Gleraugu

Ok, prófaði að taka mynd af mér með gleraugun. Það er eitthvað yndislega sorglegt að vera að velta fyrir sér gleraugnakaupum á laugardagskvöldi, en hverjum er svo sem ekki sama 🙂

Allavegana, þetta eru önnur af tveim gleraugum, sem koma til greina. Fékk þau lánuð og miðarnir eru enn á glerjunum, þannig að það skemmir aðeins fyrir.

gleraugu.jpg

Hmmmm… Er þetta ég? Veit ekki alveg. Finnst ég virka eldri og gáfaðari en vanalega. Veit ekki hvort það sé gott.

11 thoughts on “Gleraugu”

  1. Hagnaður: NEI! Ég er ekki dómari. Finnst það dálítið scary að likjast einhverjum dómara á firmamóti.

    Katrín: Takk 🙂

    Ágúst og Emma: Athyglisvert að heyra. Spurning um að splæsa á svona gleraugu bara til að funda með bankastjórum, til að ég líti virðulega út 🙂

  2. …er ekki að gefa mig út sem neinn sérfræðing en mér finnst að þú mættir fá þér aðeins stærri eða grófari gleraugu!

  3. Jammm jammm, er reyndar búinn að velja Oakley gleuraugun. Er bara að bíða eftir að vinur minn svari tölvupóstinum sínum svo ég geti keypt þau. 🙂

Comments are closed.