Hálf maraþon – önnur tilraun

Jæja, ég skráði mig í kvöld í Stokkhólms hálfmaraþonið, sem fer fram 11.september.

Ég prófaði að hlaupa hálfmaraþon í fyrra og fór þá svipaðan hring og er hlaupinn í Stokkhólms maraþoninu á 1 klukkutíma og 51 mínútu. Ég stefni á að fara á 1 klukkutíma og 35 mínútum í þetta skiptið. Ég tel það sæmilega bjartsýnt takmark. Í dag er ég ekki í eins góðu hlaupaformi og ég var í í fyrra, en á móti er ég í mun betra almennu líkamlegu formi eftir að hafa æft CrossFit síðan í september. Hins vegar er enn talsverður tími í hlaupið, svo ég ætti að geta komið mér í betra hlaupaform.

Ég ætla að leggja aðeins meiri áherslu á að hlaupa á jöfnum hraða núna og smám saman byggja upp þol til þess að ég geti klárað þetta á 1.35. Það þýðir að ég þarf að fara hvern kílómeter á sirka 4 og hálfri mínútu, sem er talsvert hraðara en ég er vanur að hlaupa á þegar ég hleyp lengri hlaup. Planið næstu þrjá mánuði er að æfa CrossFit þrisvar í viku og á móti hlaup þrisvar í viku. Ég held að ég sjái svo fljótt hvort ég get klárað þetta á þessum tíma.

2 thoughts on “Hálf maraþon – önnur tilraun”

Comments are closed.