Fyrirtækjaskattar og nýsköpun

Það hafa ansi margir bent á grein eftir Warren Buffett, þar sem hann hvetur til þess að skattar á milljónamæringa í Bandaríkjunum verði hækkaðir. Margt í efni þessarar greinar á svo sem ekki við á Íslandi, þar sem að tekjuskipting er mun jafnari á Íslandi en í Bandaríkjunum.

Hins vegar fannst mér einn punktur í grein Buffets góður og hann á við um margt:

Back in the 1980s and 1990s, tax rates for the rich were far higher, and my percentage rate was in the middle of the pack. According to a theory I sometimes hear, I should have thrown a fit and refused to invest because of the elevated tax rates on capital gains and dividends.

I didn’t refuse, nor did others. I have worked with investors for 60 years and I have yet to see anyone — not even when capital gains rates were 39.9 percent in 1976-77 — shy away from a sensible investment because of the tax rate on the potential gain. People invest to make money, and potential taxes have never scared them off. And to those who argue that higher rates hurt job creation, I would note that a net of nearly 40 million jobs were added between 1980 and 2000. You know what’s happened since then: lower tax rates and far lower job creation.

Buffet er að tala um fjármagnsstekjuskatt, en þetta á ekki síður við um fyrirtækjaskatta.

Ég hef oft bent á þetta þegar að menn tala um fyrirtækjaskatta á Íslandi og hvernig þurfi að lækka þá til að efla nýsköpun. Ég veit ekki um einn einasta mann, sem hefur hætt við að stofna fyrirtæki eða koma hugmynd sinni á framfæri vegna þess að skattur á hugsanlegan framtíðarhagnað sé of hár. Þegar ég stofnaði mitt fyrirtæki með mínum vini þá vissi ég ekki einu sinni hve hár fyrirtækjaskatturinn á Íslandi var. Ég hugsaði það alltaf þannig að ef að eftir einhver ár fyrirtækið yrði nógu stórt og farsælt til að skila alvöru hagnaði þá myndi það ekki skipta öllu máli hvort að skatturinn yrði 15% eða 25% af þeim hagnaði.

Ég held að flestir sem hafa áhuga á að stofna fyrirtæki hugsi mest um það hvernig er hægt að koma þeim af stað, en ekki hvernig hagnaðinum verði skipt þegar að því kemur. Þess vegna er mun mikilvægara að hafa stöðugan gjaldmiðil, góðan aðgang að erlendum mörkuðum og að hæfu vinnuafli. Þannig skipti hlutir einsog ESB aðild og menntun miklu meira máli fyrir nýsköpun heldur en skattar.


Hérna er einnig góð grein eftir Sam Harris um svipað mál: How Rich is Too Rich? Þar beinir Harris orðum sínum til þeirra, sem vilja ekki jafna tekjur, hversu mikil tekjusmisskipting sé ásættanleg? Hversu mikinn hluta af verðmætum heimsins er eðlilegt eða réttlátt að ríkasta fólk heims eigi?

And there is no reason to think that we have reached the upper bound of wealth inequality, as not every breakthrough in technology creates new jobs. The ultimate labor saving device might be just that—the ultimate labor saving device. Imagine the future Google of robotics or nanotechnology: Its CEO could make Steve Jobs look like a sharecropper, and its products could put tens of millions of people out of work. What would it mean for one person to hold the most valuable patents compatible with the laws of physics and to amass more wealth than everyone else on the Forbes 400 list combined?

How many Republicans who have vowed not to raise taxes on billionaires would want to live in a country with a trillionaire and 30 percent unemployment? If the answer is “none”—and it really must be—then everyone is in favor of “wealth redistribution.” They just haven’t been forced to admit it.

Ég mæli með þessari grein.

12 thoughts on “Fyrirtækjaskattar og nýsköpun”

 1. Eitt í viðbót.

  Umræðan á Íslandi er oft mjög grunn og einstrengingsleg þegar kemur að sköttum. Ég er sammála því að skattkerfið megi ekki vera of flókið og helst á ekki að hringla of mikið með það. En sú dogmatíska skoðun að lágir skattar jafngildi mikilli velsæld stenst enga skoðun. Það er þvert á móti þannig að lönd þar sem skatttekjur ríkisins eru miklar að það eru þau lönd þar sem mest velsæld ríkir.

  Að fjármagna velferðina sem við búum við með sköttum er ákveðin samfélagssáttmáli sem við höfum öll skrifað undir og það er staðreynd að mjög fáir vilja breyta því fyrirkomulagi. Meira að segja núna, á þessum krepputímum, þá segjast 93% aðspurðra vilja auka við stóran útgjaldalið sem greiddur er með sköttum, sem eru laun leikskólakennara.

  Dæmin sýna hins vegar að ákveðnir aðilar eru tilbúnir að svíkja þennan sáttmála. Þetta sáum við skýr dæmi um á árunum 2002-2007 þegar að gróði af fyrirtækjarekstri hafði aldrei verið meiri og skattar á tekjur fyrirtækja og arð af fjármagni höfðu aldrei verið lægri. Bestu synir og dætur Íslands (a.m.k. á suma mælikvarða) tóku þá ákvörðun um að koma gróða sínum undan þeim lágu sköttum sem þó voru lagðir á þá. Skatta sem landar þeir greiddu af skyldurækni, þó með með mismikilli ánægju eins og gengur.

  Það þarf aukna umræðu um það tilræði við samfélagið sem þarna var framið. Um þetta snerist útrás íslenskra banka til Lúxembúrg öðrum þræði – að koma auði örfárra einstaklinga undan. Ekki undan hárri skattlagningu, ekki undan sanngjarnri skattlagningu einu sinni, heldur beinlínis einum lægstu sköttum innan OECD-ríkjanna.

  Mér er minnistæð grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar frá því fyrir hrun sem skammaði að ég held Morgunblaðið, eða kannski var það Viðskiptablaðið, fyrir að kalla þessa flutninga á arði af íslenskri starfsemi til útlanda í skattaskjól, skattsvik. “Þetta eru skattvik, ekki skattsvik,” sagði Hannes og taldi fullkomlega eðlilegt.

  En einmitt út af biturri reynslu okkar úr nýliðinni fortíð þá er mikilvægt að staldra við og taka núna umræðuna alla leið. Bæði gagnvart tillögum um að hækka skatta (sem er heldur ekki alltaf skynsamlegt) og því háværa ákalli sem stöðugt glymur, um að lækka þá.

 2. Jæja Gaurar. Þetta er einhver sú almesta vitleysa sem ég hef lesið. Maður þarf hreinlega að leiðrétta þetta lið fyir lið hjá ykkur báðum, Einar og Andrés.

  Warren Buffet gleymir að tilgreina að hann borgar ekki bara fjármagnstekjuskatt heldur er búið að borga fyrirtækjatekjuskatt af þeim arði sem hann tekur sér úr fyrirtækjum sínum. Hann er því að borga mun meiri skatta af fyrirtækjum sínum en hann gefur í skyn. Fjármagnstekjuskattu er 15% en tekjuskattur fyrirtækja 35%. Í heildina borgar Buffet þvi jafnháa eða hærri skatta en venjulegt fólk. Þá gleymir Buffet algjörlega að fjalla um 45% erfðafjárskatt í Bandaríkjunum, sem á eftir að sjúga hressilega af eignum hans.

  Buffet styður væntanlega meiri ríkisumsvif þar sem hann hagnast af ríkisumsvifum og skattpíningu. Hann hefur m.a. keypt upp fyirrtæki fjölskyldna sem hafa ekki getað staðið skil á 45% erfðafjárskattinum við fráfall eiganda og hann rekur líftryggingafyrirtæki sem hagnast af því að veita fólki aðstoð við skattaskipulagningu v. erfðarfjárskattsins. Buffet græddi 1 milljarð dollara með því að kaupa hluti í Goldman Sachs eftir bankahrun og stólaði þar á að ríkið myndi beila bankann út. Hann hefur fjárfest mikið í etanólfyrirtækjum sem stóla líka á rikisafskipti enda er etanól (og verður sennilega um alla tíð) ekki raunhæfur orkuvalkostur nema með miklum ríkisstyrkjum.

  EF Buffet vildi borga meira til ríkisins þá er honum frjálst að gera það. Bandaríkjastjórn rekur mas sérstaka vefsíðu til að taka við frjálsum framlögum.

  Vonandi borgar hann þó ekki meira til ríkisins því það má stóla á að Obama notar peningana af minna viti, skapar færri störf og minni verðmæti.

  Einar örn: “Ég veit ekki um einn einasta mann, sem hefur hætt við að stofna fyrirtæki eða koma hugmynd sinni á framfæri vegna þess að skattur á hugsanlegan framtíðarhagnað sé of hár” -Þvílík steypa. Hvern einasta dag verða arðvænlegar hugmyndir að engu vegna þess að jaðarskattur ríkisins er of hár. Hvern einasta dag fara fyrirtæki á hausinn því þau gátu ekki borið háa skattlagnignu hvort heldur í formi tekjuskatts, trygigngagjalds eða virðisaukaskatts. Hvern einasta dag hætta menn við að taka slaginn við samkeppnina, því þeir sem hafa náð að festa rætur njóta svo mikils skattalegs forskots á frumkvöðlana. Ég átti viðtal við mann núna síðast í mánudagsblaði Moggans þar sem hann benti á hvað skattpíningin hefur letjandi áhrif bara á einstaklinginn -ungir og orkumiklir menn nenna ekki að bæta við sig vinnu því skatturinn tekur megnið af tekjunum. Á sama hátt nenna ungir og orkumiklir menn ekki að taka stökkið að stofna fyrirtæki því strax á fyrstu skrefum er skatturinn kominn á hælana á þeim.

  Þetta skattatímabil sem Buffet nefnir í lok 8. áratugarins, og að hann hafi “not shied away from a sensible investment” -fyrir það fyrsta þá nefnir Buffet ekki hvernig skattastefna ríkisins hlýtur að hafa stýrt fjárfestingarákvörðunum hans. Án skattanna hefði hann eflaust fjárfest í einhverju öðru, vel með meiri hagnaði eða minni áhættu. Án skattanna hefði markaðurinn í kringum hann vel hagað sér öðruvísi, með minni sveiflum og meiri hagvexti. Þú finnur líka fjárfestingarmöguleika á Kúbu, en það er ekki þar með sagt að fólkið sé betur statt vegna kommúnismans, eða að fjárfestingarmöguleikarnir væru ekki margfalt betri ef eyjan og fólkið á henni væru frjáls.

  Þá nefnir hann ekki að tekjuskattar á fyirrtæki í BNA hafa í fjöldamarga áratugi verið svimandi háir. Eftir því sem markaðir hafa opnast hafa enda Bandarískir fjárfestar verið fljótir að grípa gæsina og færa fjárfestingar sínar á lágskattasvæði og koma eignum sínum undan krumlum IRS.

  Að þú skulir hafa stofnað fyirrtæki án þess að vita yfir höfuð hver tekjuskatturinn væri á fyrirtækjum lýsir alveg hreint fádæma óvarkárni. Í alvöru samkeppnisumhverfi skiptir hvert prósentubrot í rekstrinum máli og getur skilið á milli feigs og ófeigs. Stofnaðirðu fyrirtækið þitt með “þetta reddast” -hugarfarið að leiðarljósi? Jesus tapdancing…

  Eins og hann Sam Harris getur nú verið klár þegar hann talar um trúmál þá er þetta kvót um misskiptingu annað hvort tekið úr samhengi eða á algjörum misskilningi byggt. Þetta er gamla lúddíska ranghugsunin um að það sé á einhvern hátt rangt og skaðlegt að nota tækni til atvinnuspörunar og afkastaukninga. Eða eigum við að leysa atvinnuleysið með því að banna hraðbanka og traktora því samfélagið væri bættara með fleiri gjaldkerum í bönkunum og handdregnum plógum á ökrunum? Værum við bættari ef við slökktum á fiskvinnslutækjunum svo fleiri gætu fengið vinnu við að handflaka?

  Andrés: “Það er þvert á móti þannig að lönd þar sem skatttekjur ríkisins eru miklar að það eru þau lönd þar sem mest velsæld ríkir.” Athugaðu þessi lönd sem þú nefnir, og rýndu í hvort að grundvöllur velsældar þeirra liggur ekki í vaxta- og framfaratímabili löngu fyrir tíma hárra skatta. Bandaríkin urðu t.d. stórveldi löngu fyrir skattahækkanir og afskipti FDR. Það er þetta momentum sem varð til á tímum frelsisins (og nýlendutímans, í sumum tilvikum), sem er að drífa áfram þessi háskatta hagkerfi. Þau vaxa ekki vegna hárra skatta heldur þrátt fyrir háa skatta. Öll teikn eru á lofti um að mómentumið sé að verða uppurið og þriðja leiðin að verða gjaldþrota með epískum hætti. Opnun markaða og auðveldari flutningar einstaklinga og fyrirtækja til lágskattasvæða eru að flyta fyrir dauðdaga þriðjuleiðarinnar.

  Þessi samfélagssáttmáli hárra skatta er einmitt ekki eitthvað sem “allir hafa skrifað undir”, og “fáir vilja breyta”. Við erum reyndar fest í flóknum hnúti skatta og ríkisafskipta sem fólk ýmist ekki skilur, eða þorir varla að leysa af ótta við að fyrstu þræðirnir sem losna séu þeir þræðir sem liggja til þess sjálfs. Blessunarlega fer ört stækkandi í þeim hópi sem hallast að libertaríanisma og vill höggva á hnútinn

 3. Það er gaman að Ásgeir Ingvason, blaðamaður Morgunblaðsins, skuli telja sig hafa efni á því á að útskýra (á ótrúlega hrokafullan hátt) fyrir fyrirtækjaeigandanum Einari Erni að hann sé einhvers konar bjáni á að átta sig ekki á hve mikið hann er kúgaður af vonda ríkisvaldinu, hann hafi nefnilega menn sem hafa sagt honum….

  Ég hafði hugsað mér að svara kommenti Ásgeirs, en ég á í erfiðleikum með það. Ég veit ekkert (og stendur eiginlega alveg á sama) um Warren Buffett svo ég get lítið tjáð mig um hann. Hvað restina varðar þá kemur svolítið á óvart að Ásgeir sé starfandi blaðamaður. Hann virðist telja stjórnmálaafstöðu sína vera ígildi staðreynda og hendir fram jaðarkenningum eins og þær séu sjálfgefnir hlutir. Ekki geta þetta talist góð vinnubrögð.

  En það var þó eitt sem vakti athygli mína Ásgeir, í kommentinu þínu segir þú:

  “Í alvöru samkeppnisumhverfi skiptir hvert prósentubrot í rekstrinum máli og getur skilið á milli feigs og ófeigs. Stofnaðirðu fyrirtækið þitt með “þetta reddast” -hugarfarið að leiðarljósi?”

  Tvær spurningar:

  Er ég að skilja það rétt að þú teljir skyndbita staðinn Serrano ekki starfa í “alvöru samkeppnisumhverfi”? Getur þú útskýrt fyrir mér í hvernig samkeppnisumhverfi hann þá starfar ef það er ekki “alvöru”.
  Útskýrðu fyrir okkur hvernig þinn vinnustaður starfar í “alvöru samkeppnisumhverfi” svona ef horft er til þess að blaðið virðist ekki hafa haft rekstrargrundvöll í hálfan áratug og er haldið uppi á botnlausum lánveitingum?

 4. Kæri Þórir. Leitt ef ég er að virka hrokafullur. Ekki meiningin að meiða neinn og vonandi að það hrökkvi af mönnum þó ég grípi til nokkurra litríkra orða. Það er leiðinlegt að lesa texta þar sem öllu er pakkað inn í blúndur og bómull.

  Ég vona annars að blaðamönnum sé frjálst að hafa skoðanir. Fótboltamenn sem halda með KR geta líka skrifað greinar um Val.

  Í alvöru samkeppnisumhverfi skipta prósentubrotin vissulega máli. Við sjáum þetta skýrast á stærri og harsvíraðri mörkum eins og í Bandaríkjunum, þar sem hagnaður stórra fyrirtækja getur horfið yfir nóttu ef einhver liðurinn í rekstrinum reynist hálfu prósentustigi stærri eða minni. Það er ósköp gaman, og ekki alslæmt, að menn skuli vera svo bjartsýnir og djarfir að taka bara stökkið án þess að hafa reiknað hverja tölu í tætlur, mörg ár fram í tímann. Það má komast langt á dirfskunni, en það eru samt ekki beinlínis skynsamlegustu vinnubrögðin.

  En ég er á leiðinni á fund og þarf að svara þér á tölvupósti seinna um samkeppnisumhverfi fjölmiðla á Íslandi. (Sko, sjáðu, þarna notaði ég trixið…)

 5. Ég verð að játa það að komment sem byrja á

  “Jæja Gaurar. Þetta er einhver sú almesta vitleysa sem ég hef lesið”

  og segja svo um setningar í greininni minni:

  “Þvílík steypa”

  gera mig ekki beint spenntan því að svara. Þú segist ætla að leiðrétta greinina lið fyrir lið, en ég sé ekki mikið af því.

  Það er ósköp gaman, og ekki alslæmt, að menn skuli vera svo bjartsýnir og djarfir að taka bara stökkið án þess að hafa reiknað hverja tölu í tætlur, mörg ár fram í tímann. Það má komast langt á dirfskunni, en það eru samt ekki beinlínis skynsamlegustu vinnubrögðin.

  Ég vil nú meina að ég hafi komist áfram á einhverju öðru en bara dirfskunni og það verður bara að hafa það ef þér finnst það ekki skynsamleg vinnubrögð. Eflaust eru til þeir sem reikna sig mörg ár fram í tímann í Excel þegar þeir stofna ný fyrirtæki, en slíkir útreikningar eru sjaldan mjög markverðir þegar að þú stofnar nýtt fyrirtæki og hefur litla hugmynd um það hver viðbrögð við því verða. Það breytir því ekki að ég hef ekki hitt neinn sem hefur hætt við að stofna fyrirtæki útaf of háum fyrirtækjasköttum. Þér má vel finnast það steypa að ég þekki engan slíkan, en svona er þetta bara.

  Þú svaraðir ekki spurningu Þóris um “alvöru samkeppnisumhverfi”. Er það semsagt bara skyndibitamarkaður í Bandaríkjunum sem er “alvöru”. Er Ísland og Svíþjóð þá bara “plat”?

  Ég get svo ekki séð neitt markvert í þessum punktum þínum um grein Harris. Einhver útúrsnúningur um hraðbanka og dráttarvélar eru hvorki sniðugir né sérstaklega beittir. Þú gætir til dæmis bara svarað spurningunni hans:

  How many Republicans who have vowed not to raise taxes on billionaires would want to live in a country with a trillionaire and 30 percent unemployment? If the answer is “none”—and it really must be—then everyone is in favor of “wealth redistribution.” They just haven’t been forced to admit it.

  Ef þú ert sáttur við svona þjóðfélag einsog Harris nefnir, þá viljum við tveir greinilega ekki búa á sama stað.

 6. Það er fátt skemmtilegra en að ræða um rekstur og skattamál. Málaflokkur sem ég gæti skrifað og skrafað um endalaust.

  Ég held ég sé búinn að fara nokkuð vel yfir þær ranghugmyndir og göt sem hafa komið fram hér að ofan, leiðrétt bullið í Buffet omfl, en það er samt ágætt að taka þetta helsta saman og skerpa á nokkrum atriðum (nú með númerum).

  1.
  Skattar hafa veruleg og neikvæð áhrif á fyrirtækjarekstur og forsendur á markaði. Að gefa það í skyn að skattar skipti engu fyrir rekstur, að menn “hætti ekki við að stofna fyrirtæki” þrátt fyrir háa skatta er einfaldlega rangt.

  Skattar auka áhættu og breyta ákvörðunum manna um það við hvað þeir fást, með hvaða hætti og hvar í heiminum þeir staðsetja reksturinn.

  Vitaskuld eru margir (alltof margir að mínu mati) sem fara af stað án þess að huga vandlega að þeim fjöldamörgu opinberu gjöldum sem leggjast á reksturinn en ná samt að plumma sig rekstrarlega. Hins vegar er óvönduð viðskiptaáætlun, þ.á.m. að vanrækja að meta áhrif opinberra gjalda, ein helsta ástæða þess að stór hluti start-up fyrirtækja fer á hausinn. Um fjórðungur endist ekki fyrsta árið og 50% eru farin á hausinn eftir fjögur ár.

  Erfiðara er að koma tölu á öll þau fyrirtæki sem ekki verða til, einmitt vegna þess að fólk hefur haft fyrir því að reikna dæmið út og sjá að væntanlegur ávinningur er ekki í samræmi við áhættu og erfiði. Að halda að skattar hafi þar ekki mikið að segja væri mjög naív niðurstaða. (Ég vona að það særi engan að ég noti orðið “naív” -dettur bara ekki betra orð í hug og orðavalið ræðst ekki af illkvittni eða slæmu uppeldi) Það breytir heilmiklu fyrir rekstur þegar tryggingagjald er orðið rúmlega 8%, mótframlag í lífeyrissjóð 8%, fasteignaskattur 1,65%, virðisaukaskattur 25,5%, tollar upp á tugi prósenta lagðir á alla mögulega vöru etc. ad infinitum.

  Eða halda menn virkilega að það myndi ekki breyta eftirspurn eftir bílum og snarbæta rekstrarumhverfi fyrir bílasölur ef tollar á bílum væru afnumdir? Eða að það gjörbreyti ekki rekstrarforsendum fyrir nýjum skemmtistað ef áfengisgjöld væru felld niður? Myndi það ekki trufla rekstur veitingastaða ef lagður yrði 30% viðbótarskattur á eldaðan mat á morgun? Að vinnuaflsfrek starfsemi væri ekki með gjörbreyttar forsendur ef launatengd gjöld myndu lækka um helming?

  Eitt skýrasta og sorglegasta dæmið um hvernig skattar drepa frumkvöðlastarf snýr ekki að tekjuskatti fyrirtækja, heldur að reglum um reiknað endurgjald eigenda. Einar, Andrés og Þórir þekkja örugglega að ef t.d. forritari stofnar fyrirtæki til að þróa hugbúnað í bílskúrnum hjá sér þá verður hann skv lögum að borga tekjuskatt eins og hann væri að greiða sjálfum sér full laun strax frá fyrsta degi, jafnvel þó fyrirtækið skili engum hagnaði fyrstu árin. Það er því ekki nóg með að hann þurfi að vera tekjulaus eða tekjulítill á löngu þróunarskeiðinu, heldur þarf hann í ofanálag að greiða svimandi skatta af engum tekjum. Ekki segja mér að þessi veruleiki breyti ekki miklu um það hvort ungir forritarar ákveða að spreyta sig á eigin rekstri eða ráða sig í vinnu hjá öðru fyrirtæki. Pælið í því í leiðinni hvaða áhrif það hefur síðan á samkeppni og nýsköpun, þegar ný fyrirtæki hafa þennan extra myllustein um hálsinn í samkeppninni við þá sem þegar eru búnir að koma sér fyrir á markaðinum.

  En kannski ertu, Einar, að reyna að segja að þar sem öll fyrirtæki borga n.v. jafnhaá skatta (sem er reyndar ekki raunin) þá séu allir með sömu forgjöfina og hegði sér því með alveg sama hætti og þeir hefðu án skattanna. Það er aftur rangt, enda breytir skattlagning ávinningi fólks af ólíkum verkefnum, breytir vali þeirra á viðfangsefnum og áhættutöku.

  Það má reyna að koma þessu til skila með myndlíkingu: Safnaðu saman þúsund manns, skiptu í tvo hópa og gefðu hvorum hóp fyrir sig það verkefni að baka risastóra köku. Til að herma eftir áhrifum skattlagningar skaltu binda hægri höndina fyrir aftan bak á meðlimum annars hópsins. Sjáðu svo hvort það breytir ekki hegðun og afköstum.

  Í bundna hópnum þarf fólk að hafa meira fyrir hlutunum, hefur enga eða mjög takmarkaða getu til að gera flóknari hluti, og sumir segja hreinlega “fokkit, ég tek ekki þátt í þessari heimskulegu myndlíkingu” og flytja til Panama eða bíða í röð eftir félagslegri kökuaðstoð hjá næsta sveitarfélagi. Bundni hópurinn hegðar sér allt öðruvísi en sá óbundni, ræður ekki við að baka jafnflókna og fallega köku og óbundni hópurinn, og endar á að baka minni, bragðverri, og ljótari köku.

  Svona eru kökur gagnlegar til að koma því til skila með myndlíkingu að skattar bæði breyta og takmarka hegðun fólks til hins verra og skila minni heildarávinningi fyrir heildina.

  2,5

  Til að skoða hvaða áhrif skattur hefur á rekstrarforsendur getum við líka ímyndað okkur að Árni getur gert 10 sushibita á dag en bara bakað 8 snúða. Björn getur bakað 10 snúða á dag en bara gert 8 sushibita. Einn snúður þykir jafnverðmætur og sushibiti.

  Nú langar Árna í 10 snúða og ætlar að bjóða Birni dagsvirði af Árnasúshi fyrir dagsvirði af snúðum Björns.

  Þá vill svo óheppilega til að ríkið leggur 30% skatt á matvælasölu, svo hvorki Árni né Björn hafa neinn ávinning lengur af viðskiptunum. Jaðarávinningurinn er ekki jafn jaðarkostnaðinum. Án skattanna hefði Árni getað fengið sér snúðana sem hann langaði í með því að vinna í einn dag en þarf núna að vinna í 1,25 daga til að baka sér snúðana sjálfur, eða þá vinna 1,3 daga við sushigerð til að kaupa snúðana af Birni.

  Segðu svo að skattar breyti engu.

  Það sem verra er að Björn vildi fá sér 10 sushibita, og stendur frammi fyrir sömu slæmu valkostum þar sem skattheimtan hefur tekið af honum hagkvæmasta valkostinn. Gefum okkur að þeir Björn og Árni velji báðir næsthagkvæmasta valkostinn, sjálfsþurftareldamennskuna, þá hefur hagkerfið í heild tapað sem nemur hálfs dags vinnuframlagi.

  Ákaflega einfaldað dæmi en brúkanlegt til að lýsa í grófum dráttum áhrifum skattlagningar á verðmætasköpun, neytendahegðun, arð og ávinning af að selja vöru og þjónustu.

  3.
  Ef ég skil Sam Harris rétt hefur hann áhyggjur af því hvað gerist þegar vélar geta unnið öll störf.

  Eins og ég sagði þá er þetta gamla Lúddíta-ranghugmyndin. Þegar iðnvæðingin hófst hafði fólk logandi áhyggjur af að vélarnar myndu gera alþýðu manna atvinnu- og allslausa. Við hlæjum að þessum ranghugmyndum í dag enda vitum við að á frjálsum markaði finnur fólk alltaf leið til að skapa eitthvað sem öðrum þykir verðmætt og þess virði að greiða fyrir. Það er vélvæðingunni að þakka að við getum í dag setið heima fyrir framan tölvuskjáinn hálfan daginn, hámað í okkur kræsingar frá öllum heimshornum, upplifað list og menningu af öllum toga með því einu að smella músarhnappi, og fjasað um hagfræði í bloggum. Það er vegna vélvæðingarinnar að stærstur hluti vinnuaflsins vinnur við þjónustu, menningu, fræðslu og vísindi í stað þess að strita úti á ökrunum myrkranna á milli.

  Ef við ætlum svo að nota vísindaskáldskap til að réttlæta þriðjuleiðar efnahagsstjornun með ríkisafskipti og jöfnun að leiðarljósi, þá erum við aldeilis ekki á réttri leið. Þá getum við allt eins farið að ræða um landvarnir út frá hættuni á að uppvakningar fari á stjá. Notum Zombie-hættuna til að réttlæta að allir hafi þrjár hlaðnar haglabyssur og sveðju undir rúminu. Zombie-gildrur í hvern garð.

  Hagfræði Adams Smith og félaga fjallar um það hagkerfi sem við búum við í dag, þar sem finna þarf skynsamlegustu leiðina til að ráðstafa takmörkuðum auðlindum og auka verðmætasköpun og hagsæld. Við erum óravegu frá því að vera komin í eitthvern Star-Trek hagfræðiveruleika.

  Það sem Sam Harris gleymir líka í þessu fantastíska ímyndaða dæmi sínu er að trilljónerinn býr ekki í tómarúmi. Auðmenn dagsins í dag eru ekki eins og Jóakim Aðalönd með allan peninginn sinn í geymi. Auður þeirra er úti í markaðinum, í fyrirtækjum og fólkinu sem þar vinnur. Ef þú tækir allan auð, öll fyrirtæki ríkasta fólks bandaríkjanna og settir í hendur eins manns þá myndi það ekki þýða að nokkuð breyttist í rekstri Exxon, Amazon, Telmex eða Microsoft. Það besta sem auðmaður getur einmitt gert við eigur sínar er að fjárfesta í hugviti og vinnuframlagi fólks, og það er ekki að fara að breytast jafnvel ef við náum að skapa einhvers konar I Robot samfélag.

  Ef Sam Harris er að reyna að færa fyrir því rök að það sé ástæða til þess í dag að auka skatta á þá ríku og dreifa til þeirra fátæku þá er hann á rangri leið. Vandinn í dag er ekki að við skattleggjum þá ríku of lítið, heldur að við skattleggjum meðal- og lágtekjufólkið of mikið, ríkið er of stórt og með puttana í stóru og smáu.

  4.
  Það virðist ekki alveg hafa komist til skila hvað ég á við með “alvöru samkeppnisumhverfi”. Þar er ég að tala um geira þar sem ríkir raunveruleg cutthroat samkeppni. Ef við einblínum á veitingastaðageirann þá sjáum við t.d. að samkeppnin er ekki sama eðlis á Manhattan eðaí 101 Rvk, eða í Grindavík ef því er að skipta. Sá sem ætlar að reka restaurant í miðborg New York Borgar hrærist í umhverfi sem er af allrahörðustu sort. Í nokkura “blocka” radíus má finna uþb 100 keppinauta. Smáatriði eins og að vera ekki með nógu fallega heimasíðu getur þýtt agnarögn minni sölu sem á nokkrum árum getur þýtt að samkeppnin hefur náð svo miklu forskoti að rekstarforsendur eru brostnar. Í sliku umhverfi telja menn hverja krónu og hafa vakandi auga með hverri prósentu. Sá sem gleymir að taka með í reikninginn tekjuskattprósentuna er fljótt kominn í vandræði. “Þetta reddast” hugarfarið gengur ekki allsstaðar og er ekki til eftirbreytni.

  Tölvur farsímar og flugfélög, eru annað gott dæmi um iðnað þar sem eitt prósent hér getur þýtt að nokkrar krónur bætast við verðin sem þýðir að samkeppnin rúllar yfir mann.

  Þar erum við svo auðvitað farin að nálgast allt annað umræðuefni sem er áhrif skattlagningar á samkeppnishæfni innlendra fyirrtækja við erlend. Ef td. launakostnaður hugbúnaðarfyrirtækis er sá sami á Íslandi og í Bretlandi, nema á Íslandi er tekjuskatturinn tvöfalt hærri en hjá Bretum; hvort ætli breska eða íslenska hugbúnaðarfyrirtækið geti gert betra tilboð í verkefni?

 7. Mætti ég spyrja af einskærri forvitni? Hvað hefur þú stofnað mörg fyrirtæki um ævina, Ásgeir?

 8. Gott blogg og athyglisverð svör sem eru að koma hérna.

  En ég verð eiginlega að taka undir að hluta með Ásgeiri, að því leyti að skattaprósenta hlýtur oft eða alltaf að vera tekið með í reikninginn þegar fyrirtæki, þá sérstaklega stórfyrirtæki, eiga í hlut.
  Ef það væri ekki málið, þá væru við ekki með fordæmi fyrir Evrópudómstólnum um að fyrirtæki mega færa sig á milli landa einungis út frá skattasjónarmiðum. Einnig getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að fjöldi íslenskra fyrirtækja starfa út frá skattaparadísum (án þess að hljóma eins og versti moggabloggari).

  Kannski fyndnasta dæmi sem ég man um þetta sá ég á fyrirlestri hjá Landsvirkjum um starfssemi þess. Þar sem um er að ræða félag sem stundar stórar framkvæmdir, þarf það miklar tryggingar á bakvið sig. Hefur því verið stofnað tryggingarfélag innan þess sem sér um hluta virkjana og er það af skattalegum sjónarmiðum staðsett, að mig minnir, á Tortóla frekar en sambærilegri eyju.

Comments are closed.