Flickr kortasnilld

Ég er rétt búinn að hrósa Flickr fyrir það hversu mikil snilld sú síða er þegar þeir bæta inn enn einni snilldinni, [kortum](http://flickr.com/photos/einarorn/map/).

Inní Flickr kerfið er semsagt búið að bæta inn þeim eiginleika að maður getur sett inn nákvæmlega hvar myndirnar voru teknar og svo getur maður séð þær á korti, annaðhvort á teiknuðu korti eða með gervihnattamynd. Þetta virkar auðvitað best með Bandaríkjunum, þar sem gervihnattamyndir af Bandaríkjunum eru í miklu betri gæðum en til dæmis myndirnar af Íslandi.

Ég prófaði þetta áðan og setti inn á [kort allar myndirnar úr Bandaríkjaferðinni minni](http://flickr.com/photos/einarorn/map/). Gæðin á kortunum eru svo góð að ég get sett myndirnar niður á nákvæmlega þá byggingu, þar sem þær eru teknar. Þið getið [skoðað kortið hér](http://flickr.com/photos/einarorn/map/). Nota bene, veljið endilega “hybrid” eða “satellite” í hægra horninu, þá sjáiði gervinhattamynd, sem er verulega flott.

9 thoughts on “Flickr kortasnilld”

 1. Þetta er agalega flott hjá þeim, ég var einmitt að fikta í þessu fyrr í kvöld eftir að ég sá linkinn á digg.

  Reyndar eru kortin best fyrir Bandaríkin eins og þú nefnir. Það er ekki auðvelt að staðsetja myndir mjög nákvæmlega á Íslandi og ég fann ekki ansi frægan smábæ í Toskana héraði.

  En útfærslan á þessu er flott og ég er viss um að það eiga eftir að koma agalega flottar viðbætur við þetta.

 2. Já, ég sé tvo galla á þessu eftir að hafa fiktað í þessu. Annars vegar gæðin á gervihnattamyndunum. Til dæmis skrýtið hvað London er flott, en París léleg.

  Svo að þeir skipti myndunum niður á síður. Til dæmis á [kortinu mínu núna](http://flickr.com/photos/einarorn/map/) þá þarf að fletta á milli síðna í vinstra horninu til að sjá allar myndirnar. Það finnst mér hálf klúðurslegt.

  En ég er ekki í efa um að þetta verði lagað og að þetta verði enn flottara með tímanum.

 3. úff hvað það væri nú gaman að hafa vott af þolinmæði að læra það sem þú stúderar eða bara áhuga á að nenna þessu öllu.

  geturu gert svona “nenn to study the internet” for dummies á íslensku ?

 4. Svona á þetta að vera – alveg rosalega flott hjá þeim, gaman að sjá þetta svona – þetta virðist vera hraðara en þegar maður skoðar venjulega.

  Tær snilld – gaman að sjá þetta.

 5. Afhverju settir þú bara ekki upp Gallery2 hjá þér þar sem þú gætir persónugert þetta allt saman og stillt upp eftir eigin höfði?

  Aðeins flóknari en að kaupa þetta en þú hefur vafalaust gaman að því…

 6. Daði, ég er búinn að setja upp [eigið myndakerfi](http://www.eoe.is/myndir), sem er mjög flott og býður uppá ansi margt.

  En Flickr er bara svo miklu einfaldara í notkun og möguleikinn að loka fyrir aðgang að sumum myndum er *mjög* mikilvægur fyrir mig.

  Svo er Flickr alltaf að koma með nýja og skemmtilega hluti einsog t.d. þetta kortadæmi.

 7. Þetta er ferlega flott síða þar sem hægt er að tengja myndirnar sínar inná, en gæðin á gervihnattarmyndunum eru mun verri en á google earth. Ef þig langar að stúdera í algjörum smáatriðum ýmsa staði þá er hægt að tapa rosalegum tíma í að leika sér í því….hef samt sterkan grun um að þú hafir nú uppdagað google earth nú þegar….ert svona maður sem veist flest sem tengist internetinu og tölvum 😉

Comments are closed.