Hagfræðitöffarar

Núna er í vinnslu hjá Universal mynd um hagfræðisnillinginn John Nash. Það er töffarinn Russel Crowe, sem á að leika Nash (einsog sést á myndinni eru Crowe og Nash mjög líkir).

Það er ekki oft, sem maður sér myndir um hagfræðinga, en þessi mynd, A Beautiful Mind fjallar um hinn merka Nash.

Nash er frumkvöðull á sviði “game theory” (íslenska: leikjafræði, takk Freyr) í hagfræði og setti hann fram kenninguna um Nash jafnvægið (Nash equilibrium), sem er ein af merkustu kenningum í nútíma hagfræði. Nash hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði 1994.

Nash hefur ávallt verið talinn hálf skrítinn og fjallar myndin sennilega meira um hans persónuleika því ég efast um að margir hafi áhuga á mynd um hagfræðiuppgötvanir.