Gengi hlutabréfa

Þetta, dömur mínar og herrar er gengi FL Group síðustu 12 mánuði:

ticker.xice.FL1YEAR510300_S.png

Er þetta eðlilegt?

9 thoughts on “Gengi hlutabréfa”

  1. Ég veit ekki.

    Nema hvað myndin er dálítið villandi. Klippt er neðan af henni við gengið þrettán. Þannig að þótt að það líti út fyrir að gengið hafi u.þ.b. tífaldast á ári á þessari skýringarmynd þá hefur það í raun “aðeins” hafa tvöfaldasta.

    Hvort að það sé eðlilegt að gengi í fyrirtæki á blússandi siglingu tvöfaldist á svo skömmum tíma skal ég ekki segja. Ætli það segi okkur ekki bara meira um markaðinn en fyrirtækið. Eigum við ekki að vona bara að þetta séu sveiflur sem leiði okkur á endanum að sanngjörnu raunvirði.

  2. >Hvort að það sé eðlilegt að gengi í fyrirtæki á blússandi siglingu tvöfaldist á svo skömmum tíma skal ég ekki segja.

    Hvernig er þessi blússandi sigling? Ég hef nefnilega aldrei skilið hana. Hlutabréf, sem fyrirtækið á í, hafa hækkað, en ekkert í rekstri Icelandair hefur breyst svo dramatískt að það geti réttlætt tvöföldun á gengi hlutabréfa á þrem mánuðum.

    En ég líka skil ekki íslenskan hlutabréfamarkað, svo það er ekki að marka mig.

  3. Reksturinn á að hafa gengið mjög vel undanfarið skv. því sem maður á að vita.
    En á hinn bóginn er ég sammála því að það er varla svo dramatískt að það réttlæti þvílíka hækkun.
    Einhver sagði að þetta væri nú bara blaðra. Í Kauphöllinni ku vera fyrirtæki sem skiptast á bréfum eins og körfuboltamyndum og geta innbyrðis ákveðið á hvaða gengi þeir selja hverjum öðrum. Þetta gengur nú aldrei til lengdar. Svonalega leiðréttist fyrr eða síðar skv. minni rassvasahagfræði. Nú er bara spurningin, hver borgar brúsar. Vonandi braskararnir. Þó það sé sjaldnast raunin.

  4. Nákvæmlega. Auðvitað leiðréttist þetta. Einhvern tímann. En það virðist bara ekki gerast á Íslandi.

    Sama hversu vel hefði gengið hjá Icelandair, þá myndi það ekki réttlæta svona hækkanir. Svo er nefnilega málið að það á einhver eftir að tapa á þessu og það verða einsog þú segir ekki braskararnir.

  5. Þetta er “ekki nema” tvöföldum. Villandi línurit þess vegna. Hvað eru mikil viðskipti á bak við þessar hækkanir yfirleitt? Íslenski markaðurinn er lítill og hækkanir hafa oft orðið vegna hlutfallslega lítilla viðskipta. Hverjir eru að versla þarna á bak við? FL Group er eitt af fyrirtækjunum á markaði sem allir bankarnir eru með “vaka” á, ekki satt? Mætti kalla þetta eitthvað-er-að-gerast-hringrásina 🙂

  6. Já, ég veit að línuritið er villandi. En væri það ekki næstum því jafn áhrifamikið þótt það væri miðað við núllpúnkt?

    Málið er að FL Group hefur TVÖFALDAST á ÞREM MÁNUÐUM. Þetta gerist einfaldlega ekki annars staðar í heiminum, nema eitthvað stórkostlegt breytist í rekstri fyrirtækja. Get ekki séð að það hafi gerst hér.

    En einsog ég tók fram í upphafi, þá skil ég ekki íslenskan markað.

  7. reyndar hefur talsvert breyst í rekstri FL Group og helst þá fyrirtæki sem að þeir eru að kaupa einnig hafa þeir verið að “diversify the portfolio” með því t.d. að kaupa drykkjarfyrirtæki. FL Group er ekki lengur Icelandair…heldur orðið fjárfestingarfyrirtæki og við vitum öll að það er “the magic word” til að ná fram hækkun á hlutabréfamarkaði….. en hvort að þetta sé eðlilegt að þá hefur ekkert verið eðlilegt á íslenska hlutabréfamarkaðnum lengi….

  8. Körfuboltamyndirnar.. aaahhh.. það var stuð. Ég átti sko margar flottar. Var að safna Pippen-um og Reggie Miller-um.
    fyrir utan þetta skil ég ekkert hvað þið eruð að tala um :laugh:

Comments are closed.