Foooo

Jessssss! Ég er að fara á Foo Fighters í kvöld. Ég var búinn að neita boðsmiðum, sem ég gat fengið, þar sem ég hélt að ég yrði upptekinn með útlendingnum í kvöld. En það reddaðist allt í einu og ég get því farið.

Hæ hó jibbí jei!

Ég segi bara Stevie [who](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/07/05/16.39.36/)?

5 thoughts on “Foooo”

 1. Dave frændi og Foo Fighters eru alltaf jafn yndislegir á sviði, og Mínus voru allavega þéttari í ár en í fyrra þegar þeir hituðu upp fyrir Metallica í Egilshöllinni.

  Engu að síður hefði ég ekki sagt “ég er að fara á Foo Fighters í kvöld,” ef ég væri þú. Ég hefði sagt: “Ég er að fara að sjá eina bestu hljómsveit heims – Queens of the Stone Age – á sviði sem fyrir algjöra tilviljun skartar einnig Foo Fighters og Mínus í kvöld.”

  Það hefði ég allavega sagt, miðað við tónleikana í kvöld. Dave frændi er alltaf æðislegur á sviði, en ég held það geti flestir verið sammála um að QOTSA sýndu í kvöld af hverju þeir eru jafn ógeðslega hátt skrifaðir í rokkheiminum og raun ber vitni.

  Josh Homme er einfaldlega einn mesti snillingur okkar tíma. Það er a.m.k. mín skoðun 🙂 … verður gaman að heyra hvort þú ert sammála mér eftir þessa tónleika.

 2. Ég get ekki verið sammála þér Kristján, Foo Fighters voru áberandi betri en drottningarnar. Mér fannst einmitt QoTSA ekki vera að gera sig þarna en þeir skánuðu þá þegar líða tók á settið þeirra og voru helvíti góðir seinustu nokkur lögin.

  Dave og co voru hinsvegar drullugóðir frá byrjun til enda. Að vísu fannst mér að fleiri en Dave hefðu mátt taka þátt í sjóinu en ekkert stórvægilegt miðað við hvað þeir komu þessu flott frá sér =)

 3. Ósammála Bjarni. 😉 Ég var spenntur að sjá hversu góðir QOTSA væru á sviði og frá því að þeir hófu að spila var ljóst að þarna var einstaklega þétt band á sviði. Við það bættist síðan einstakur gítarleikur Josharans (hann er í alvöru einn sá besti í heiminum í dag) og fráááááábær söngur (betri live en á plötunum – það á ekki að vera hægt!) og ég var veeel sáttur.

  Frábært kvöld, en QOTSA stóðu upp úr að mínu mati.

 4. Hehe Aftur verð ég að vera ósammála því ég er nú búinn að sjá tvenna tónleika með báðum hljómsveitum. Fyrri tónleikarnir sem ég sá með QoTSA voru á Hróaskeldu 2003 og þeir einfaldlega stóðu sig ekki þar!
  En í gær voru þeir allt önnur hljómsveit, ótrúlegur munur og voru virkilega góðir þegar fór að líða á…
  En Foo Fighters einfaldlega miklu betri 😉

 5. Er sammála Bjarna. QoTSA voru ágætir en voru nokkuð lengi að ná upp stemmningu. Foo Fighters voru MIKLU BETRI að mínu mati. Þeir græddu auðvitað á því að vera síðasta band á svið en samt, krafturinn í þeim var rosalegur.

Comments are closed.