Genni og Aurel

Genni vinur minn er núna að byrja nám við LSU, sem er skólinn sem Shaquille O’Neal var í. Þar komst hann að því hvað heimurinn er ótrúlega lítill. Málið var að hann gisti í nokkra daga hjá rúmenskum hjónum. Þegar hann fór svo að tala við kallinn, þá komst hann að því að hann kenndi við Northwestern, sem er minn skóli.

Genni spurði þá hvort hann þekkti einhvern Íslending, og þá komst hann að því að þetta var Aurel Stan, sem var einmitt stærfræðikennarinn minn. Þessi kennari er einmitt alger snillingur. Hann kallar mig alltaf Mr. Einarsson og er alveg ótrúlega skemmtilegur kennari.