Gullkindin

Á heimasíðu XFM geta menn núna kosið um Gullkindina, sem eru verðlaun útvarpsþáttarins Capone fyrir ýmsa hluti, sem hafa þótt óvenju lélegir á árinu. Þarna er m.a. hægt að velja uppákomu ársins (ég kaus Kristján Jóhannsson og rauðu brjóstin), versta sjónvarpsþáttinn (of margir möguleikar!), verstu plötuna og svo framvegis.

Þegar að X-ið dó þá bölvaði ég því mikið að Tvíhöfðamenn hefðu hætt með útvarpsþáttinn sinn. Fyrstu daga X-FM var Freysi af X-inu með sinn eigin morgunþátt og hann var ekki alveg að virka. Hann átti sína spretti þegar að Freysa þátturinn var að byrja á X-inu, en þetta virtist ekki vera að verka á X-FM.

Allavegana, eftir að ég kom heim úr fríinu hef ég uppgötvað að Capone, morgunþátturinn, sem Andri (Freysi) og Búi Bendtsen stjórna er allt í einu orðinn hreinasta snilld! Þeir þurftu greinilega smá tíma til að slípa þáttinn saman. En núna reddar þessi þáttur algjörlega keyrslunni minni í vinnuna á morgnana. Hann er í raun svo góður að ég held oft áfram að hlusta þegar ég kem inná skrifstofu. Án efa langbesta útvarpsefnið á morgnana, enda samkeppnin svosem ekki burðug.


Ég veit að ég er með sér síðu, þar sem ég skrifa um fótbolta. En hún fjallar um Liverpool og ég vil tjá mig um hitt uppáhaldsliðið mitt, Barcelona. Á laugardaginn fékk ég þrjá góða vini hingað heim og við horfðum á Barca taka Real Madrid í kennslustund. Ronaldinho hreinlega jarðaði dýrasta varnarmann Spánar og hina trúðana í þessu Madridar-liði. Zidane virkaði einsog sjötug amma við hliðiná Ronaldinho. Barca er í dag besta lið í heimi, svo einfalt er þetta.

Annars fórum við eftir leikinn á Hornið og svo á Vegamót. Ég held að ég verði að fara að horfast í augu (haha) við þá staðreynd að ég þarf að fara að nota gleraugu á djamminu. Ég fíla gleraugun ágætlega, en kann þó betur við mig án þeirra og fíla betur hvernig ég lít út án þeirra.

En ástandið er hreinlega orðið þannig að ég get ekki greint stelpur á skemmtistöðum borgarinnar, nema að þær séu innan við svona 3-4 metra radíus. Ég get allavegana sjaldan greint hvort þær séu myndarlegar eður ei, nema að ég sé kominn uppað þeim. Þetta er sambland af því að sjónin er að versna hjá mér og svo að ég sé svo miklu verr í myrkri en í birtu. Á daginn er þetta allt í fína, en þetta versnar á kvöldin.

Svo er ég líka svo gáfulegur með gleraugu.


Komst að því á laugardaginn að ég á vin, sem fílar líka The O.C., þannig að ég get hætt að vera með einhverja komplexa yfir því að elska þá þætti. Ekki að þeir komplexar hafi angrað mig mikið hingað til.


Já, og myndbandið við þessa frétt á BBC er snilld.

8 thoughts on “Gullkindin”

 1. Ég ætla að reyna að tjá mig um öll umfjöllunarefni þessarar færslu í einni setningu:

  Gleraugnalaus Einar, nei, allir tilnefndir til Gullkindarinnar, væru hæfari til að stjórna Bandaríkjunum en þessi vitleysingur!

  Auðvelt. Nei annars, ég gleymdi fótboltaleiknum … :confused:

 2. Varðandi leikinn, þá fékk Ronaldinho uppstand og klapp frá aðdáendum Real Madrid eftir seinna mark sitt og þriðja mark Barca. Þetta hefur ekki gerst í heil 22 ár!

  Hver var síðasti leikmaðurinn til að afreka þetta? Diego … Armando … Maradona … 🙂

  Ronnie er bara bestur í dag. Held það hafi nánast aldrei leikið jafn lítill vafi á því og nú.

 3. Ehm, ég skil ekki alveg þetta svar þitt. Er ég semsagt hæfari en Bush án gleraugna? Hvað með með gleraugu?

  Annars, þá hef ég alltaf pælt í því hvað Man U mönnum finnst um að sjá Ronaldinho spila svona, vitandi að liðið hefði getað keypt hann fyrir 2-3 árum. Kannski pínu svekkjandi?

 4. Þetta var bara eitthvað rugl í mér. Ég er búinn að lesa 23 smásögur í dag … endilega hafðu það í huga. :blush:

  Og ég horfði á leikinn á laugardag með vini mínum, sem er United-aðdáandi. Hann blótaði Peter Kenyon allan leikinn … :laugh:

 5. Nei þú getur ekki hætt að vera með komplexa yfir því að fíla OC jafnvel þó að þú eigir vin sem sé þér samstíga. Það er eins og að segja að þú hefðir átt að fíla Steven Seagal þegar að ég reynda að útskýra fyrir þér að hann væri besti leikari í heimi 😉

 6. Hvað með linsur….?? Myndi það ekki gera lífið mun auðveldar..sérð stelpur í 3-4m+ og fílar þig betur en með gleraugu..? 😉

Comments are closed.