Gyðingafordómar

Jens skrifar mjög góðan pistil í dag: Gyðingar og palestínumenn.

Ég hef lengi ætlað að skrifa um svipaða hluti, það er að mér finnst ávallt vera afskaplega stutt í fordóma gagnvart Gyðingum. Menn verða að kunna að aðskilja Gyðinga og stjórn Ísraelsríkis.

9 thoughts on “Gyðingafordómar”

 1. Stjórn Ísraelsríkis kennir sig við mjög stranga bókstafstúlkun á Zionisma (Gyðingdómi) og réttlætir aðgerðir sínar á þeim forsendum.

  Vandamálið hlýtur að felast í því að gera greinamun á Gyðingum sem kynþætti annars vegar og Gyðingum sem trúarhópi hins vegar, og innan trúarhópsins að gera greinamun á venjulegum “líbó” gyðingum annars vegar og rasíska öfga-zíonista minnihlutanum hins vegar.

  Þetta er hins vegar ekkert mjög auðvelt fyrir venjulegt fólk því Gyðingdómur er í eðli sínu mjög kynþáttamiðaður. Allt gengur út á þessa einu ætt – “þjóð guðs”. Sjálfsmynd heittrúaðra gyðinga sameinar í eitt: trúna, þjóðina (pólitík) og kynþáttinn.

  Þannig getur fólk ekki orðið 1. flokks Ísraelskir ríkisborgarar nema að vera af réttri trú og réttum (hörundsljósum) kynþætti. Ráðamenn í Ísrael hafa sér í lagi ekki viljað samþykkja gyðinga frá Eþiópíu og öðrum N-Afríkulöndum sökum litarhafts þeirra, þrátt fyrir að viðkomandi gyðingar gátu rakið gyðingaættir sínar allar götur aftur í biblíutímann.

  Æi, blah þetta er allt svo bjánalegt og flókið. En Jens kemur með mjög góða punkta í pistlinum.

 2. Skiptir þessi munur einhverju máli? Það má ekki gleyma því að stofnun Ísraels hafði þó nokkuð með gyðingdóminn að gera…

  Þetta er annars ágætt tækifæri til að minna á að Ísrael hefur brotið ansi margar ályktanir öryggisráðs Bandarík.. úps, Sameinuðu Þjóðanna ætlaði ég að segja. Líka skemmtilegt að rifja upp hvaða aðferðum Ísraelar beittu til að leggja undir sig Palestínu, t.d. 1948 þegar þeir rændu 77% af Palestínu af réttmætum eigendum, eyðilögðu mörg hundruð bæi, stráfelldu þúsundir Palestínumanna og ca. milljón Palestínubúar þurftu að flýja heimili sín. Þá var ekki slæmt að hafa Bandaríkin sem bakhjarl og býsna heppilegt að heimurinn vorkenndi aumingja gyðingunum svo mikið út af Hitler. Meðal þeirra aðferða sem gyðingar (því það voru gyðingar) beittu: Sjálfsmorðsárásir, hryðjuverk, aftökur án dóms og laga osfrv. Listinn er endalaus og minnir helst á þær aðferðir sem Heinrick nokkur Himmler beitti með eftirminnilegum hætti. Þeir eru ekki margir trúarsöfnuðirnir sem hafa fengið að stofna sitt eigið land si sona. Það má vissulega segja að eftir seinna stríð hafi gyðingarnir “risið úr öskustónni”.

  Það má vel vera að gyðingar hafi verið ofsóttir í áranna rás osfrv. Það skiptir auðvitað engu máli í dag. Framkoma Ísrael síðustu 50-60 árin er óafsakanleg.

  Það er kannski svolítið gróft að kenna bara gyðingum um það en hverjum öðrum á að kenna um þetta? Ekki Kaþólikkum, ekki Lútherstrúarmönnum og hreint ekki Múhameðstrúarmönnum. Gyðingar eru öflugustu stuðningsmenn Ísrael, þeirra er ábyrgðin. Þótt vissulega séu hreintrúarmenn í öllum trúarbrögðum allt að því “geðveikir” þá komast þeir í fæstum tilfellum upp með að níðast á minnihlutahópum (sbr. Palestínumenn).

  En semsagt, þetta átti bara að vera gagnleg upprifjun. Ég vorkenni gyðingum lítið að vera bendlaðir við Ísrael, ef þeim finnst það slæmt, þá ættu þeir bara að flytja þaðan!

 3. Svo verð ég auðvitað að taka undir með þér Einar og bæta við til að fyrirbyggja misskilning, að gyðingar eru upp til hópa besta fólk af ýmsum þjóðernum án þess að tengjast Ísrael neitt.

 4. Ragnar, ég held að þú einfaldir nú málið ansi mikið! Þú spyrð hverjum öðrum eigi að kenna um.

  Svona ef það á að fara út hið ameríska praksís að kenna um og finna blóraböggla, þá er ég alveg sannfærð um að það er ekki hægt að skella allri skuldinni á gyðinga. Ég held að almennt sé það hinn vestræni heimur sem ber þarna ábyrgð. Bandaríkjunum og líka öðrum vestrænum ríkum er náttúrulega mikilvægt að hafa Ísrael fyrir botni miðjarðarhafs sem mótvægi við múslimalöndin, ekki gleyma því.

  Það er alveg svakalega auðvelt að horfa alltaf bara á aðra hliðina á málunum, kenna BNA um allt og svo framvegis. Ég held að málið sé nú bara mikið flóknara. Til dæmis hljóta Palestínumenn sjálfir að bera einhverja ábyrgð á því hvernig ástandið er í dag, er það ekki?

  Sjaldan veldur einn þá tveir deila, er það ekki? 😉

 5. Godir punktar Erna. En i dag er malid einfalt. Gydingarnir i Israel nidast med thegjandi samthykki allra annarra, a palestinumonnum. Gydingarnir i Israel stunda thjodernishreinsanir sem i engu eru olikar thjodernishreinsunum i t.d. Jugoslaviu. Engin thjod i heimi faer meira af peningum fra USA en einmitt hinir utvoldu i Israel. Hinir? Their fa ekkert, nema kannski skotsar af voldum ameriskra stridsvela.

  Thott audvitad se heimurinn ekki saklaus i thessu mali frekar en i t.d. Iraksmalinu (thar sem heimurinn og USA seldu Hussein vopn og eiturefni i ansi langan tima) tha er thad in the end gydingapakkid i Jerusalem (eins og Hussein i Irak) sem er abyrgt fyrir astandinu i landinu sem adur het Palestina. Ef thad er einhver munur a astandinu i Israel og Irak tha er thad helst ad Palestinumenn gefast ekki upp, svipad og Kurdarnir i Irak. Enda sjalfsagt stutt i ad Sharon fari ad nota efnavopnin sin i naestu landnamsherferd. Annar meginmunu a astandinu i Irak og astandinu i Israel er svo audvitad sa ad gydingarnir i USA sja til thess ad stjornvold i Washington gera ekkert til thess ad stodva vitleysuna i gydingunum i Israel. Ad lokum, thad hefur ekki borid mikid a thvi ad gydingar af odrum thjodernum gagnryni stefnu stjornvalda i Israel (USA) i thessum malum… Astandid i Israel skrifast a gydinga. Ekki adra.

 6. Hef aldrei skilið undarlega notkun orðatiltækisins “Sjaldan veldur einn þá er tveir deila” í alþjóðamálum. Fórnarlömb deilna á alþjóðavettvangi eru mjög oft ekki þeir sömu og eiga sök á deilunni.

  Eitt frægt dæmi:
  Upphaf seinni heimstyrjaldarinnar verður seint rakið einungis til Þjóðverja, heldur spilar þar inní flókið ferli. En ég held að flestir séu sammála um það að Pólverjar hafi átt ansi lítið í því ferli. En Pólverjar eru einmitt ein af þeim þjóðum sem urðu einna verst fyrir barðinu á Þýskalandi Hitlers eins og (vonandi) allir vita. Hérna væri það vissulega rétt að Sjaldan valdi einn þá er tveir deila, en aðilinn sem verður fórnarlambið er ekki einn af deiluaðilunum til að byrja með.

  Svipað er með stöðu Palestínumanna núna. Landnám Ísraels á stórum svæðum þeirra er að miklu leyti til komið vegna deilna þeirra við önnur arabaríki. En það eru Palestínumenn sem þurfa að gjalda fyrir deilur þessara aðila.

  Ég veit að þetta er ekki alveg um upprunalega bloggið en ég vildi bara koma með þennan punkt.

  Strumpakveðjur 🙂

 7. Já, Strumpur, sko þetta er rétt hjá þér þegar við veltum fyrir okkur upphafi deilnanna… En hins vegar átti ég við að það eru bæði Ísraelar og Palestínumenn sem bera ábyrgð á því hvernig ástandið er í DAG, það er varla hægt að firra Palestínumenn allri ábyrgð í þeim málum.

  Við erum náttúrulega komin langt frá efni Einars í upphaflegu ummælunum, en mér finnst frekar skondið að færslan ber titilinn Gyðingafordómar og Ragnar, þú notar orðið “gydingapakkid” í ummælum. Er eitthvað sem lýsir meiri fordómum en að nota svona orðalag? Eru gyðingar “yfirleitt besta fólk” eða eru þeir “pakk”?

  Neeeeiiiiijjjjj… ég bara svona spyr, svona fyrst að Einar var að ræða um fordóma. :confused:

 8. Já, fleiri góðir punktar. Umrætt pakk voru sérlega óvönduð ummæli um ráðamenn í Jerúsalem. Þó varla mikið óvandaðri en þeir sjálfir.

 9. Zionismi og Gyðingdómur er ekki það sama og þeir sem vita það ekki vita ekkert og ættu því ekki að tjá sig of mikið. Zionisminn hafði ekkert með trúarbrögð að gera og áhangendur hans voru mjög lengi nær eingöngu trúleysingjar. Þegar gyðingum almennt fór að finnast þeim ógnað í heiminum eftir Helförina fékk zionismi fyrst lýðhylli meðal gyðinga, þangað til hafði trúað fólk af gyðingaættum ævinlega haft horn í síðu hans. Málið var að zionistarnir sögðu alltaf að gyðingar gætu ekki lifað af nema í eigin landi og það var litið á það sem ýkjur, en eftir Helförin fór fólk eðlilega að trúa þessu og að lokum varð til zionistaríkið Ísrael.

Comments are closed.