Frelsi.is um Kúbu

Ég var að lesa grein á frelsi.is”>frelsi.is (frelsi.is notar ramma og því er ekki hægt að linka yfir á greinina, sem heitir “Að flýja heimalandið”). Þar er talað um Kúbverja, sem flýja land sitt til að fara til Bandaríkjanna. Er þetta nefnt sem góða ástæðu fyrir því að sósíalismi er alslæmur. Þetta er auðvitað rugl.

Fólk frá öllum heimshlutum flýr til Bandaríkjanna. Fullt af Íslendingum vilja t.d. búa þar. Á hverju ári eru svo miklu fleiri, sem flýja frá Haíti eða jafnvel Mexíkó, þar sem íhaldsmenn hafa stjórnað allt frá byltingunni, sem varð í byrjun aldarinnar. Fólk flýr ekki land sitt vegna sósíalisma, heldur vegna slæms efnahagsástands. Slæmt efnahagsástand er ekki einskorðað við sósíalísk ríki.

Annað, sem angraði mig var að í greininni var notað dæmið um Elian Gonzales. Ég bjó nú í Bandaríkjunum í vetur og þekki því það mál nokkuð vel. Móðir Elians var EKKI að flýja sósíalisma, heldur fór hún til Miami til að geta lifað með kærastanum sínum. Það var því ástin, en ekki pólítík, sem varð til þess að hún flúði.