Hamann

Djöfull og fucking dauði!

Akkúrat þegar ég var orðinn bjartsýnn á gengi Liverpool þá meiðist einn af þrem mikilvægustu leikmönnum liðsins og verður ekki með fyrstu þrjá mánuðina.

Það hefur sýnt sig í gegnum árin að Liverpool hefur ávallt farið í gegnum lélegustu kafla tímabilsins þegar Hamann hefur verið meiddur. Núna verður Danny Murphy að vera í byrjunarliðinu. Það þýðir kannski að liðið verður aðeins sókndjarfara (veitir ekki af) en á móti verður liðið mjög viðkvæmt varnarlega séð. Þannig að í fyrsta leiknum í deildinni á móti rússnesku peningavélinni þá verður Liverpool án tveggja bestu miðjumanna sinna, Gerrard og Hamann.

Það er fúlt!

One thought on “Hamann”

Comments are closed.