Ferðalagahjálp

Það hefur reynst mér ágætlega að spyrja lesendur þessarar síðu ráða fyrir ferðalög. Oft veit fólk um skemmtilega staði eða hluti, sem að ferðabækur eyða ekki miklu púðri í að fjalla um.

Því spyr ég nú: Ég og kærastan mín – 5 dagar í París – hvað eigum við að gera? Ég hef aldrei komið til Parísar fyrir utan flugvöllinn og sýningarsvæði langt frá miðbænum.

16 thoughts on “Ferðalagahjálp”

 1. Louvre er skot yfir markið þar sem það tekur viku að skoða það og margt betra er hægt að gera í París en eyða tíma í biðröð eftir Mónu Lísu. Þá væri Pompidou betri hugmynd.

  Það er biðröð í Eiffelturninn en einu sinni var góður veitingastaður þar sem gerði biðina þess virði, kannski er hann þar ennþá, allavega hét hann Jules Verne

  Þá er torg e-s staðar í 4ða hverfi þar sem hægt er að sitja um helgi með vínglas utandyra og hlusta á tónlistarmenn, place des eitthvað…

  Dagur og kvöld í latínuhverfinu er möst.

  Kvöldverður hjá Ducasse (taktu kreditkortið með). La Tour d’Argent er líka góður en jafnvel enn dýrari…

  Þá mæli ég með ógleymanlegu persónulegu sight-seeing í einka-míni-citroen (ath. í tourist information office)

 2. Hef heyrt að það sé mjög áhugvert og öðruvísi að borða á þessum stað, þar sem allt er dimmt (þeas engin ljós og maður borðar í myrkri). Held reyndar að maður þurfi að panta borð tímanlega.

  http://www.danslenoir.com/

 3. Tékkaðu bara á síðunni minni. Og ef ykkur langar í skemmtilega göngutúra með mér þarf bara að panta.

 4. Ég hef ekki nennt að prófa að borða í myrkri en torgið í Mýrinni 4. hverfi, gæti verið Place du Marché Sainte Catherine, eða einfaldlega Place des Vosges.

 5. Orsay-safnið er möst (ekki mjög stórt). Rue Oberkampf fyrir mat og drykk.

 6. Ég fékk sömu spurningu um daginn og svaraði í 2ja bls. tölvupósti 😀

  Ég mæli með kvöldverði á Le Train Bleu, á Gare du Nord lestarstöðinni.

  Annars hef ég farið þrisvar til borgarinnar og finnst skemmtilegast að þvælast um án þess að skipuleggja of mikið. Það er ágætt að stefna eitthvert, en staldra við á kaffihúsum á leiðinni og fylgjast með borgarlífinu.

  Í hliðargötunum er alltaf eitthvað forvitnilegt, t.d. í Mýrinni má finna ‘less commercial’ veitingastaði sem hafa aldrei brugðist og fullt af litlum & forvitnilegum búðum sem gaman er að skoða.

  Montmartre er annað möst. Ég get mælt með göngutúrunum hennar Kristínar á þeim slóðum. Gættu þess þó að staldra við eftir túrinn og villast svolítið á eigin forsendum. Útsýnið úr Sacre Coer er þess virði að príla 298 tröppur 😉

 7. Ég hef tvisvar eða þrisvar hlaupið í gegnum Louvre til að sjá Monu Lisu – þá hef ég alltaf verið með nýju og nýju fólki, sem hefur talið það skyldu sína að sjá verkið. Það er svo sem ágætt en mér finnst á hinn bóginn alveg hægt að eyða fimm dögum í París án þess að fara á eitt einasta safn. Ef þú ferð í Louvre athugaðu þá að það er hægt (var allavega) að fara beint inn af metro-stöð undir safninu; þannig sleppur maður við biðröðina uppi sem oft er býsna löng.
  Montmartre er must, Le Sacre Coeur æðisleg, þrátt fyrir allan túrismann á þeim slóðum. Einhverra hluta vegna hefur mér líka þótt svæðið í kringum Les Halles skemmtilegt, ekki bara vegna verslunarmiðstöðvarinnar þar undir en sumarið 2003, þegar hitinn var óbærilegur, var best að vera í slíkum húsum vegna loftræstingarinnar.
  Fínt er að liggja í grasinu við Trocadero og horfa á Eiffelturninn upclose. Grafreitur Napóleons er í leiðinni, ef þú labbar úr miðbænum. Var ekki búið að nefna Latínuhverfið? Loks er friðsælt að koma í kirkjugarðinn fræga, þar sem Jim Morrison og Oscar Wilde eru…
  Hei – eitt enn: leigðu þér hjól við Signubakka og farðu í tveggja tíma túr, það er þrælgaman!

 8. Sæll Einar,
  Besta útsýnið á Tour Eiffel er á veitingastaðnum “Le Ciel du Paris” á toppi Tour Montparnasse… mæli með því 🙂 Ég er með myndir handa þér frá Brussel.. skil líklega eftir CD á Serrano næst þegar ég á þar leið hjá, kveðja Aggi

 9. Enska bókabúðin Shakespeare & co. (sem lék m.a. í upphafsatriðinu í Before Sunset) er algjört möst þó ekki væri nema fyrir að vera eina bókabúðin sem ég hef komið í með sinn eigin kött.

 10. Vá, takk 🙂

  Eitthvað af þessu virðist staðfesta fyrri grun minn um hvað ég ætti að gera – Latin hverfið – skippa Louvre, en þarna er fullt af spennandi hlutum. Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir ferðalagi lengi.

 11. Hér finnst mér vitlaust spurt…

  Spurningin ætti að vera, “hvar eigum við að borða?”

  :biggrin:

 12. Já, það hafa reyndar margir svarað því. 🙂

  >Ég mæli með kvöldverði á Le Train Bleu, á Gare du Nord lestarstöðinni.

  >Kvöldverður hjá Ducasse (taktu kreditkortið með). La Tour d’Argent er líka góður en jafnvel enn dýrari…

  >http://www.danslenoir.com/

  >“Le Ciel du Paris” á toppi Tour Montparnasse

  Einhverjar fleiri hugmyndir, Ágúst?

 13. ég fór til parísar að keppa fyrir 3 árum minnir mig.. ég og ragna vorum svo góðar og unnum einhverja leiki sem við bjuggumst ekki við að vinna þannig við höfðum engan tíma til að tjilla dántán eeeeen engu að síður náðum við að taka lest niðríbæ, hlaupa uppí FL turninn (var um vetur, ekki mjög löng röð) ooog þurftum svo að hlaupa til baka til að ná seinasta metro.. sem kemur að pointinu í sögunni!

  á þeirri leið náðum við að grípa pönnuköku hjá svona gæja með pönnukökustand.. við borðuðum hana á hlaupum og þögðum í svona 10 mín þangað til ég leit upp á rögnu meðan við sátum í metro “ertu líka að hugsa um aðra pönnuköku” og hún varða sko líka.. hands down bestu pönnukökur sem við höfum fengið á ævinni, fáið ykkur endilega þannig!

  gæti líka hafa haft eitthvað með það að gera að við vorum í mega spennufalli eftir að hafa keppt mikið og komist lengra en við bjuggumst við og sársvangar.. þannig ég ábyrgist ekki að ykkur muni þykja þetta bestu pönnukökur í heimi líka..

 14. Ekki skippa Louvre en fáið Laufey Helgadóttur listfræðing (er fararstjóri á vegum Icelandair í París) til að leiða ykkur í gegn. Tekur 2-4 tíma og hún sýnir ykkur allt það merkilegasta í safninu á skemmtilegan og lifandi hátt. Munið ekki sjá eftir því.

Comments are closed.