GSM

Það er dálítið magnað með GSM síma. Heima fara þeir frekar mikið í taugarnar á mér, sérstaklega í partýjum, þar sem fólk gerir ekkert annað en að tala í símann. Hérna í Bandaríkjunum eru svo mjög fáir með síma. En málið er bara að hérna er svo ofboðeslega erfitt að ná í fólk, sem er aldrei í herbergjunum sínum. Ég verð sennilega aldrei ánægður.