GMail boðskort

Þar sem ég er snillingur, þá á ég 4 stykki [GMail](https://gmail.google.com) invite. Er nú þegar búinn að gefa yfirnördunum í mínum vinahóp 2 stykki og á nú 4 eftir.

Þannig að ef þig langar í GMail reikning, smelltu þá þínu kommenti í ummælin við þessa færslu.

Annars er ég enn að velta því fyrir mér hvort ég eigi að losa mig við simnet.is reikningana og skipta alveg yfir í GMail. Nýja póstfangið mitt er allavegana: **einarorn ( hjá ) gmail.com**

5 thoughts on “GMail boðskort”

 1. Ertu að grínast? Hvern t**taðir þú til að fá SEX invite fyrir Gmail? Ég er búinn að reyna óralengi að komast þarna inn … dreplangar að flytja mig þangað yfir (hotmail: ömurlegt…).

  Pretty please … with sugar on top? :blush:

 2. Ég vissi ekki að þetta væri eitthvað sem væri erfitt að nálgast. Er þetta það? Vilja þeir ekki fá sem flesta?

  Þetta er alla vega nokkuð sniðugt.

 3. Jamm, Björgvin, það er enn erfitt að nálgast þetta. Þetta er enn í Beta og þeir leyfa mönnum bara að fá reikning ef að einhver býður manni.

  Ætli þetta sé ekki gert til að auka spennuna. Þetta er auðvitað góð markaðssetning. 🙂

  Það er náttúrulega gott að fá reikning strax til að geta fengið almennilegt username.

  [Sjá t.d. þessa frétt af BBC](http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/3859501.stm)

  Viltu fá “invite”, Björgvin?

Comments are closed.