Jess jess JESSSSSS!!!!!
[Roger Waters spilar í Egilshöll 12. júní](http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1185457)!!!
Fyrir þá, sem ekki vita þá var Roger Waters bassaleikari og aðallagahöfundur Pink Floyd á helsta blómaskeiði hljómsveitarinnar. Ég sá [Waters á tónleikum í Houston, Texas](https://www.eoe.is/gamalt/2000/06/11/21.41.13/) fyrir nokkrum árum og það eru sennilega aðrir af tveim bestu tónleikunum, sem ég hef séð á ævinni (ásamt Radiohead í Grant Park í Chicago).
Ég er reyndar forfallinn Pink Floyd aðdáandi, þrátt fyrir að ég hafi hlustað afskaplega lítið á þá síðustu 2-3 ár. Á nokkurra ára tímabili voru þeir mín uppáhaldshljómsveit og ég hef eytt óteljandi klukkustundum hlustandi á gamla diska með þeim. Ég veit ekki hvort að tónleikarnir í Egilshöllinni verða jafn stórkostlegir og þeir í Houston, en ég get allavegana látið mig dreyma.
Þetta verður æði!
Hverjir standa fyrir þessum frábæra innflutningi?
Já þetta lýst mér vel á, en ég hef átt erfitt með að njóta mín á tónleikum hér á Íslandinu góða, vona að það breytist núna.