Frambjóðendurnir í Kastljósi

Ég horfði á frambjóðendurna í Reykjavík í Kastljósinu í gær. Nenni ekki að skrifa pistil, svona punktar eru svo miklu einfaldari. Þetta lærði ég af því að horfa á frambjóðendurna:

* Ef ráða má af málflutningi manna, þá er Samfylkingin eini flokkurinn, sem hefur verið við stjórn borgarinnar þegar að óvinsælar ákvarðanir hafa verið. Við vinsælar ákvarðanir, þá koma hins vegar exbé og VG sterk inn.
* Exbé hefur ekkert með framsókn eða R-listann að gera. Þetta er algjörlega sjálfstætt framboð með enga sögu, sem ber enga ábyrgð á skipulagsmálum í Reykjavík eða málum ríkisstjórnarinnar á landsvísu.
* Það er hressandi að sjá menn kallaða lygara í sjónvarpi. Jafnvel þó það sé eflaust ekki rétt. Bara gaman að sjá menn taka stórt til orða.
* Ég trúi því ekki að fólk vilji fá Vilhjálm Þ sem borgarstjóra. Trúi því bara ekki. Er einhver hulinn sjarmi, sem ég er ekki að taka eftir í fari hans? Samblandan af gleraugunum, og augabrúnunum gerir hann verulega illan að sjá. Einsog hann sé alltaf reiður.
* Mikið er gaman að vera í flokki, sem að allir elska að hata.
* Frambjóðandi VG byrjaði allar setningar á því að hneykslast á því hvað hinir voru “flokkspólitískir”. VG eru svo hipp og kúl að þeir eru fyrir ofan allt slíkt.
* Ef ég kýs VG þá er ALLT ókeypis.
* Það ættu allir að lesa grein Einars Kára í Mogganum í gær. Hún er ljómandi skemmtileg. Hef ekki fundið hana á vefnum, annars myndi ég vísa í hana. (uppfært: hún er [hér](http://www.xsreykjavik.is/xsreykjavikis/Skrif/Greinar/Grein/327))
* Áður en ég horfði á Kastljósþáttinn (horfði semsagt ekki á hann live) þá las ég umfjöllun um hann í Staksteinum. Ótrúlegt en satt, þá fannst ritstjórum Moggans frambjóðandi Samfylkingarinnar standa sig verst, en frambjóðandi íhaldsins best. 😯

En jæja, þarf víst að fara að elda. Matarboð í kvöld með perúsku og mexíkósku þema. Held að þetta sé að fara allt til helvítis, en vonandi reddast þetta einhvern veginn. 🙂

2 thoughts on “Frambjóðendurnir í Kastljósi”

  1. Mér fannst formaður Vg spila vel úr þessum þætti og það er akkúrat það sem þetta snýst um, en það verður að segjast eins og er að þinn maður er ekki skemmtilegur í svona debatt, allt of akademískur og langorður, veiðir ekki marga óákveðna með leiðindum.Exbé kom greinilega vel undirbúinn og vann þennan debatt að mínu mati, hristi upp í hópnum,Vilhjálmur náði sér örugglega í fullt af samúðaratkvæðum frá eldri borgurum á kostnað Dags og frjálslynda þarf ekkert að ræða frekar.

  2. Ég er sammála þér hvað varðar Dag – hann var ekki nógu góður – en ósammála þér varðandi hina. Skil ekki af hverju menn eru svona innilega sammála um að þessi Svandís sé svona æðisleg.

    Af hverju fær VÞV samúðaratkvæði frá eldri borgurum? Af því að hann er svo gamall, eða hvað?

Comments are closed.