Femínismi og dómstóll götunnar

Þessar pælingar áttu upphaflega að birtast sem komment hjá Má en ég ákvað að setja þetta bara á þessa síðu. Þetta eru því viðbrögð við þessum skrifum hjá Má og þessum hjá Svansson.net.

Mér finnast þessir draumar femínistans Gyðu vera alveg ótrúlega magnaðir (ég hvet alla til að lesa draumana). Ég vil fyrst og fremst setja STÓRT spurningamerki við Veru drauminn:

Mig dreymdi Veru. Veru var boðið út að borða og í leikhús af Kunningja sínum. Kunningi bauð Veru síðan í kaffi heim til sín þar sem hann nauðgaði Veru. Vera fór upp á bráðamótttöku í leigubíl, öll rifin og tætt.

Þar hringdi hún í Ofbeldisvarnarhóp FEMÍNISTAFÉLAGSINS. Þau fóru saman heim til Kunningja og límdu miða á bílrúðurnar á bíl Kunningjans. Á miðunum stóð: SVONA GERIR MAÐUR EKKI?. Kunningi átti í mestu vandræðum með að ná miðunum af; þurfti að þola illt auga nágrannanna; á meðan hann skrapaði og skrapaði. Kunningi þurfti einnig að útskýra seinkun sína í vinnuna.

Þau biðu líka nokkur úr Ofbeldisvarnarhópi FEMÍNISTAFÉLAGSINS fyrir utan vinnustaðinn eftir að vinnutíma lauk. Kunningi komst ekki hjá því að sjá þau. Þau sögðu ekkert, horfðu bara á hann og hann vissi að þau vissu. FEMÍNISTARNIR voru viss um að skömmin og niðurlægingin hefði fundið sinn heimastað. Vera sat eftir með reiðina sem hún nýtti sér á uppbyggilegan hátt. Vera gekk til liðs við Ofbeldisvarnarhóp FEMÍNISTAFÉLAGSINS.

Þarna finnst mér á afar óábyrgan hátt vera að gefa það í skyn að konur eigi að taka lögin í sínar eigin hendur. Þarna er verið að hvetja til þess að þær ráðist á kynferðisafbrotamenn og reyni að niðurlægja þá á opinberum vettvangi.

Ok, áður en einhverjir bjánar telja mig vera að verja nauðgara þá vil ég náttúruega setja þann fyrirvara að svo er auðvitað ekki.

Jafnvel þótt að réttarkerfið sé ekki alltaf réttlátt þá er það ótrúlega óábyrgt í siðuðu þjóðfélagi að hvetja almenning til andlegs ofbeldi til þess að refsa mönnum fyrir gjörðir þeirra. Réttara væri að berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu.

Það er verið að fara útá mjög hálan ís þegar ákveðnir hópar í þjóðfélaginu telja sig hafa einhvern rétt til þess að dæma menn og deila út refsingum, sem þeir (þær) telja við hæfi.

16 thoughts on “Femínismi og dómstóll götunnar”

 1. Þetta ávarp brýtur ofureinfaldlega vel flest velsæmismörk. Það er illmögulegt að taka mark á samtökum sem styðja svona boðskap og leggja jafnvel nafn sitt við hann.

  Því miður er Femínistafélagið dottið út af mínum lista yfir virðingarverð samtök.

  Strumpakveðjur 🙁

 2. Sammála þessari túlkun hjá þér Einar. Þetta er hættuleg þróun. Einnig er gaman að sjá hér í comments að ofan að svo virðist sem þverpólitísk andstaða sé við aðgerir feminista af þessu tagi.

 3. Ekki nóg með það að þessar konur ættla að taka lögin í sínar hendur þá ættla þær að dæma menn “án dóms og laga”, er það eitthvað gefið mál að þessi vinkona segi satt um atburið þessarrar ímynduðu nætur, það vita hinar vinkonurnar ekki.
  Svona málflutningur er engum til málsbóta…..

 4. Mer finnst lika draumurinn um ferdamanninn a barnum merkilegur. Myndi nu halda ad sorakjaftur ferdamannsins vaeri einkenni a vandamali en ekki vandamalid sjalft. Thad sem natturulega vaeri edlilegra vaeri ad ‘radast’ gegn ferdafelaginu og auglysingum thess. Og hefur thad ekki verid gert nu thegar?

  Held einnig ad thad se ekki adeins haegt ad kenna ‘ferdafelaginu’ um thessa imynd. Hef heyrt sogur her i Bretlandi af sjonvarpsthaetti sem fjalladi um Island. Thar var thekktur Breti a ferd um landid (eda kannski bara Reykjavik) og sagdist aldrei hafa sed annad eins. Hann syndi myndir af kvennfolki sem eiga ekki heima i sjonvarpi a theim timum sem born eru nalaegt skjanum og thad ut a midri gotu i ‘godri helgarstemmingu’ eftir lokunartima.

  Kannski thad se rett ad konur seu konum verstar?

 5. Það verður að benda á það að nánast allir þeir hópar sem hafa viljað berjast fyrir jafnrétti, hafa ekki haft nein samtök eða málsvara í yfir 15 ár.

  Það er líklega ástæðan fyrir því að í Feministafélaginu er að finna allt frá vitlausustu karlahöturum til rökhugsandi einstaklinga sem koma vel fyrir sig orði.

  Ábyrgðin á því hvernig er komið fyrir Feministafélaginu í dag liggur alfarið hjá þeim sem stofnuðu félagið því þeir/þær lögðu ekki neinar línur með hverskonar hátterni ætti ekki heima í félagsskapnum, og þeir/þær sem stofnuðu póstlistann áttu að hafa hann “moderated” frá fyrstu stundu og henda miskunarlaust út öllu rugli.

  Þetta félag verður etv tekið alvarlega eftir nokkur ár, þegar það verður búið að taka til í félagsskapnum, en þangað til þá er þetta (því miður) eingöngu nothæft sem spaug.

 6. Til Ríkharðs:

  Ég verð hugsi við þetta “….þeir/þær sem stofnuðu póstlistann áttu að hafa hann “moderated” frá fyrstu stundu og henda miskunarlaust út öllu rugli….”

  Ég alla vega er þess ekki umkomin að vita hvað er rugl og hvað ekki. Mér finnst að í þeim félagssköpum sem ég er í sé hlustað á alla sem tjá sig þ.e. ef þeir hafa það markmið að vinna að þeirri sameiginlegu hugsjón sem bindur félagið saman.

  Það að auki hefur umræðan á póstlistanum að mínu mati ekki verið rugl og meira segja fólk sem mér fannst í byrjun hafa furðulega stuðandi skoðanir hefur þegar ég hef hlustað á það útskýra sjónarmið sín komið með góða punkta. Svo hef ég fylgst með að fólk breytist og víkkar skilning sinn með því að hlusta á aðra femínista sem koma úr öðrum reynsluheimi. Mér hefur t.d. fundist mjög gagnlegt að lesa sjónarmið karlmanna í félaginu og pæla í hvort þeirra sýn er öðru vísi t.d. hvort þeir upplifi kyngervi og kynhlutverk líka stundum sem kúgun.

 7. Ó! Við skulum vorkenna veslings manninum aðeins! Og öllum mönnum sem þurfa að þola niðurlægingu á þennan hátt eftir að hafa nauðgað, misþyrmt, jafnvel drepið ef ekki þá gjörsamlega eyðilagt líf annarar manneskju sem gerði ekkert af sér nema vekja kenndir í sjúkum hugurfylgsnum þeirra. Óskaplega eiga þeir BÁGT!!!!!

 8. Þetta finnst mér ótrúlegt að heyra. Ég las líka sjokkerandi komment hérna.

  Ef einhver mundi nauðga vinkonu minni mundi ég ekki líma límmiða á bílinn hans. Ég mundi ná mér í skrúfjárn og gera svo mörg göt á viðkomandi að hann þyrfti að míga í lokuðum sturtuklefa til að það færi ekkert á gólfið. Að beita einhvern andlegu ofbeldi fyrir að ráðast á, neyða til samfara og hugsanlega berja til óbóta er rangt? Er þá réttara að standa hjá og gera ekki neitt? Fagna honum eins og besta vini með blóðið á höndunum?

  Um helgina horfði ég á Goodfellas. Á einum stað kemur kærasta aðalhetjunnar til hans heldur illa farin og segir að maðurinn hinum megin við götuna hafi beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Hetjan keyrir heim og kemur að manninum með vinum sínum, dregur upp byssu og ber hann til óbóta.

  Í fyrra spurði ég vin minn hvað hann mundi gera ef mér yrði nauðgað. Hann sagðist mundu murka lífið úr viðkomandi. Steindór mundi gera slíkt hið sama.

  Nú er ég ekki að leggja til að allir sem lesi þetta fari og hendi fólki í tætara og af húsum og hvaðeina. Alls ekki. Þetta er frjálst land og ég er einfaldlega að tjá mig. En ef einhver snerti systur mína mundi ég gera hræðilega hluti við hann.

  Finnst fólki þetta virkilega sniðugt? Er einhver að tala í alvöru?

  Fannst þér, Ingunn, virkilega að ég væri að vernda nauðgara eða að segja að þetta væri erfitt fyrir þá? AUÐVITAÐ EKKI!

  Auðvitað er ég sammála flestum um það að nauðgarar eigi EKKERT gott skilið. Sennilega er ekki hægt að finna ómerkilegra fólk en nauðgara og barnaníðinga.

  Við hinsvegar lifum í siðuðu þjóðfélagi og réttarkerfið á að sjá um að útbýta refsingum. Við eigum að berjast fyrir harðari refsingum fyrir kynferðisabrot (af hverju kemur það aldrei upp í umræðunum fyrir kosningarnar). Það hjálpar hinsvegar engum að hvetja til þess að menn taki lögin í sínar eigin hendur.

  Að mínu mati er líka tilgangur réttarkerfisins að vernda samfélagið, ekki til að refsa. Þess vegna er ég fylgjandi lífstíðardómum en á móti dauðarefsingu. Dauðarefsing snýst bara um að refsa, ekki að vernda samfélagið fyrir hættulegum einstaklingum.

 9. En Ingunn, er það ÞITT hlutverk og “ofbeldisvarnarhóps Feministafélagsins” að gerast alvaldar og dómarar?

  Erum við ekki með réttarkerfi til þess? Vissulega getur réttarkerfið gert mistök, en mér finnst það helvíti miklu líklegra að einhver sjálfskipaður úlfahópur sem gengur um og ofsækir fólk á þeim forsendum að einhver hafi sagt þá hafa gert eitthvað muni gera enn fleiri og meiri mistök. Engra sannanna þörf, bara að einhver segi eitthvað og bamm!

  Afbrot eru slæm Ingunn, hvort sem það eru nauðganir, almennar limlestingar eða morð. Það þýðir samt ekki að við eigum, né megun, taka lögin í okkar hendur, taka höndum saman um það að mynda okkar eigin stormsveitir og fara að halda galdrabrennur á þeim sem við teljum að hafi gert hitt eða þetta.

  Við verðum að bæta í réttarkerfið og löggæsluna ef þar er brotalöm og láta þá aðila sjá um að halda uppi lög og reglum en megum alls ekki leyfa einhverjum sjálfskipuðum Stormsveitum að sjá um það að hreinsa göturnar af þeim sem þeim finnst vera skúrkar og fúlmenni, hvaða ástæður sem þeir kunna að hafa fyrir þeirri skoðun sinni.

  Ekki satt?

 10. En staðreyndin er svo að þrátt fyrir baráttu eru laun kvenna ennþá lægri, það er farið öðruvísi með þær en karlmenn og kynferðisglæpir fara hlægilega í gegnum réttarkerfið.

  Þið eruð þá kannski mótfallnir því að Palestínumenn reyni að berjast gegn Ísraelum því enginn kemur þeim til hjálpar?

  Á ég að trúa því að ef kærustunni ykkar yrði nauðgað munduð þið standa hjá, kannski klappa henni á bakið og segja eitthvað eins og ‘Æ æ – vertu samt ekkert að áfellast hann, elskan – hann fær kannski hálft ár í fangelsi fyrir þetta.’

  Við erum að tala um einn helvítis límmiða á bíl í staðin fyrir að leggja líf heillar manneskju í rúst.

 11. Hvurslags bjána spurningar eru þetta:

  Á ég að trúa því að ef kærustunni ykkar yrði nauðgað munduð þið standa hjá, kannski klappa henni á bakið og segja eitthvað eins og ‘Æ æ – vertu samt ekkert að áfellast hann, elskan – hann fær kannski hálft ár í fangelsi fyrir þetta.’

  Auðvitað ekki!

  Málið snýst ekki um það. Málið snýst um að búa í siðuðu þjóðfélagi, þar sem ríkið sér um að deila út refsingum.

  Ég vil harðari refsingar fyrir kynferðisafbrotamenn, og fólk ætti að beita sér af krafti fyrir því, í stað þess að vera að hvetja almenning til að taka völdin í sínar hendur. Það er alltof hættulegt, því hver ákveður þá hvaða refsingar eru við hæfi og hver er sekur?

  Ég tel að réttarkerfið sé mun sanngjarnara og líklegra til þess að vera hlutlaust heldur en einhver hópur fólks, sem gengur um bæinn og refsar mönnum, sem það hefur heyrt að hafi gert eitthvað af sér. Ef það er framtíðin, þá hefur þjóðin ekkert þróast frá landnámsöld.

  Já, og víst þér tókst svona snilldarlega að blanda Ísrael-Palesínu inní þetta mál, þá er ég stuðningsmaður baráttu Palestínumanna. Ég er hins vegar MJÖG mótfallinn baráttuaðferðum þeirra. Sama hversu réttmætur málstaðurinn er, þá réttlætir það aldrei að beina árásum sínum gegn óbreyttum borgurum. Vá, annars sé ég ekki hvað það kemur þessu máli við.

 12. Svona reiðileg komment eru auðvitað mjög skiljanleg en það virðist vera sem svo að þeir sem senda þau inn séu ekki alveg búin að hugsa dæmið til enda. Hvernig á að réttlæta sjálfskipaða dómstóla í einu máli en ekki öðrum? Ef ég gruna einhvern um að rispa bílinnn minn á ég þá að fara og skemma bílinn hans eða á ég að kæra hann og láta dómstóla skera úr um hvort hann sé sekur eða saklaus? Auðvitað á að fara dómstólaleiðina. En þá geta sumir sagt “dómar í kynferðisglæpum eru svo lágir” Það er rétt en er þá ekki réttara að berjast fyrir því að dómar verði þyngdir en að berjast fyrir einhverjum auðtrúa götudómstól. Það eru til mýmörg dæmi um það að karlmenn hafi verið sakaðir um nauðgun sem þeir ekki frömdu, hvers eiga þeir að gjalda? Réttlæti getur ekki bara gengið í eina átt. Það væri miklu réttara að standa fyrir utan dómstólana, hús ráðherra og hús dómara sem ekki ekki nýta refsirammann og mótmæla þeim harkalega. Einnig er vert að minnast á það að um leið og fólk fer að taka lögin í eigin hendur þá er ekki lengur hægt að fordæma það að einhverjir myrði dætur sínar fyrir að byrja með vitlausum manni, um leið og siðferðismatið er sett í hendur fólksins og þau látin framkvæma refsingar án þess að það sé nein sönnunarbyrði þá er fjandinn laus.

Comments are closed.