Fundastress

Daginn í dag byrjaði ég á námskeiði í því hvernig á að glíma við mikið álag í vinnu. Einsog eftir pöntun varð tíminn eftir hádegi hreinasta martröð. Ég hef sjaldan afgreitt jafn mörg mál á jafn stuttum tíma. Síminn var orðinn svo slæmur á tíma að ég lokaði fyrir öll símtöl bara til að ég gæti einbeitt mér í fimm mínútur.

Samt, þá elskaði ég hverja mínútu. Ótrúlegt hvað maður hleðst upp af orku þegar það er svona brjálað að gera.

Á morgun á ég bókaða 6 fundi. Það er að ég held persónulegt met. Þetta hleðst upp því ég er að fara til Barcelona á sunnudaginn. Ég vildi að þetta væri skemmtiferð en svo er ekki. Bara vinna.

Vonast þó til að hafa einhvern lausan tíma, enda er Barcelona æðisleg borg. Pottþétt ein af mínum uppáhaldsborgum. Hef reyndar bara komið einu sinni þangað en í það skipti eyddi ég tveim heilum vikum þar þegar fyrrverandi kærasta mín var au-pair í borginni. Það eina sem skemmdi fyrir borginni þar var að það var ógeðslega mikið af fólki alls staðar. Hef aldrei kynnst öðrum eins troðningi á öllum opinberum stöðum. Ekki í London, New York eða Moskvu. Hvergi er þetta jafn slæmt og yfir high-season í Barcelona.