í hófi…..annars verður það bara pirrandi, eins og allt annað;)

  6. Thu getur breytt preferences a facebook og haekkad priority tilkynninga um myndir og laekkad priority tilkynninga um applications.

  7. Rétt, Kata – og já Álfheiður ég er búinn að laga þetta eitthvað til. Smelli líka alltaf á X þegar að svona dæmi kemur inn. (btw, búinn að hlusta á þáttinn um Harold Washington – hann var mjög góður – Harold var snillingur).

  8. Einar ég er rosalega sammála þér með öll þessi “plug-in” eða hvað maður á að kalla það. Ég ignora þetta nánast undantekningalaust. Held að ég hafi reyndar tekið upp “The Pink Ribbon” og “Where have you travelled” fítusana – en ég var ekkert að framsenda það á neinn annan.

    Ég var aldrei á MySpace og ætlaði mér ekkert að skrá mig á Facebook – en svo var það nú bara þannig í skólanum mínum hérna í New York, að ég var gjörsamlega “out of it”, ef svo má að orði komast, að vera ekki með Facebook!

    … veit reyndar ekki hversu miklu það breytti fyrir mig að skrá mig þarna inn, en ég er alla vega búin að rekast á fullt af gömlum vinum þarna sem ég hef ekki séð eða heyrt í lengi.

  9. Mér finnst einhvernveginn skína í gegn þegar þú ferð inná myspace síðu hvernig manneskju þetta hefur að geyma. Ef þetta er einhver sjálfsmeðvituð gella þá byrjar eitthvað svakalegt slideshow með gellumyndum af henni og vinkonu hennar. Myspace hefur svona meiri sjarma en facebook finnst mér tæknilegra en aftur á móti þurrara og hálf persónuleikalausan.

    Ég hef starfað við vefsíðugerð síðan ég var 16 ára gamall en einhverveginn finnst mér það í lagi að myspace bjóði upp á að ef fólk vilji hafa blikkandi bakgrunna og hip hop tónlist þegar maður skoðar síðurnar þeirra. Það endurspeglar doldið hvernig persónuna á bakvið prófílinn og maður hefur strax gefið sér í hugarlund hvort maður fíli hana eður ei.

    P.s. Þessi forrit sem hægt er að adda inná facebook… þau eru svo mikið drasl mörg þeirra. Eitt sinn fékk ég “a friend of xxxx has a secret crush on you, click here to find out” en svo bara krassaði allt saman og ég fékk bara einhverja errorsíður í staðinn… skiljanlega var ég pirraður 🙂

    Ég hef ákveðið að vera ekkert að taka neina afstöðu í þessu máli, ég er einfaldlega bæði með myspace og facebook 🙂

  10. Já, Arnór – ég er sammála þessu líka. Þetta Facebook er ofboðslega litlaust – allir eins. Er alveg sammála því að MySpace endurspeglar betur persónuleika viðkomandi, eða allavegana eru prófílarnir fjölbreyttari. Einnig virðist fólk meira vera að opna sig þar, segir meira um sig, hefur fleiri myndir og slíkt.

    Og já, Svana – ég sé líka þennan kost við Facebook hvað það eru margir Kanar á síðunni og hún hefur einmitt reynst mér ágætt tól til að finna gamla vini.

  11. Ég er alveg sammála, þetta er alveg út í hött. Þegar Facebook var kynnt fyrir mér var einmitt sagt að þetta væri meira fullorðins en ég er heilu og hálfu stundirnar eyðandi/ignorandi einhverjum boðum í hina og þessa leiki.

    MySpace fær mitt atkvæði!

Comments are closed.