Fyrirlitning á frjálshyggju

Af einhverjum ástæðum er síðan Nöldur á RSS listanmum mínum, þannig að ég rekst þangað inn öðru hverju.

Ég held að ég hafi sjaldan lesið annan eins pistil og þann, sem Ragnar Torfi setur inn í dag.

Fyrirlitning þessa manns á öllu, sem tengist frjálshyggju er mögnuð. Hann legst niður á ótrúlega lágt plan með því að kalla þá, sem eru honum ósammála í stjórnmálum, öllum illum nöfnum, einsog: “Frjálshyggjuasnarnir, fæðingarhálfviti, Frjálshyggjufíflin, frjálshyggjuskrúðhænsni, frjálshyggjupáfuglar, frjálshyggjurugludallar, Frjálshyggjuaularnir, einfaldir, fáfróðir og vanhugsandi, heimska, frjálshyggjulúða og frjálshyggjufávita.” Svona pistlar eru náttúrulega ómarktækir.

Einnig segir Ragnar, sem býr víst í Banradíkjunum að menning í þessu landi sé: “að öllu leyti sú allra ömurlegasta lágmenning sem hægt er að ímynda sér”. Ég flokka þetta undir marklaust Evrópublaður um Bandaríkin. Það að halda því fram að engin menning sé í Bandaríkjunum er fásinna.