Guns 'n Roses og alþjóðavæðing

Ég er núna að klára heljarinnar verkefni í einum viðskiptatímanum mínum. Með því lýkur mikilli verkefnahrinu, sem hefur staðið yfir síðustu daga. Ég er að hlusta á Appetite For Destruction með Guns ‘N Roses. Þvílík eðaltónlist, sem kemur mér svo aldeilis í lærdómsstuð. Þessi diskur á sér nokkuð merkilega sögu því ég lánaði Gunnari vini mínum hann þegar ég var svona 14 ára og fékk hann ekki tilbaka fyrr en ég var kominn með stúdentspróf.

Annars fékk ég email áðan þar sem mér var boðið á fyrirlestur, sem heitir Globalization of Trade is great! …but the World Bank and IMF are not. Það eru frjálshyggjumenn í Northwestern, sem standa fyrir þessu. Af einhverjum ástæðum er ég á póstlista hjá þeim. Einnig er ég á póstlista hjá Cato Institute, en fyrirlesari frá þeim verður aðalræðumaður á morgun. Ekki veit ég hvernig ég lenti á þessum lista hjá Cato. Þetta er allt hið dularfyllsta mál.