Futurice

Ég fór á Futurice í gærkvöldi og var það bara fín sýning. Það var reyndar helvíti erfitt að standa samfleytt í 4 klukkutíma. Ég var líka orðinn mjög svangur í endann, enda borðaði ég bara Opal og Chupa Chups allan tímann. Sýningin var þó flott og tónlistin ágæt. Reyndar fannst mér síðasta sýningin, sem átti að vera aðalnúmerið, vera hálf ómerkileg.